Gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir svifasein viðbrögð við skýrslu um loftslagsmál Þingmaður stjórnarandstöðunnar gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir svifasein viðbrögð við skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og spyr hvort gripið verði til aðgerða. Innlent 10. ágúst 2021 20:30
Áhyggjufull vegna loftslagsbreytinga: „Aumingja barnabarnabarnabörnin mín“ Fólk sem fréttastofa ræddi við hefur áhyggjur af hlýnun jarðar. Sumir telja ríkisstjórnina ekki gera nóg og ein óttast að barnabarnabarnabörnin muni eiga slæma tíma á jörðinni. Innlent 10. ágúst 2021 19:38
Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. Innlent 10. ágúst 2021 09:33
Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. Erlent 10. ágúst 2021 08:30
Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. Innlent 9. ágúst 2021 23:00
Tíminn að renna okkur úr greipum Tíminn til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga er að renna okkur úr greipum, að sögn eins höfunda nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. Innlent 9. ágúst 2021 19:00
Engar samgöngur eftir áratug? Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus. Hún sýnir á skarpari hátt en áður í hvílíkt óefni stefnir ef ekki verður gripið í tauma ótemjunnar, sem er losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er þó von, því lausnir eru til. En þeim þarf að beita. Skoðun 9. ágúst 2021 16:01
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Innlent 9. ágúst 2021 15:01
„Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. Innlent 9. ágúst 2021 13:55
Megum engan tíma missa Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. Skoðun 9. ágúst 2021 12:30
Þúsundir flýja heimili sín vegna eldanna og losun koltvísýrings afar mikil Mörg þúsund hafa flúið heimili sín á grísku eyjunni Evia í gær og í dag þar sem ekkert lát er á einhverjum verstu gróðureldum í manna minnum. Eldar loga enn í Síberíu, Tyrklandi og Kaliforníu. Veðurfræðingur segir losun koltvísýrings vegna eldanna afar mikla. Erlent 9. ágúst 2021 12:20
Tíðindi dagsins kalla á kjarkaða ríkisstjórn „Loftlagsbreytingarnar eru hér, í dag. Við erum líka hér, í dag. Ef við bregðumst ekki við, hver á þá að gera það?“ Svona orðaði einn höfunda skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna það í dag þegar hún var. Skoðun 9. ágúst 2021 12:01
Við tökum ábyrgð á losun okkar Við hjá Landsvirkjun berum ábyrgð á því að fara vel með auðlindir og umhverfi, enda störfum við hjá stærsta raforkufyrirtæki landsins. Skoðun 9. ágúst 2021 11:01
Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. Erlent 9. ágúst 2021 09:55
Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Erlent 9. ágúst 2021 08:01
Bein útsending: Ný skýrsla Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna kynnt Ný skýrsla Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem sögð er fela í sér alvarlega aðvörun til stjórnvalda í ríkjum heims um að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda, verður kynnt á blaðamannafundi sem hefst núna klukkan átta. Erlent 9. ágúst 2021 07:43
Skýrslu um loftslagsvána beðið með eftirvæntingu Eftir um klukkustund, klukkan átta, verður ítarlegasta skýrsla Sameinuðu þjóðanna til þessa um loftlagsbreytingar kynnt á fréttamannafundi. Skýrslan er sögð fela í sér alvarlega aðvörun til stjórnvalda ríkja heims um að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Erlent 9. ágúst 2021 06:41
„Þetta er eins og í hryllingsmynd“ Ólétt kona sem flutt var á brott af eyjunni Evia í Grikklandi vegna mikilla gróðurelda sem þar geisa segir aðstæður á eyjunni líkjast hryllingsmynd. Erlent 8. ágúst 2021 22:30
„Það var nú líklega það versta að fá reykinn yfir borgina“ Íslendingur í Grikklandi segir þungt hljóð í heimamönnum vegna gróðureldanna sem hafa geisað í landinu að undanförnu. Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna eldanna, sem stafa af mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir landið í þrjátíu ár. Erlent 8. ágúst 2021 18:50
„Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. Erlent 7. ágúst 2021 20:27
Telja hringrás í Atlantshafi óstöðuga vegna hnattrænnar hlýnunar Vísbendingar eru um að lykilhringrás sjávar í Atlantshafinu hafi hægt á sér og ekki er loku fyrir það skotið að hún gæti stöðvast alveg haldi hnattræn hlýnun áfram að raska jafnvægi hafsins. Það hefði gríðarlega áhrif á veðurfar víða um heim, þar á meðal á Íslandi. Erlent 6. ágúst 2021 23:47
Biden ætlar að herða reglur um útblástur bíla Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta ætlar að endurvekja reglur um útblástur bifreiða sem Donald Trump, forveri hans í embætti, veikti í stjórnartíð sinni. Reglurnar verða hertar enn frekar í framtíðinni til að ýta undir orkuskipti í vegasamgögnum. Erlent 5. ágúst 2021 23:02
Tækifæri til að gera enn betur í orkuskiptum Eitt af lykilverkefnum íslensks samfélags er að klára orkuskipti í samgöngum og mörg tækifæri eru til að gera betur í þeim efnum að mati Höllu Hrundar Logadóttur, nýs orkumálastjóra. Sífellt alvarlegri hliðar loftslagsbreytinga þrýsti á að orkuskiptum verði lokið sem fyrst. Innlent 3. ágúst 2021 22:36
Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. Erlent 31. júlí 2021 20:31
Spjöldin vinni gegn hlýnun jarðar Knattspyrnusamband Tyrklands kynnti til sögunnar athyglisverða herferð í dag. Sambandið ætlar að standa að plöntun trjáa fyrir hvert spjald sem gefið er í fótboltadeildum í landinu. Fótbolti 29. júlí 2021 23:31
Gleðilegan þolmarkadag! Í dag er hinn árlegi þolmarkadagur jarðar (Earth Overshoot Day) sem þýðir að nú hefur mannkynið þurrausið þær auðlindir sem jörðin nær að endurnýja á þessu ári. Á slíkum degi er vel við hæfi að benda á þrennt: Skoðun 29. júlí 2021 07:01
Mengun frá skemmtiferðaskipum minnki um allt að helming Faxaflóahafnir stefna á að ljúka uppbyggingu fyrir raftengingu farþegaskipa í höfnum allra hafna fyrirtækisins innan fimm ára. Þannig verður dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftgæði almennt bætt í borginni. Innlent 28. júlí 2021 19:00
Íslenskir skór vekja heimsathygli en verða aldrei framleiddir Alþjóðlegir þungavigtarmiðlar á borð við HYPEBEAST hafa að undanförnu gert nýstárlegum skófatnaði hönnuðarins Sruli Recht skil. Hönnuninni er ætlað að vera svar við loftslagsbreytingum; þrjár tegundir af skóm fyrir framtíð með áfallastreitu, eins og þar segir. Lífið 25. júlí 2021 19:16
Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga. Erlent 21. júlí 2021 23:05
Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. Erlent 20. júlí 2021 23:30