Neðri mörk Parísarsamkomulagsins í hættu á næstu fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 07:01 Þurr og sprungin jörð á Spáni. Gert er ráð fyrir óvenjulítilli úrkomu í suðvestanverðri Evrópu í ár. Vísir/EPA Helmingslíkur eru á því að hnattræn hlýnun nái 1,5°C að minnsta kosti eitt af næstu fimm árum. Líkurnar á því voru nærri því engar þegar skrifað var undir Parísarsamkomulagið sem miðar við að halda hlýnun innan 1,5°C ef þess er nokkur kostur. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) telur 50% líkur á því að meðalhiti jarðar eins áranna frá 2022 til 2026 verði 1,5°C hærri en meðaltalið fyrir iðnbyltinguna og fara líkurnar hækkandi. Í nýrri uppfærslu um stöðu loftslags jarðar segir stofnunin að 93% líkur séu á því eitt næstu fimm ára verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. Það eru sömu líkur og á því að meðalhiti áranna 2022 til 2026 verði hærra en síðustu fimm ára. Líkurnar á að farið verði umfram metnaðarfyllri mörk Parísarsamkomulagsins í náinni framtíð hafa vaxið hratt undanfarin ár. Þær voru nær engar við undirritun samkomulagsins árið 2015 en frá 2017 til 2021 voru líkurnar um 10% að það gerðist á næstu fimm árum. Leon Hermanson frá Bresku veðurstofunni sem gerði rannsóknina fyrir WMO segir að jafnvel þó að farið verði út fyrir mörk Parísarsamkomulagsins eitt ár þýði það ekki að markmið þess sé brostið. „En það sýnir að við nálgumst sífellt aðstæður þar sem farið verður umfram 1,5°C í lengri tíma,“ segir Hermanson í tilkynningu frá WMO. Búist við bleytu í norðanverðri Evrópu Í fyrra var meðalhiti jarðar 1,1 gráðu hærri en viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu. Tveir svonefndir La niña atburðir í Kyrrahafinu, sem almennt hafa kælandi áhrif á meðalhita jarðar, eru sagðir hafa komið í veg fyrir að hitinn væri enn hærri árið 2021. Myndist El niño fyrirbrigðið gæti hitinn rokið upp og líkt og gerðist metárið 2016. Árið í ár er talið verða þurrara í suðvestanverðri Evrópu og suðvestanverðri Norður-Ameríku en votviðrasamara í norðanverðri Evrópu, Sahel-svæðinu í Afríku, Norðaustur-Brasilíu og Ástralíu en meðaltal áranna 1991 til 2020. Þá er búist við því að úrkomusamara verði frá maí til september næstu fimm árin í Sahel, Norður-Evrópu, Alasaka og norðanverðri Síberíu en þurrari í Amasonfrumskóginum. Að vetri til (nóvember til mars) er spáð aukinni úrkomu í hitabeltinu næstu fimm árin borið saman við síðustu þrjá áratugina en minnkandi í heittempruðu beltunum. Þetta er sagt í samræmi við þær breytingar á úrkomumynstri sem búist er við með hlýnandi loftslagi jarðar. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) telur 50% líkur á því að meðalhiti jarðar eins áranna frá 2022 til 2026 verði 1,5°C hærri en meðaltalið fyrir iðnbyltinguna og fara líkurnar hækkandi. Í nýrri uppfærslu um stöðu loftslags jarðar segir stofnunin að 93% líkur séu á því eitt næstu fimm ára verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. Það eru sömu líkur og á því að meðalhiti áranna 2022 til 2026 verði hærra en síðustu fimm ára. Líkurnar á að farið verði umfram metnaðarfyllri mörk Parísarsamkomulagsins í náinni framtíð hafa vaxið hratt undanfarin ár. Þær voru nær engar við undirritun samkomulagsins árið 2015 en frá 2017 til 2021 voru líkurnar um 10% að það gerðist á næstu fimm árum. Leon Hermanson frá Bresku veðurstofunni sem gerði rannsóknina fyrir WMO segir að jafnvel þó að farið verði út fyrir mörk Parísarsamkomulagsins eitt ár þýði það ekki að markmið þess sé brostið. „En það sýnir að við nálgumst sífellt aðstæður þar sem farið verður umfram 1,5°C í lengri tíma,“ segir Hermanson í tilkynningu frá WMO. Búist við bleytu í norðanverðri Evrópu Í fyrra var meðalhiti jarðar 1,1 gráðu hærri en viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu. Tveir svonefndir La niña atburðir í Kyrrahafinu, sem almennt hafa kælandi áhrif á meðalhita jarðar, eru sagðir hafa komið í veg fyrir að hitinn væri enn hærri árið 2021. Myndist El niño fyrirbrigðið gæti hitinn rokið upp og líkt og gerðist metárið 2016. Árið í ár er talið verða þurrara í suðvestanverðri Evrópu og suðvestanverðri Norður-Ameríku en votviðrasamara í norðanverðri Evrópu, Sahel-svæðinu í Afríku, Norðaustur-Brasilíu og Ástralíu en meðaltal áranna 1991 til 2020. Þá er búist við því að úrkomusamara verði frá maí til september næstu fimm árin í Sahel, Norður-Evrópu, Alasaka og norðanverðri Síberíu en þurrari í Amasonfrumskóginum. Að vetri til (nóvember til mars) er spáð aukinni úrkomu í hitabeltinu næstu fimm árin borið saman við síðustu þrjá áratugina en minnkandi í heittempruðu beltunum. Þetta er sagt í samræmi við þær breytingar á úrkomumynstri sem búist er við með hlýnandi loftslagi jarðar.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira