Neðri mörk Parísarsamkomulagsins í hættu á næstu fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 07:01 Þurr og sprungin jörð á Spáni. Gert er ráð fyrir óvenjulítilli úrkomu í suðvestanverðri Evrópu í ár. Vísir/EPA Helmingslíkur eru á því að hnattræn hlýnun nái 1,5°C að minnsta kosti eitt af næstu fimm árum. Líkurnar á því voru nærri því engar þegar skrifað var undir Parísarsamkomulagið sem miðar við að halda hlýnun innan 1,5°C ef þess er nokkur kostur. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) telur 50% líkur á því að meðalhiti jarðar eins áranna frá 2022 til 2026 verði 1,5°C hærri en meðaltalið fyrir iðnbyltinguna og fara líkurnar hækkandi. Í nýrri uppfærslu um stöðu loftslags jarðar segir stofnunin að 93% líkur séu á því eitt næstu fimm ára verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. Það eru sömu líkur og á því að meðalhiti áranna 2022 til 2026 verði hærra en síðustu fimm ára. Líkurnar á að farið verði umfram metnaðarfyllri mörk Parísarsamkomulagsins í náinni framtíð hafa vaxið hratt undanfarin ár. Þær voru nær engar við undirritun samkomulagsins árið 2015 en frá 2017 til 2021 voru líkurnar um 10% að það gerðist á næstu fimm árum. Leon Hermanson frá Bresku veðurstofunni sem gerði rannsóknina fyrir WMO segir að jafnvel þó að farið verði út fyrir mörk Parísarsamkomulagsins eitt ár þýði það ekki að markmið þess sé brostið. „En það sýnir að við nálgumst sífellt aðstæður þar sem farið verður umfram 1,5°C í lengri tíma,“ segir Hermanson í tilkynningu frá WMO. Búist við bleytu í norðanverðri Evrópu Í fyrra var meðalhiti jarðar 1,1 gráðu hærri en viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu. Tveir svonefndir La niña atburðir í Kyrrahafinu, sem almennt hafa kælandi áhrif á meðalhita jarðar, eru sagðir hafa komið í veg fyrir að hitinn væri enn hærri árið 2021. Myndist El niño fyrirbrigðið gæti hitinn rokið upp og líkt og gerðist metárið 2016. Árið í ár er talið verða þurrara í suðvestanverðri Evrópu og suðvestanverðri Norður-Ameríku en votviðrasamara í norðanverðri Evrópu, Sahel-svæðinu í Afríku, Norðaustur-Brasilíu og Ástralíu en meðaltal áranna 1991 til 2020. Þá er búist við því að úrkomusamara verði frá maí til september næstu fimm árin í Sahel, Norður-Evrópu, Alasaka og norðanverðri Síberíu en þurrari í Amasonfrumskóginum. Að vetri til (nóvember til mars) er spáð aukinni úrkomu í hitabeltinu næstu fimm árin borið saman við síðustu þrjá áratugina en minnkandi í heittempruðu beltunum. Þetta er sagt í samræmi við þær breytingar á úrkomumynstri sem búist er við með hlýnandi loftslagi jarðar. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) telur 50% líkur á því að meðalhiti jarðar eins áranna frá 2022 til 2026 verði 1,5°C hærri en meðaltalið fyrir iðnbyltinguna og fara líkurnar hækkandi. Í nýrri uppfærslu um stöðu loftslags jarðar segir stofnunin að 93% líkur séu á því eitt næstu fimm ára verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. Það eru sömu líkur og á því að meðalhiti áranna 2022 til 2026 verði hærra en síðustu fimm ára. Líkurnar á að farið verði umfram metnaðarfyllri mörk Parísarsamkomulagsins í náinni framtíð hafa vaxið hratt undanfarin ár. Þær voru nær engar við undirritun samkomulagsins árið 2015 en frá 2017 til 2021 voru líkurnar um 10% að það gerðist á næstu fimm árum. Leon Hermanson frá Bresku veðurstofunni sem gerði rannsóknina fyrir WMO segir að jafnvel þó að farið verði út fyrir mörk Parísarsamkomulagsins eitt ár þýði það ekki að markmið þess sé brostið. „En það sýnir að við nálgumst sífellt aðstæður þar sem farið verður umfram 1,5°C í lengri tíma,“ segir Hermanson í tilkynningu frá WMO. Búist við bleytu í norðanverðri Evrópu Í fyrra var meðalhiti jarðar 1,1 gráðu hærri en viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu. Tveir svonefndir La niña atburðir í Kyrrahafinu, sem almennt hafa kælandi áhrif á meðalhita jarðar, eru sagðir hafa komið í veg fyrir að hitinn væri enn hærri árið 2021. Myndist El niño fyrirbrigðið gæti hitinn rokið upp og líkt og gerðist metárið 2016. Árið í ár er talið verða þurrara í suðvestanverðri Evrópu og suðvestanverðri Norður-Ameríku en votviðrasamara í norðanverðri Evrópu, Sahel-svæðinu í Afríku, Norðaustur-Brasilíu og Ástralíu en meðaltal áranna 1991 til 2020. Þá er búist við því að úrkomusamara verði frá maí til september næstu fimm árin í Sahel, Norður-Evrópu, Alasaka og norðanverðri Síberíu en þurrari í Amasonfrumskóginum. Að vetri til (nóvember til mars) er spáð aukinni úrkomu í hitabeltinu næstu fimm árin borið saman við síðustu þrjá áratugina en minnkandi í heittempruðu beltunum. Þetta er sagt í samræmi við þær breytingar á úrkomumynstri sem búist er við með hlýnandi loftslagi jarðar.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira