Stjórnvöld blekki almenning með villandi framsetningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. maí 2022 12:42 Finnur Ricart segir markmið stjórnvalda í loftslagsmálum stórlega ýkt af þeim sjálfum. aðsend Stjórnvöld blekkja almenning með villandi framsetningu á tölum um markmið sín í loftslagsmálum að mati Ungra umhverfissinna. Allt stefni í að samdráttur í heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá árinu 2005 til 2030 verði aðeins 4,3 prósent en ekki 55 prósent eins og stefnt er að. Fá stjórnvöld falleinkunn í loftslagsmálum? Þessi spurning var titill ráðstefnu á vegum Landverndar og Ungra umhverfissinna og svarið við henni er einfalt að mati samtakanna: Já, stjórnvöld fá algjöra falleinkunn. Og ekki nóg með það heldur setja þau fram útreikninga um samdrátt gróðurhúsalofttegunda á afar villandi hátt að mati Finns Ricart Andrasonar, loftslagsfulltrúa Ungra umhverfissinna. „Já, stjórnvöld eru heldur betur að blekkja almenning. Þau básúna í fjölmiðlum og á alþjóðlegum ráðstefnum að þau séu með metnaðarfull markmið og að þau vilji setja loftslagsmálin í forgang og hlusti á vísindin,“ segir Finnur. En eftir að hafa kafað í tölur um losun sem Umhverfisstofnun heldur utan um segir Finnur að markmið stjórnvalda um 55 prósenta samdrátt í losuninni milli áranna 2005 til 2030 taki ekki til allrar losunar á landinu. Það markmið miði við úrelta staðla og inni í þeim vanti losun frá landnotkun og stóriðju sem eru auðvitað einhverjir stærstu þættir losunar landsins. „Þannig að raunverulegur samdráttur sem stjórnvöld stefna að í heildarlosun er einungis 13 prósent,“ segir Finnur. Stefnt að 13 prósenta samdrætti ef stóriðjan og fleira er tekið inn í myndina, mun minna en helmingssamdrætti eins og alþjóðavísindasamfélagið kallar eftir á heimsvísu. Og Finnur segir að allt líti út fyrir að stjórnvöld nái ekki einu sinni þessu markmiði um 13 prósenta samdrátt. „Ef við förum lengra og horfum á þá losun sem við hofum fram á sem Umhverfisstofnun er nýbúin að framreikna þá sjáum við fram á að raunverulegur samdráttur í heildarlosun verður einungis um 4,3 prósent en ekki 50 prósent eins og við þurfum virkilega á að halda til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga,“ segir Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Sjá meira
Fá stjórnvöld falleinkunn í loftslagsmálum? Þessi spurning var titill ráðstefnu á vegum Landverndar og Ungra umhverfissinna og svarið við henni er einfalt að mati samtakanna: Já, stjórnvöld fá algjöra falleinkunn. Og ekki nóg með það heldur setja þau fram útreikninga um samdrátt gróðurhúsalofttegunda á afar villandi hátt að mati Finns Ricart Andrasonar, loftslagsfulltrúa Ungra umhverfissinna. „Já, stjórnvöld eru heldur betur að blekkja almenning. Þau básúna í fjölmiðlum og á alþjóðlegum ráðstefnum að þau séu með metnaðarfull markmið og að þau vilji setja loftslagsmálin í forgang og hlusti á vísindin,“ segir Finnur. En eftir að hafa kafað í tölur um losun sem Umhverfisstofnun heldur utan um segir Finnur að markmið stjórnvalda um 55 prósenta samdrátt í losuninni milli áranna 2005 til 2030 taki ekki til allrar losunar á landinu. Það markmið miði við úrelta staðla og inni í þeim vanti losun frá landnotkun og stóriðju sem eru auðvitað einhverjir stærstu þættir losunar landsins. „Þannig að raunverulegur samdráttur sem stjórnvöld stefna að í heildarlosun er einungis 13 prósent,“ segir Finnur. Stefnt að 13 prósenta samdrætti ef stóriðjan og fleira er tekið inn í myndina, mun minna en helmingssamdrætti eins og alþjóðavísindasamfélagið kallar eftir á heimsvísu. Og Finnur segir að allt líti út fyrir að stjórnvöld nái ekki einu sinni þessu markmiði um 13 prósenta samdrátt. „Ef við förum lengra og horfum á þá losun sem við hofum fram á sem Umhverfisstofnun er nýbúin að framreikna þá sjáum við fram á að raunverulegur samdráttur í heildarlosun verður einungis um 4,3 prósent en ekki 50 prósent eins og við þurfum virkilega á að halda til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga,“ segir Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda