Rekja eitt af hverjum sex dauðsföllum í heiminum til mengunar Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2022 06:00 Kona heldur fyrir vit sér með vasaklút í mengunarþoku í Teheran, höfuðborg Írans. Ótímabær dauðsföll vegna mengunar eru flest í löndum þar sem þjóðartekjur eða lágar eða í meðallagi í heiminum. Vísir/EPA Léleg loftgæði, mengað vatn og eituefnamengun drepur fleiri jarðarbúa árlega en stríð, hryðjuverk, bílslys, malaría, fíkniefni og áfengi. Í nýrri rannsókn eru eitt af hverjum sex dauðsföllum í heiminum rakin til mengunar. Alls létust níu milljónir manna af völdum mengunar í heiminum árið 2015 samkvæmt grein sem birtist í læknaritinu Lancet Planetary Health. Mengun sé stærsta umhverfisógnin hvað varðar sjúkdóma og ótímabær dauðsföll. Um 90% dauðsfallanna á sér stað í lág- og millitekjulöndum. Loftmengun er orsök meirihluta dauðsfallanna, alls 6,7 milljóna þeirra. Um 1,4 milljónir manna létust af völdum mengaðs vatns en blýmengun dró rúmlega milljón manna til dauða, að því er segir í frétt Washington Post. Fjöldi dauðsfalla af völdum mengunar hefur haldið meira eða minna óbreyttur undanfarin fimm ár en orsakirnar eru sagðar hafa breyst. Áður fyrr hafi flest dauðsföll vegna mengunar verið vegna lélegra loftgæða innandyra og á heimilum, fyrst og fremst vegna fíns svifryks frá eldstæðum innandyra. Eins hafi mengað vatn og óhreinsað skólp kostað milljónir mannslífa. Slíkum dauðsföllum hefur fækkað undanfarin ár þar mörg heimili á Indlandi og í Kína hafa skipt yfir í gas til eldamennsku. Á hinn bóginn hefur þeim sem látast af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti og blýeitrunar fjölgað um 66% á tveimur áratugum. Í greininni kemur fram að Bandaríkin og mörg Evrópulönd hafi dregið úr fjárhagslegu tapi sem tengist dauðsföllum af völdum mengunar með því að setja reglur um mengun og með því að færa iðnaðarframleiðslu til snauðari landa. Richard Fuller, aðalhöfundur greinarinnar, segir að dauðsföll vegna mengunar haldi áfram vegna þess hversu litla athygli þau fá. „Það er ekki mikil hneykslun vegna mengunar jafnvel þó að klárlega sé það gríðarlegt áhyggjuefni að níu milljóni manna deyi á einu ári,“ segir Fuller. Umhverfismál Loftslagsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Alls létust níu milljónir manna af völdum mengunar í heiminum árið 2015 samkvæmt grein sem birtist í læknaritinu Lancet Planetary Health. Mengun sé stærsta umhverfisógnin hvað varðar sjúkdóma og ótímabær dauðsföll. Um 90% dauðsfallanna á sér stað í lág- og millitekjulöndum. Loftmengun er orsök meirihluta dauðsfallanna, alls 6,7 milljóna þeirra. Um 1,4 milljónir manna létust af völdum mengaðs vatns en blýmengun dró rúmlega milljón manna til dauða, að því er segir í frétt Washington Post. Fjöldi dauðsfalla af völdum mengunar hefur haldið meira eða minna óbreyttur undanfarin fimm ár en orsakirnar eru sagðar hafa breyst. Áður fyrr hafi flest dauðsföll vegna mengunar verið vegna lélegra loftgæða innandyra og á heimilum, fyrst og fremst vegna fíns svifryks frá eldstæðum innandyra. Eins hafi mengað vatn og óhreinsað skólp kostað milljónir mannslífa. Slíkum dauðsföllum hefur fækkað undanfarin ár þar mörg heimili á Indlandi og í Kína hafa skipt yfir í gas til eldamennsku. Á hinn bóginn hefur þeim sem látast af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti og blýeitrunar fjölgað um 66% á tveimur áratugum. Í greininni kemur fram að Bandaríkin og mörg Evrópulönd hafi dregið úr fjárhagslegu tapi sem tengist dauðsföllum af völdum mengunar með því að setja reglur um mengun og með því að færa iðnaðarframleiðslu til snauðari landa. Richard Fuller, aðalhöfundur greinarinnar, segir að dauðsföll vegna mengunar haldi áfram vegna þess hversu litla athygli þau fá. „Það er ekki mikil hneykslun vegna mengunar jafnvel þó að klárlega sé það gríðarlegt áhyggjuefni að níu milljóni manna deyi á einu ári,“ segir Fuller.
Umhverfismál Loftslagsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira