Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Kristaps Porzingis gefur Formúlu 1 frama upp á bátinn

Kristaps Porzingis, leikmaður Washington Wizards, er einn af hávöxnustu leikmönnum NBA en hann er skráður 221 cm. Hann var staddur á Grand Prix F1 mótinu á Spáni á dögunum og er óhætt að fullyrða að Porzingis sé ólíklegur til að setjast undir stýri á formúlubíl í nánustu framtíð.

Formúla 1
Fréttamynd

Hjalti Þór tekur við Ís­lands­meisturum Vals

Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur tekið við þjálfun Íslandsmeistara Vals í Subway-deild kvenna. Valskonur hafa verið án þjálfara frá lokum tímabilsins en Ólafur Jónas Sigurðsson ákvað að taka sér frí frá þjálfun eftir að hafa landað titlinum í vor.

Körfubolti
Fréttamynd

Fær James Hard­en ofur­samning hjá Hou­ston Rockets?

Sú saga hefur flogið fjöllum hærra allt frá því í vor að James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA deildinni, muni snúa aftur til Houston Rockets næsta vetur. Til þess þurfa þó mörg púsl að lenda á réttum stöðum, þá sérstaklega þau sem snúa að launum.

Körfubolti
Fréttamynd

Okeke flytur í Ólafssal

Körfuknattleiksmaðurinn David Okeke er genginn í raðir Hauka frá Keflavík og mun því spila í Hafnarfirðinum í Subway-deildinni á næstu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Styrmir gengur til liðs við Belfius Mons

Körfu­bolta­kappinn Styrmir Snær Þrastar­son hefur gengið frá samningum við Belfius Mons sem leikur í BNXT deildinni í Hollandi og Belgíu. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Ragnar Örn til Þorlákshafnar í þriðja sinn

Körfuknattleiksdeild Þórs Þorlákshafnar hefur samið við Ragnar Örn Bragason um að leika með liðinu næstu tvö tímabil í Subway-deild karla í körfubolta. Þetta er í þriðja sinn sem Ragnar gengur í raðir Þórs.

Körfubolti
Fréttamynd

Keflavík vill semja aftur við Milka og Maric

Pétur Ingvarsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkur, er strax farinn að taka til hendinni í leikmannamálum Keflavíkur. Samkvæmt fréttatilkynningu Keflavíkur við ráðningu þjálfarans er von á fréttum af leikmannamálum félagsins á næstu dögum.

Körfubolti
Fréttamynd

Ægir Þór og félagar úr leik

Ægir Þór Steinarsson og félagar í HLA Alicante eru úr leik í úrslitakeppni Leb Oro deildarinnar á Spáni, eftir 60-63 tap gegn Zunder Palencia í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum.

Körfubolti