Strunsaði út af æfingu og félagið setur hann aftur í milljónabann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 09:00 Jimmy Butler er áfram í stríði við forráðamenn Miami Heat en hann vill losna frá félaginu. Getty/Megan Briggs Sápuóperan í kringum súperstjörnuna Jimmy Butler heldur áfram en hann vill ólmur losna frá Miami Heat og komast í nýtt lið í NBA deildinni í körfubolta. Nýjasta uppákoman var í gær þegar Butler gekk út úr salnum á miðri skotæfingu liðsins. Í framhaldinu setti Miami Heat leikmanninn í ótímabundið bann sem verður þó að lágmarki fimm leikir. Hann missir um leið launin sín á þessum tíma sem eru engir smáaurar. Þetta er í þriðja skiptið sem Miami setur Butler í bann á síðustu vikum. Nýjast bannið nær að minnsta kosti fram yfir það að leikmannaglugginn lokar en félög geta bara skipst á leikmönnum til 6. febrúar næstkomandi. Butler vill komast til annars félags og þar sem að hann er á samning þá er eina leiðin að Miami Heat finni félag sem er til í að skipta á leikmönnum. Jimmy Butler walked out of Heat shootaround this morning after being informed the team is planning not to start him -- with Haywood Highsmith starting -- moving forward, sources tell ESPN. https://t.co/8I31eT524l— Shams Charania (@ShamsCharania) January 27, 2025 Heat ætlaði að taka Butler út úr byrjunarliðinu fyrir Haywood Highsmith og Butler brást við þeim fréttum með því að ganga út. Hann segist ekki hafa lengur ánægju af því að spila fyrir Miami Heat en Butler hefur lengi verið talinn vera í hópi bestu leikmanna deildarinnar. Í vetur er hann með 17,0 stig og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá Miami Heat segir að bannið komi til vegna þess að leikmaðurinn ber ekki virðingu fyrir reglum liðsins og að hegðun hans sé skaðleg fyrir liðið. Nýjasta bannið mun kosta Butler að minnsta kostið 532 þúsund dollara eða rúmar 74 milljónir króna. Án hans tókst liðinu að koma til baka og vinna upp fjórtán stiga forystu í sigri á Orlando Magic í nótt en leikurinn var tvíframlengdur. The Miami Heat told Jimmy Butler they’re starting this guy over him and he walked out of practice 😂😂😂 pic.twitter.com/EcLJiuPPR5— BricksCenter (@BricksCenter) January 27, 2025 NBA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Nýjasta uppákoman var í gær þegar Butler gekk út úr salnum á miðri skotæfingu liðsins. Í framhaldinu setti Miami Heat leikmanninn í ótímabundið bann sem verður þó að lágmarki fimm leikir. Hann missir um leið launin sín á þessum tíma sem eru engir smáaurar. Þetta er í þriðja skiptið sem Miami setur Butler í bann á síðustu vikum. Nýjast bannið nær að minnsta kosti fram yfir það að leikmannaglugginn lokar en félög geta bara skipst á leikmönnum til 6. febrúar næstkomandi. Butler vill komast til annars félags og þar sem að hann er á samning þá er eina leiðin að Miami Heat finni félag sem er til í að skipta á leikmönnum. Jimmy Butler walked out of Heat shootaround this morning after being informed the team is planning not to start him -- with Haywood Highsmith starting -- moving forward, sources tell ESPN. https://t.co/8I31eT524l— Shams Charania (@ShamsCharania) January 27, 2025 Heat ætlaði að taka Butler út úr byrjunarliðinu fyrir Haywood Highsmith og Butler brást við þeim fréttum með því að ganga út. Hann segist ekki hafa lengur ánægju af því að spila fyrir Miami Heat en Butler hefur lengi verið talinn vera í hópi bestu leikmanna deildarinnar. Í vetur er hann með 17,0 stig og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá Miami Heat segir að bannið komi til vegna þess að leikmaðurinn ber ekki virðingu fyrir reglum liðsins og að hegðun hans sé skaðleg fyrir liðið. Nýjasta bannið mun kosta Butler að minnsta kostið 532 þúsund dollara eða rúmar 74 milljónir króna. Án hans tókst liðinu að koma til baka og vinna upp fjórtán stiga forystu í sigri á Orlando Magic í nótt en leikurinn var tvíframlengdur. The Miami Heat told Jimmy Butler they’re starting this guy over him and he walked out of practice 😂😂😂 pic.twitter.com/EcLJiuPPR5— BricksCenter (@BricksCenter) January 27, 2025
NBA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira