Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Aron Guðmundsson skrifar 30. janúar 2025 12:01 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Vísir/Pawel Óvíst er hversu mikið þjálfari karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, Jóhann Þór Ólafsson, getur látið til sín taka á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Stjörnunni í Bónus deildinni í kvöld. Jóhann Þór datt af hestbaki í aðdraganda síðasta leiks Grindavíkur og er enn að jafna sig eftir að hafa fengið heilahristing. Fjarvera Jóhanns Þórs á hliðarlínunni í leiknum gegn Tindastól í Síkinu í síðustu umferð vakti athygli. Í þeim leik gekk allt á afturfótunum hjá Grindavík en það er góð og gild ástæða fyrir fjarveru Jóhanns. „Ég datt af hestbaki og fékk vægan heilahristing. Er svona rétt að skríða saman. Ætli það sé ekki svipað ástand á mér og Jeremy Pargo (nýjum leikmanni Grindavíkur) fyrir leikinn gegn Stjörnunni, bundnar vonir við að ég verði þarna á morgun en þetta er metið frá degi til dags. Ég er allur að koma til en púlsinn fer kannski óþægilega hátt upp þegar að maður þjálfar og það er kannski ekki mælt með því eftir svona. En ég reikna allavegana með því að vera á bekknum, hversu mikið ég skipti mér af kemur bara í ljós.“ Um leikinn gegn Tindastól, sem Grindavík tapaði með átján stigum, hafði Jóhann þetta að segja: „Við vorum bara heilt yfir mjög slakir. Erum að díla við ákveðna hluti sem við höfum verið að vinna í og höfum verið að gera núna á nýju ári. Við höfum ekki séð þær framfarir sem við hefðum viljað sjá en bindum vonir við að þessar breytingar sem við gerum núna komi með eitthvað að borðinu. Bara svo ég segi það þá var kominn pirringur í hópinn varðandi ákveðna hluti sem voru ekki að ganga. Ég bindi vonir við að þessar breytingar lagi það. Að menn fari að sjá ljósið og brosa aftur.“ Og geri ykkur þar af leiðandi samkeppnishæfari um Íslandsmeistaratitilinn? „Já klárlega. Við, eins og mörg önnur lið, stefnum á þann stóra. Eins og komið hefur fram í viðtölum við aðra þjálfara yfir tímabilið hefur deildin sjaldan eða aldrei verið eins sterk. Miðað við það sem að maður heyrir í kringum sig á hún eftir að styrkjast enn frekar áður en að félagsskiptaglugginn lokar. Það er bara stuð og stemning framundan.“ Bónus-deild karla Grindavík Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Sjá meira
Fjarvera Jóhanns Þórs á hliðarlínunni í leiknum gegn Tindastól í Síkinu í síðustu umferð vakti athygli. Í þeim leik gekk allt á afturfótunum hjá Grindavík en það er góð og gild ástæða fyrir fjarveru Jóhanns. „Ég datt af hestbaki og fékk vægan heilahristing. Er svona rétt að skríða saman. Ætli það sé ekki svipað ástand á mér og Jeremy Pargo (nýjum leikmanni Grindavíkur) fyrir leikinn gegn Stjörnunni, bundnar vonir við að ég verði þarna á morgun en þetta er metið frá degi til dags. Ég er allur að koma til en púlsinn fer kannski óþægilega hátt upp þegar að maður þjálfar og það er kannski ekki mælt með því eftir svona. En ég reikna allavegana með því að vera á bekknum, hversu mikið ég skipti mér af kemur bara í ljós.“ Um leikinn gegn Tindastól, sem Grindavík tapaði með átján stigum, hafði Jóhann þetta að segja: „Við vorum bara heilt yfir mjög slakir. Erum að díla við ákveðna hluti sem við höfum verið að vinna í og höfum verið að gera núna á nýju ári. Við höfum ekki séð þær framfarir sem við hefðum viljað sjá en bindum vonir við að þessar breytingar sem við gerum núna komi með eitthvað að borðinu. Bara svo ég segi það þá var kominn pirringur í hópinn varðandi ákveðna hluti sem voru ekki að ganga. Ég bindi vonir við að þessar breytingar lagi það. Að menn fari að sjá ljósið og brosa aftur.“ Og geri ykkur þar af leiðandi samkeppnishæfari um Íslandsmeistaratitilinn? „Já klárlega. Við, eins og mörg önnur lið, stefnum á þann stóra. Eins og komið hefur fram í viðtölum við aðra þjálfara yfir tímabilið hefur deildin sjaldan eða aldrei verið eins sterk. Miðað við það sem að maður heyrir í kringum sig á hún eftir að styrkjast enn frekar áður en að félagsskiptaglugginn lokar. Það er bara stuð og stemning framundan.“
Bónus-deild karla Grindavík Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Sjá meira