Yfirmenn Euroleague deildarinnar hafa tekið ákvörðun um að úrslitahelgin í ár verði haldin í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir 23. maí næstkomandi og úrslitaleikurinn 26. maí.
Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem úrslitaleikir EuroLeague fara fram utan Evrópu. Að venju fara síðustu leikirnir fram á hlutlausum velli.
Liðin í EuroLeague spila 34 leiki í deildarkeppninni og nú eru ellefu leikir eftir. Sex efstu liðin komast beint í úrslitakeppnina og næstu fjögur spila síðan um hin tvö sætin.
Martin Hermannsson og félagar í ALBA Berlin eru langneðstir í deildinni og eiga ekki lengur raunhæfa möguleika á að komast í úrslitakeppnina.
Eins og eru það gríska liðið Olympiacos sem er efst með 16 sigra í 23 leikjum en tyrkneska félagið Fenerbahce er með fimmtán sigri í 22 leikjum.
Gríska félagið Panathinaikos er ríkjandi meistari eftir sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum en fyrrnefnd topplið í ár, Olympiacos og Fenerbahce, komust í undanúrslitin í fyrra. Úrslitahelgina í fyrra var spiluð í Uber Arena í Berlín í Þýskalandi.