Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Sneri baki í á­horf­endur og hámaði í sig snakk

Magnús Þór Gunnarsson þreytti frumraun sína sem sérfræðingur í setti á Subway Körfuboltakvöldi. Hann rifjaði þar upp góða sögu frá ferlinum þar sem sást til hans snúa baki í áhorfendur og háma í sig snakk á varamannabekk Keflavíkur. 

Körfubolti
Fréttamynd

Treystu ferlinu og sóttu sjöunda sigurinn í röð

Philadelphia 76ers héldu áfram sigurgöngu sinni og liðið hefur nú unnið sjö deildarleiki í röð eftir að tapa þeim fyrsta. Alls fóru níu leikir fram í nýju móti innan NBA í nótt. Öll lið hafa nú leikið einu sinni í riðlakeppni mótsins. 

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun og við­töl: Breiða­blik - Njarð­vík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki

Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina.

Körfubolti
Fréttamynd

„Hún er það góð“

Caitlin Clark er fyrir löngu orðin stórstjarna í bandarísku íþróttalífi eftir frammistöðu sína í bandaríska háskólakörfuboltanum síðustu ár.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun: Rúmenía - Ís­land 82-70 | Kaflaskiptur tapleikur þegar Helena bætti leikjametið

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætti Rúmeníu ytra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025. Íslenska liðið byrjaði mjög vel og lék fantagóðan varnarleik lengst af leik en sóknarleikurinn vildi ekki fylgja með og úr því varð að Ísland tapaði með 12 stiga mun í Constanta. Helena Sverrisdóttir bætti leikjametið fyrir íslenska landsliðið og skoraði fjögur stig í 80. landsleik sínum.

Körfubolti