Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2025 11:01 DeAndre Kane átti góðan leik í Garðabænum í gær. stöð 2 sport DeAndre Kane var sæll og sáttur eftir sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 91-105, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Hann segir að tapið í öðrum leiknum hafi verið eitt það erfiðasta á löngum ferli. Grindvíkingar voru 2-0 undir í einvíginu gegn Stjörnumönnum og þurftu að vinna leikinn í Umhyggjuhöllinni í gær til að forðast sumarfrí. Það tókst og liðin mætast því í fjórða sinn í Smáranum á föstudaginn. Kane skoraði átján stig, tók fjórtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar í Garðabænum í gær. Hann var valinn Just Wingin' It maður leiksins af Bónus körfuboltakvöldi og mætti í settið hjá Stefáni Árna Pálssyni og félögum í gær. „Mér líður vel, að ná útisigri hér og fara með einvígið aftur í Smárann er gott. Ég er ánægður fyrir hönd strákanna að spila vel, sérstaklega þeirra sem komu af bekknum. Bragi [Guðmundsson], Arnór [Tristan Helgason], Valur [Orri Valsson] og LG [Lagio Grantsaan] spiluðu mjög vel og gáfu okkur kraft og það er það sem við þurfum í framhaldinu til að klára þetta einvígi,“ sagði Kane. Hann hafði aldrei fagnað sigri á Stjörnunni fyrr en í gær. „Af einhverjum ástæðum hefur Stjarnan haft tak á mér. Síðustu tvö ár hafa verið flautukörfur og atriði undir lok leikja og þeir vinna alltaf. En það verður að hrósa þeim. Þeir eru gott lið, vel þjálfað og það er erfitt að verjast þeim með öllum „dribble handoffs“ og skytturnar á gólfinu. Við reynum bara að trufla öll skot og stíga stóra manninn [Shaquille Rombley] út. Það hjálpaði okkur að hann var í villuvandræðum,“ sagði Kane. Hann var sár og svekktur eftir annan leikinn í einvíginu þar sem Grindavík kastaði frá sér góðu forskoti á lokamínútunum og tapaði, 99-100. „Það var sennilega eitt af erfiðustu töpunum á mínum ferli. Að vera tíu stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir og tapa leiknum fyrir framan stuðningsmennina okkar sat í mér í viku. Eftir leikinn fór ég heim og held ég hafi ekki farið í sturtu fyrr en klukkan sjö um morguninn,“ sagði Kane. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við DeAndre Kane Sem fyrr sagði mætast Grindavík og Stjarnan í Smáranum á föstudaginn. Kane lofaði svo að hann myndi mæta aftur í Umhyggjuhöllina með félögum sínum í oddaleik næsta mánudag. Viðtalið við Kane má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 28. apríl 2025 23:43 „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2025 23:34 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Grindvíkingar voru 2-0 undir í einvíginu gegn Stjörnumönnum og þurftu að vinna leikinn í Umhyggjuhöllinni í gær til að forðast sumarfrí. Það tókst og liðin mætast því í fjórða sinn í Smáranum á föstudaginn. Kane skoraði átján stig, tók fjórtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar í Garðabænum í gær. Hann var valinn Just Wingin' It maður leiksins af Bónus körfuboltakvöldi og mætti í settið hjá Stefáni Árna Pálssyni og félögum í gær. „Mér líður vel, að ná útisigri hér og fara með einvígið aftur í Smárann er gott. Ég er ánægður fyrir hönd strákanna að spila vel, sérstaklega þeirra sem komu af bekknum. Bragi [Guðmundsson], Arnór [Tristan Helgason], Valur [Orri Valsson] og LG [Lagio Grantsaan] spiluðu mjög vel og gáfu okkur kraft og það er það sem við þurfum í framhaldinu til að klára þetta einvígi,“ sagði Kane. Hann hafði aldrei fagnað sigri á Stjörnunni fyrr en í gær. „Af einhverjum ástæðum hefur Stjarnan haft tak á mér. Síðustu tvö ár hafa verið flautukörfur og atriði undir lok leikja og þeir vinna alltaf. En það verður að hrósa þeim. Þeir eru gott lið, vel þjálfað og það er erfitt að verjast þeim með öllum „dribble handoffs“ og skytturnar á gólfinu. Við reynum bara að trufla öll skot og stíga stóra manninn [Shaquille Rombley] út. Það hjálpaði okkur að hann var í villuvandræðum,“ sagði Kane. Hann var sár og svekktur eftir annan leikinn í einvíginu þar sem Grindavík kastaði frá sér góðu forskoti á lokamínútunum og tapaði, 99-100. „Það var sennilega eitt af erfiðustu töpunum á mínum ferli. Að vera tíu stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir og tapa leiknum fyrir framan stuðningsmennina okkar sat í mér í viku. Eftir leikinn fór ég heim og held ég hafi ekki farið í sturtu fyrr en klukkan sjö um morguninn,“ sagði Kane. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við DeAndre Kane Sem fyrr sagði mætast Grindavík og Stjarnan í Smáranum á föstudaginn. Kane lofaði svo að hann myndi mæta aftur í Umhyggjuhöllina með félögum sínum í oddaleik næsta mánudag. Viðtalið við Kane má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 28. apríl 2025 23:43 „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2025 23:34 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 28. apríl 2025 23:43
„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2025 23:34