Körfubolti

Almar Orri til Miami há­skólans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Almar Orri Atlason fagnar sigri með Bradley háskólanum þar sem hann hefur spilað síðustu tvö ár.
Almar Orri Atlason fagnar sigri með Bradley háskólanum þar sem hann hefur spilað síðustu tvö ár. Getty/Michael Wade

Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Almar Orri Atlason er búinn að finna sér skóla fyrir næsta tímabil í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Almar ætlar að spila með Miami University næsta vetur. Almar hefur verið í tvö ár í Bradley University en skiptir nú yfir til Miami.

Miami University er þó ekki frá Miami í Flórída eins og einhver gæti haldið heldur er hann í háskólabænum Oxford í Ohio fylki. Bradley University er í Peoria í Illinois fylki og Almar fer því ekki mjög langt.

Almar hefur verið einn efnilegasti körfuboltamaður landsins síðustu ár og lykilmaður í unglingalandsliðum. Hann er uppalinn í KR.

Í úrslitakeppni Eurobasket hjá tuttugu ára landsliðum í fyrra þá var Almar með 16,1 stig, 5,0 fráköst og 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

„Við erum ánægðir með að fá Almar inn í Miami fjölskylduna. Hann passar frábærlega inn í allt hjá okkur, námslega, félagslega og körfuboltalega. Hann er kemur með mikla fjölhæfni og hæfileika inn í okkar lið,“ sagði Travis Steele, þjálfari Miami í frétt um komu Almars á heimasíðu skólans.

Almar var með 5,7 stig og 2,0 fráköst á 18,4 mínútum í leik á öðru ári sínu með Bradley en skoraði mest 28 stig í einum leik. Liðið vann 28 af 37 leikjum sínum.

„Við teljum að við getum nýtt vel hans hæfileika í okkar sóknarleik. Almar er að koma frá Bradley sem er var lið í hæsta gæðaflokki og lið sem þekkir það að vinna. Við metum mikils leikmenn sem vita hvað þarf til að vinna,“ sagði Steele.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×