„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. apríl 2025 21:58 Baldur Þór fer yfir málin með sínum mönnum. Vísir/Guðmundur Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var gríðarlega ánægður með sigur Stjörnunnar á Grindavík í dag, í leik þar sem Stjörnumenn hálfpartinn stálu sigrinum á lokasekúndunum. „Þetta var bara eitthvað úrslitakeppnisrugl. Þetta dettur okkar megin og einhverjar sóknir hér og þar. Við vorum í svaklegum vandræðum með [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane, þeir voru stórkostlegir á þessum kafla og við náðum einhvern veginn að hrista upp því þægindasvæði hjá þeim þarna í lokin og strákarnir geggjaðir,“ sagði Baldur Þór í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir ótrúlegar lokasekúndur. Stjörnumenn lentu fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum og síðan tíu stigum undir í fjórða leikhluta en náði samt sem áður að kría út sigur. „Eiginlega snerist þetta aldrei þannig að þetta var okkur í hag, þetta bara endaði þarna. Það var geggjað þegar við komum með þrjá þrista í röð í fjórða leikhluta. Það var sterkt og kom með orkugeðveiki inn í þetta. Annars náðum við geggjuðum stoppum, náðum að tvöfalda vel held ég á toppnum.“ Í fjórða leikhluta varð áhugavert atvik þegar Ólafur Ólafsson keyrði á körfuna en Shaquille Rombley varði skot hans. Grindvíkingar mótmæltu og vildu meina að Rombley hefði varið skotið ólöglega, Stjörnumenn fóru í sókn og Grindvíkingar brutu. Í kjölfarið óskuðu Grindvíkingar eftir að atvikið á undan yrði skoðað og virtist enginn vita hvort það mætti eða ekki, enda búið að dæma annan dóm eftir að hitt atvikið átti sér stað. „Ég kann ekki reglurnar á þessu. Mér fannst leikurinn vera kominn í næstu sókn og ekki verið dílað við þetta augnablik strax. Ég verð að viðurkenna það að ég kann ekki reglurnar hvort það megi skoða þetta eða ekki, ég treysti Simma [Sigmundi Má Herbertssyni dómara] og hann hlýtur að kunna þetta töluvert betur en ég.“ Sigmundur Már Herbertsson og Jón Þór Eyþórsson, dómarar í leik kvöldsins, skoða atvik úr leiknum í skjá.Vísir/Guðmundur „Ég ætla bara að treysta Sigmundi, að hann hafi rétt fyrir sér. Það er ekkert annað hægt að segja, hann er fagmaður með meiri reynslu en ég að taka dómaraákvarðanir. Hann hlýtur að hafa rétt fyrir sér.“ Ægir Þór Steinarsson skoraði sigurkörfuna í leiknum eftir að hafa keyrt upp völlinn eftir innkast Stjörnumanna á eigin vallarhelmgini. „Við vissum að Óli væri á honum og ef Ægir kemur á ákveðnu tempói þá er erfitt fyrir Óla að halda svona hraða fyrir framan sig. Þetta kom í hausinn á manni þarna þegar einhverjir hérna fyrir ofan voru að benda á að við ættum boltann, þá kom þetta.“ Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
„Þetta var bara eitthvað úrslitakeppnisrugl. Þetta dettur okkar megin og einhverjar sóknir hér og þar. Við vorum í svaklegum vandræðum með [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane, þeir voru stórkostlegir á þessum kafla og við náðum einhvern veginn að hrista upp því þægindasvæði hjá þeim þarna í lokin og strákarnir geggjaðir,“ sagði Baldur Þór í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir ótrúlegar lokasekúndur. Stjörnumenn lentu fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum og síðan tíu stigum undir í fjórða leikhluta en náði samt sem áður að kría út sigur. „Eiginlega snerist þetta aldrei þannig að þetta var okkur í hag, þetta bara endaði þarna. Það var geggjað þegar við komum með þrjá þrista í röð í fjórða leikhluta. Það var sterkt og kom með orkugeðveiki inn í þetta. Annars náðum við geggjuðum stoppum, náðum að tvöfalda vel held ég á toppnum.“ Í fjórða leikhluta varð áhugavert atvik þegar Ólafur Ólafsson keyrði á körfuna en Shaquille Rombley varði skot hans. Grindvíkingar mótmæltu og vildu meina að Rombley hefði varið skotið ólöglega, Stjörnumenn fóru í sókn og Grindvíkingar brutu. Í kjölfarið óskuðu Grindvíkingar eftir að atvikið á undan yrði skoðað og virtist enginn vita hvort það mætti eða ekki, enda búið að dæma annan dóm eftir að hitt atvikið átti sér stað. „Ég kann ekki reglurnar á þessu. Mér fannst leikurinn vera kominn í næstu sókn og ekki verið dílað við þetta augnablik strax. Ég verð að viðurkenna það að ég kann ekki reglurnar hvort það megi skoða þetta eða ekki, ég treysti Simma [Sigmundi Má Herbertssyni dómara] og hann hlýtur að kunna þetta töluvert betur en ég.“ Sigmundur Már Herbertsson og Jón Þór Eyþórsson, dómarar í leik kvöldsins, skoða atvik úr leiknum í skjá.Vísir/Guðmundur „Ég ætla bara að treysta Sigmundi, að hann hafi rétt fyrir sér. Það er ekkert annað hægt að segja, hann er fagmaður með meiri reynslu en ég að taka dómaraákvarðanir. Hann hlýtur að hafa rétt fyrir sér.“ Ægir Þór Steinarsson skoraði sigurkörfuna í leiknum eftir að hafa keyrt upp völlinn eftir innkast Stjörnumanna á eigin vallarhelmgini. „Við vissum að Óli væri á honum og ef Ægir kemur á ákveðnu tempói þá er erfitt fyrir Óla að halda svona hraða fyrir framan sig. Þetta kom í hausinn á manni þarna þegar einhverjir hérna fyrir ofan voru að benda á að við ættum boltann, þá kom þetta.“
Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira