Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Viðar: Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það

„Þórsararnir sóttu á okkur og við vorum í smá eltingaleik. Í fyrri hálfleik vorum svo svolítið flatir og orkulitlir. Svo þegar við vinnum okkur til baka kostar það orku. Þessi skot sem við vorum að klikka á í fjórða leikhluta voru kannski frekar óskynsamleg og það er dýrt á móti svona góðu liði,“ sagði Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir tap gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Skóla­stjórinn í Ás­lands­skóla í ó­tíma­bundið leyfi

Skólastjóri í Áslandsskóla er kominn í ótímabundið veikindaleyfi eftir að frá því var greint að honum hefði verið vikið frá störfum við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilaboðasendingar til leikmanns í kvennaflokki. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að verið sé að skoða heildarmynd málsins en bærinn hafi fengið viðbrögð frá starfsfólki og foreldrum í skólanum undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Mikil spenna og mikið skorað í NBA í nótt

Það fóru nokkrir rosalegir leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar Los Angeles Lakers þurftu framlengingu til að vinna Detroit Pistons, Dallas Mavericks unnu Golden State Warriors í háspennuleik og Atlanta Hawks unnu Toronto Raptors.

Körfubolti
Fréttamynd

Segir smit­hættuna meiri á í­þrótta­við­burðum

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að smithætta sé meiri á íþróttaviðburðum en til að mynda í leikhúsi. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann fór yfir nýjustu breytingar á sóttvarnar takmörkunum.

Sport
Fréttamynd

Durant og James vinsælastir

LeBron James skoraði þrefalda tvennu fyrir meistara LA Lakers í nótt þegar þeir stungu Denver Nuggets af í seinni hálfleik og unnu 114-93, í NBA-deildinni í körfubolta. Þar mættust liðin sem léku til úrslita í vesturdeildinni í fyrra.

Körfubolti
Fréttamynd

Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið

Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn.

Körfubolti