Eigandi Phoenix Suns og Mercury selur eftir að vera dæmdur í bann vegna kvenhaturs og rasisma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2022 23:31 Vill ekki vera „truflun“ og hefur ákveðið að selja en þó eflaust aðeins fyrir rétt verð. Christian Petersen/Getty Images Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta og Phoenix Mercury í WNBA-deildinni, hefur ákveðið að selja eftir að hann var dæmdur í árs bann og sektaður um einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Í október á síðasta ári komst hinn sextugi Sarver í fréttirnar þar sem í ljós hafði komið að hann væri ekki beint hinn fullkomni eigandi né yfirmaður. Sarver, sem keypti Suns upphaflega árið 2004, var ásakaður um kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu og annað áreiti. Tæpum mánuði síðar var staðfest að NBA-deildin hefði hafið rannsókn á hegðun Sarver í gegnum árin. Hann hafði áður verið gagnrýndur fyrir að skipta sér of mikið af liðinu en þetta voru ásakanir af allt öðrum toga. Rannsókn deildarinnar lauk nýverið og ásamt því að vera dæmdur í ársbann frá körfubolta þá var Sarver sektaður um 10 milljónir Bandaríkjadala eða einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Vegna þess hefur Sarver ákveðið að selja bæði Sólirnar og Mercury. Samkvæmt frétt The Washington Post eru Sólirnar metnar á 1.8 milljarð Bandaríkjadala í dag en ekki kemur fram hvort kaup á Mercury sé inn í þeirri jöfnu. Í yfirlýsingu sem Sarver gaf frá sér sagðist hann ekki vilja vera „truflun“ og að hann vilji „aðeins það besta“ fyrir bæði félög.“ Sarver tók einnig fram að hann sé trúaður og trúi á fyrirgefningu, það sé hins vegar ljóst að miðað við umræðu undanfarinna daga þá sé ekki hægt að aðskilja félögin frá því sem hann hafi gert í fortíðinni og því hafi hann hafið leit að nýjum eiganda. Robert Sarver, 2021: "I am OUTRAGED at these entirely false allegations!"Robert Sarver, 2022: "alas! I am but a humble man on a personal mission to seek forgiveness and enlightenment! truly our sick world is to blame for its inability to forgive me" pic.twitter.com/HiD924WQc2— Rodger Sherman (@rodger) September 21, 2022 Phoenix Suns tapaði 4-3 fyrir Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa farið alla leið í úrslit árið áður. Phoenix Mercury tapaði í fyrstu umferð úrslitakeppni WNBA gegn verðandi meisturum í Las Vegas Aces. Körfubolti NBA Kynþáttafordómar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira
Í október á síðasta ári komst hinn sextugi Sarver í fréttirnar þar sem í ljós hafði komið að hann væri ekki beint hinn fullkomni eigandi né yfirmaður. Sarver, sem keypti Suns upphaflega árið 2004, var ásakaður um kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu og annað áreiti. Tæpum mánuði síðar var staðfest að NBA-deildin hefði hafið rannsókn á hegðun Sarver í gegnum árin. Hann hafði áður verið gagnrýndur fyrir að skipta sér of mikið af liðinu en þetta voru ásakanir af allt öðrum toga. Rannsókn deildarinnar lauk nýverið og ásamt því að vera dæmdur í ársbann frá körfubolta þá var Sarver sektaður um 10 milljónir Bandaríkjadala eða einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Vegna þess hefur Sarver ákveðið að selja bæði Sólirnar og Mercury. Samkvæmt frétt The Washington Post eru Sólirnar metnar á 1.8 milljarð Bandaríkjadala í dag en ekki kemur fram hvort kaup á Mercury sé inn í þeirri jöfnu. Í yfirlýsingu sem Sarver gaf frá sér sagðist hann ekki vilja vera „truflun“ og að hann vilji „aðeins það besta“ fyrir bæði félög.“ Sarver tók einnig fram að hann sé trúaður og trúi á fyrirgefningu, það sé hins vegar ljóst að miðað við umræðu undanfarinna daga þá sé ekki hægt að aðskilja félögin frá því sem hann hafi gert í fortíðinni og því hafi hann hafið leit að nýjum eiganda. Robert Sarver, 2021: "I am OUTRAGED at these entirely false allegations!"Robert Sarver, 2022: "alas! I am but a humble man on a personal mission to seek forgiveness and enlightenment! truly our sick world is to blame for its inability to forgive me" pic.twitter.com/HiD924WQc2— Rodger Sherman (@rodger) September 21, 2022 Phoenix Suns tapaði 4-3 fyrir Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa farið alla leið í úrslit árið áður. Phoenix Mercury tapaði í fyrstu umferð úrslitakeppni WNBA gegn verðandi meisturum í Las Vegas Aces.
Körfubolti NBA Kynþáttafordómar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira