Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið

Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugliðar og Icelandair funda aftur á morgun

Ríkissáttasemjari ákvað að boða til annars fundar klukkan fimm síðdegis á morgun sem þýðir, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, að einhver gangur hefur verið í viðræðunum í dag sem stóð í um ellefu klukkustundir.

Innlent
Fréttamynd

Samið við Icelandair um lágmarksflugsamgöngur í sumar

Til greina kemur að bæta flugferðum til Kaupmannahafnar og New York við ferðir til Boston, London og Stokkhólms með nýjum samningi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert við Icelandair. Samningurinn er sagður tryggja lágmarksflugferðir til Evrópu og Bandaríkjanna fram undir lok júní.

Innlent
Fréttamynd

Flugmenn og Icelandair funda

Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair eru fundi þar sem samningaviðræður fara fram um hugsanlega kjarasamninga. Samninganefndirnar hittust klukkan hálf tvö í húsakynnum Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot“

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki útlit fyrir frekari viðræður Icelandair og flugfreyja

Forstjóri Icelandair segir áhyggjuefni að ekki verði lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu kemur fram að ekki hafi verið boðað til frekari funda og að ekki sé útlit fyrir að svo verði eftir að fundi var slitið fyrir hádegi í dag.

Innlent