Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2022 22:12 Linda Gunnarsdóttir er yfirflugstjóri Icelandair og jafnframt flugstjóri á Boeing 757 og 767-þotum félagsins. Vísir Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. Í umræðunni að undanförnu hefur verið rætt um að nýjan varaflugvöll þurfi suðvestanlands. En hvaða þýðingu hefur Reykjavíkurflugvöllur sem slíkur og þarf einhvern annan völl? Í fréttum Stöðvar 2 segir Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri Icelandair, að þörf sé á varaflugvelli suðvestanlands. „Það hefur bara gríðarlega mikla þýðingu fyrir Icelandair að nota Reykjavík sem varaflugvöll.“ Linda segir Icelandair nota hann í fjörutíu prósent tilvika, bæði fyrir 757 og 737-þotur félagsins, sem mynda níutíu prósent af flugflotanum. „Ef við gætum ekki notað Reykjavík sem varaflugvöll þá værum við að nota Egilsstaði og Akureyri. Þar er mjög takmarkað pláss fyrir farþegaþotur. Hvor völlur um sig tekur einungis um fjórar vélar í einu. Þannig að þá værum við að nota varaflugvelli í Norður-Evrópu,“ segir yfirflugstjórinn. Yfirflugstjóri Icelandair segir þörf á flugstöð með vopnaleit og landmæraeftirliti á Reykjavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Plássleysi á Reykjavíkurflugvelli sé þó einnig takmarkandi þáttur en þar áætli Isavia að hægt sé að leggja um tuttugu þotum. „Eftir því sem varaflugvöllur er nær þeim flugvelli sem á að lenda á, í þessu tilviki Keflavík, þá þarf að bera minna eldsneyti, sem náttúrlega kostar minni peninga og það kostar líka minni útblástur.“ Með Reykjavíkurflugvelli sparist þannig háar fjárhæðir. „Gróflega áætlað myndi kosta ca þrjú þúsund tonn af eldsneyti á ári, sem samsvarar tæplega tíu þúsund tonnum af koltvísýringi. Og ef við snúum þessu yfir í krónur og aura þá erum við að tala um einhversstaðar nálægt hálfum milljarði,“ segir Linda. En þarf eitthvað að gera á Reykjavíkurflugvelli til að styrkja hann sem varaflugvöll? „Það sem myndi nýtast okkur best er bara stærri flughlöð og betri innviðir. Flugstöð sem er til þess fallin að taka á móti millilandafarþegum og því sem þeim fylgir, eins og vopnaleit og landamæraeftirlit.“ En myndi það skaða hlutverk hans sem varaflugvallar ef Skerjafjarðarsvæðið yrði tekið undir íbúðabyggð? „Eftir því sem þrengt er meira að vellinum þeim mun bara minni verða notkunarmöguleikar til framtíðar, klárlega. Byggingar nálægt flugvöllum hafa áhrif varðandi ókyrrð og annað slíkt,“ svarar yfirflugstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Borgarstjórn Keflavíkurflugvöllur Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25 Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. 6. ágúst 2022 13:35 Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. 4. maí 2022 12:33 Ný loftferðalög skerða skipulagsvald sveitarfélaga yfir flugvöllum Ný ákvæði laga um loftferðir, sem Alþingi samþykkti á lokasprettinum í fyrrinótt, gera skipulagsreglur flugvalla rétthærri skipulagi sveitarfélaga. Bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg lögðust gegn lagabreytingunni og sagði fráfarandi borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík hana kollvarpa því skipulagsvaldi sem sveitarfélög hefðu yfir flugvöllum. 17. júní 2022 06:36 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira
Í umræðunni að undanförnu hefur verið rætt um að nýjan varaflugvöll þurfi suðvestanlands. En hvaða þýðingu hefur Reykjavíkurflugvöllur sem slíkur og þarf einhvern annan völl? Í fréttum Stöðvar 2 segir Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri Icelandair, að þörf sé á varaflugvelli suðvestanlands. „Það hefur bara gríðarlega mikla þýðingu fyrir Icelandair að nota Reykjavík sem varaflugvöll.“ Linda segir Icelandair nota hann í fjörutíu prósent tilvika, bæði fyrir 757 og 737-þotur félagsins, sem mynda níutíu prósent af flugflotanum. „Ef við gætum ekki notað Reykjavík sem varaflugvöll þá værum við að nota Egilsstaði og Akureyri. Þar er mjög takmarkað pláss fyrir farþegaþotur. Hvor völlur um sig tekur einungis um fjórar vélar í einu. Þannig að þá værum við að nota varaflugvelli í Norður-Evrópu,“ segir yfirflugstjórinn. Yfirflugstjóri Icelandair segir þörf á flugstöð með vopnaleit og landmæraeftirliti á Reykjavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Plássleysi á Reykjavíkurflugvelli sé þó einnig takmarkandi þáttur en þar áætli Isavia að hægt sé að leggja um tuttugu þotum. „Eftir því sem varaflugvöllur er nær þeim flugvelli sem á að lenda á, í þessu tilviki Keflavík, þá þarf að bera minna eldsneyti, sem náttúrlega kostar minni peninga og það kostar líka minni útblástur.“ Með Reykjavíkurflugvelli sparist þannig háar fjárhæðir. „Gróflega áætlað myndi kosta ca þrjú þúsund tonn af eldsneyti á ári, sem samsvarar tæplega tíu þúsund tonnum af koltvísýringi. Og ef við snúum þessu yfir í krónur og aura þá erum við að tala um einhversstaðar nálægt hálfum milljarði,“ segir Linda. En þarf eitthvað að gera á Reykjavíkurflugvelli til að styrkja hann sem varaflugvöll? „Það sem myndi nýtast okkur best er bara stærri flughlöð og betri innviðir. Flugstöð sem er til þess fallin að taka á móti millilandafarþegum og því sem þeim fylgir, eins og vopnaleit og landamæraeftirlit.“ En myndi það skaða hlutverk hans sem varaflugvallar ef Skerjafjarðarsvæðið yrði tekið undir íbúðabyggð? „Eftir því sem þrengt er meira að vellinum þeim mun bara minni verða notkunarmöguleikar til framtíðar, klárlega. Byggingar nálægt flugvöllum hafa áhrif varðandi ókyrrð og annað slíkt,“ svarar yfirflugstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Borgarstjórn Keflavíkurflugvöllur Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25 Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. 6. ágúst 2022 13:35 Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. 4. maí 2022 12:33 Ný loftferðalög skerða skipulagsvald sveitarfélaga yfir flugvöllum Ný ákvæði laga um loftferðir, sem Alþingi samþykkti á lokasprettinum í fyrrinótt, gera skipulagsreglur flugvalla rétthærri skipulagi sveitarfélaga. Bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg lögðust gegn lagabreytingunni og sagði fráfarandi borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík hana kollvarpa því skipulagsvaldi sem sveitarfélög hefðu yfir flugvöllum. 17. júní 2022 06:36 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira
Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25
Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. 6. ágúst 2022 13:35
Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. 4. maí 2022 12:33
Ný loftferðalög skerða skipulagsvald sveitarfélaga yfir flugvöllum Ný ákvæði laga um loftferðir, sem Alþingi samþykkti á lokasprettinum í fyrrinótt, gera skipulagsreglur flugvalla rétthærri skipulagi sveitarfélaga. Bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg lögðust gegn lagabreytingunni og sagði fráfarandi borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík hana kollvarpa því skipulagsvaldi sem sveitarfélög hefðu yfir flugvöllum. 17. júní 2022 06:36
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41
Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20