Jón Þór ráðgjafi við úttekt á sölunni á Íslandsbanka

Jón Þór Sturluson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, er sérstakur ráðgjafi Ríkisendurskoðunar við vinnu stofnunarinnar að stjórnsýsluúttekt á sölu ríkissjóðs á 22,5 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka í útboði til fagfjárfesta í mars á þessu ári.
Tengdar fréttir

Seinna útboð ÍSB heppnaðist betur en hið fyrra, segir bankasýslustjóri
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, telur að sala ríkissjóðs á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka í mars, hafi heppnast betur en frumútboð bankans í fyrra.