Eignir í stýringu Akta lækka um þriðjung, miklar innlausnir í stærstu sjóðunum
![Eignir í stýringu Akta lækkuðu um 19 milljarða á fyrri árshelmingi.](https://www.visir.is/i/6589CD6A241A244057212C7E598E01678C9AF1E6DFBEAD377F5D61EF76C132DA_713x0.jpg)
Mikill samdráttur einkenndi rekstur og afkomu sjóðastýringarfyrirtækisins Akta, sem hefur vaxið mjög hratt á skömmum tíma, á fyrri helmingi þessa árs samhliða erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum. Akta hagnaðist aðeins um 2,5 milljónir, borið saman við 1,3 milljarða hagnað á sama tíma fyrir ári, og margra milljarða króna útflæði var úr helstu fjárfestingarsjóðum í stýringu félagsins.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/3411664A69BFE9DF141C04FCE313391F6BA9496F84EF97FB32525AE823E4E4A9_308x200.jpg)
Akta byggir upp stöðu í Skel og komið í hóp stærstu hluthafa
Akta hefur í þessum mánuði verið að kaupa bréf í Skel, sem áður hét Skeljungur, og fer nú að lágmarki með rúmlega 1,2 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu í gegnum tvo sjóði í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins. Í krafti þess eignarhlutar er Akta tíundi stærsti hluthafi Skel en núverandi markaðsvirði þeirra bréfa er um 370 milljónir króna.
![](https://www.visir.is/i/D3D1E5D32CA9A976BE720C60E3C559D55EEE60877941AA0DAD172E8FDCA65AEB_308x200.jpg)
Akta seldi fyrir minnst milljarð í ÍSB, Gildi keypti fyrir nærri tvo
Akta sjóðir hafa selt hlutabréf í Íslandsbanka fyrir minnst milljarð króna á síðustu dögum og á sama tíma hefur Gildi lífeyrissjóður bætt verulega við hlut sinn í bankanum.