Lærði kínversku og smyglaði Red Bull inn í Ólympíuþorpið fyrir Hreiðar Bjarni Fritzson lærði nokkur orð í kínversku á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og smyglaði Red Bull orkudrykkjum inn í Ólympíuþorpið. Handbolti 22. desember 2022 09:01
Aron á heimleið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. Handbolti 22. desember 2022 07:44
„Geggjað að vera í liði sem ætlar að vinna alla leiki og það er ekkert annað í boði“ Það er áþreifanleg pressa að spila fyrir Veszprém sem vill alltaf vinna alla titla segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson. Hann er nú á sínu fyrsta tímabili í Ungverjalandi. Handbolti 22. desember 2022 06:01
Viktor Gísli sneri aftur í mark Nantes Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson sneri aftur í lið Nantes í kvöld þegar liðið tapaði með minnsta mun gegn stórliði París Saint-Germain, lokatölur 33-32 PSG í vil. Handbolti 21. desember 2022 22:45
Íslendinglið Ribe-Esbjerg áfram en Álaborg úr leik Ribe-Esbjerg er komið í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar í handbolta á meðan Aron Pálmarsson og félagar í Álaborg eru úr leik. Handbolti 21. desember 2022 21:15
Íslensku tvíeykin allt í öllu þegar Gummersbach og Magdeburg komust í átta liða úrslit Íslendingaliðin Gummersbach og Magdeburg tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta. Eyjamennirnir í liði Gummersbach áttu frábæran leik í kvöld á meðan íslenska tvíeykið í liði Magdeburg var að venju öflugt. Handbolti 21. desember 2022 20:31
Stórkostlegur Sigvaldi Björn í enn einum sigri Kolstad Sigvaldi Björn Guðjónsson kom, sá og sigraði þegar Kolstad vann níu marka sigur á Haslum í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 40-31 og Kolstad enn með fullt hús stiga. Handbolti 21. desember 2022 19:45
Guðmundur fær auka dag til að velja hópinn fyrir HM Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fær auka dag til að taka lokaákvörðun varðandi íslenska hópinn sem fer á HM í janúar. Handbolti 21. desember 2022 16:15
Bið FH-inga eftir stórum styrktaraðila í handboltanum á enda Lyfjafyrirtækið Coripharma er nýr aðalsamstarfsaðili handknattleiksdeildar FH. Samstarf Coripharma og FH verður afar víðtækt og mun bæði snerta á uppbyggingu yngriflokka starfsins og einnig efla enn frekar hið öfluga afreksstarf deildarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Handbolti 21. desember 2022 13:17
Jónatan um brotthvarf sitt frá KA: „Engin dramatík í þessu“ Jónatan Magnússon mun hætta sem þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta að tímabilinu loknu. Jónatan segir ástæðuna einfalda, hann hafi verið lengi með liðið og tími til kominn að fá inn ferskt blóð. Að sama skapi segir hann að arftaki sinn muni taka við góðu búi enda sé vel staðið að öllu hjá KA. Handbolti 21. desember 2022 07:01
„Það væri ekkert eðlilega falleg jólasaga ef Stiven fengi tækifærið“ Arnar Daði Arnarsson, einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar og Handkastsins, um Olís deild karla sem og íslenska landsliðið velti fyrir sér hvernig landsliðshópur Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, fyrir HM í janúar myndi líta út. Vísir spurði því „Sérfræðinginn“ einfaldlega hvernig hann sæi þetta fyrir sér. Handbolti 20. desember 2022 23:31
Sveinn í undanúrslit | Tugur íslenskra marka í Svíþjóð Sveinn Jóhannsson er kominn í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar í handbolta. Þá skoruðu íslenskir leikmenn sænska úrvalsdeildarliðsins Skara alls tíu mörk í kvöld en það dugði ekki til. Handbolti 20. desember 2022 22:01
Ómar Ingi og Sandra Erlings Handknattleiksfólk ársins 2022 Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta íslenska landsliðsins og Þýskalandsmeistara Magdeburgar, og Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og íslenska landsliðsins, eru Handknattleiksfólk ársins að mati Handknattleikssambands Íslands. Handbolti 20. desember 2022 17:45
Línumaður og hornamaður stilla saman strengi sína og gefa út jólalag Handboltamennirnir Kári Kristján Kristjánsson og Svanur Páll Vilhjálmsson eru ekki bara lunknir með boltann í höndunum. Liðsfélagarnir hjá ÍBV hafa nú stillt saman strengi sína og gefið út jólalag. Handbolti 19. desember 2022 21:00
Vandræði Bjarna og félaga halda áfram Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við enn eitt tapið er liðið tók á móti Alingsås í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 26-30, en Skövde er nú án sigurs í 11 af seinustu 13 leikjum sínum í öllum keppnum. Handbolti 19. desember 2022 20:00
Danir tilkynna hverjir eiga að verja heimsmeistaratitilinn í annað sinn Nicolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, hefur valið 18 manna leikmannahóp sem mun taka þátt á HM karla í handbolta í Svíþjóð og Póllandi í næsta mánuði. Handbolti 19. desember 2022 19:00
Stiven með bestu skotnýtinguna meðal þeirra markahæstu í Evrópudeildinni Valsmaðurinn Stiven Tobar Valencia er með bestu skotnýtingu af þrjátíu markahæstu leikmönnum Evrópudeildarinnar í handbolta. Handbolti 19. desember 2022 16:31
„Lélegasta tölfræði sem aðstoðarmaður hefur skilað af sér“ Karlalið Vals í handbolta fagnar fríinu eftir mikið álag síðustu vikur. Meiðsli hafa hrjáð liðið síðustu vikur en liðið er þrátt fyrir það efst í Olís-deildinni, komið áfram í bikarnum og á góðan möguleika á áframhaldi í Evrópudeildinni á nýju ári. Handbolti 19. desember 2022 11:31
Dómarar Stjörnuleiksins Eyjum þurftu tvívegis að kíkja í Varsjána Hinn árlegi stjörnuleikur fór fram í Vestmannaeyjum um helgina þar sem handboltastjörnur úr íþróttafélaginu Ægi létu ljós sitt skína. Svava Kristín Gretarsdóttir kannaði betur hvað var í gangi. Handbolti 19. desember 2022 09:33
Beitti „Júggabragðinu“ í grannaslagnum Hendrik Pekeler, leikmaður Kiel, beitti sannkölluðu bellibragði í leiknum gegn Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Handbolti 19. desember 2022 08:30
Rúnar og Viggó slegnir niður á jörðina Leipzig laut í lægra haldi í fyrsta skipti eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við stjórnartaumunum hjá liðinu þegar liðið fékk Arnór Þór Gunnarsson og samherja hans hjá Bergischer í heimsókn í þýsku efstu deildinni í handbolta karla í kvöld. Handbolti 18. desember 2022 20:59
Flensburg valtaði yfir Kiel | Hákon Daði minnti á sig rétt fyrir landsliðsval Flensburg vann óvæntan stórsigur í þýska handbotlanum er liðið valtaði yfir Kiel 36-23. Kiel var í efsta sæti þýsku deildarinnar fyrir leik. Íslensku landsliðsmennirnir í handbolta voru á sínum stað þegar fjórum leikjum er lokið í þýska handboltanum. Sport 18. desember 2022 15:15
Óðinn Þór sá til þess að Schaffhausen komst aftur á sigurbraut Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen komust aftur á sigurbraut þegar Kadetten Schaffhausen vann St. Gallen í svissneska handboltanum. Í síðustu fjórum deildarleikjum hafði Kadetten Schaffhausen tapað tveimur leikjum og gert tvö jafntefli. Sport 18. desember 2022 14:30
Ómar Ingi og Gísli Þorgeir í liði umferðarinnar Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmenn Magdeburg, voru í liði 10. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Sport 18. desember 2022 12:30
Daníel áfram í HBW Balingen-Weilstetten Daníel Þór Ingason, landsliðsmaður í handbolta, hefur framlengt samning sinn við HBW Balingen-Weilstetten til 2025. Sport 18. desember 2022 11:30
Bjarki Már Elíasson með 100% nýtingu í sigri Bjarki Már Elíasson fór mikinn með liði sínu Telekom Veszprém í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í dag gegn HÉP-Cegléd. Veszprém vann leikinn örugglega og var Bjarki næst markahæstur í liði sínu. Handbolti 17. desember 2022 20:15
Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburg Íslendingarnir tveir í Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson áttu mjög flotta frammistöðu í dag þegar Magdeburg lagði Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Leikurinn endaði 31-28 og var Ómar Ingi markahæstur. Handbolti 17. desember 2022 19:31
Lærisveinar Gumma Gumm lágu fyrir GOG Guðmundur Guðmundsson, ásamt Einari Ólafssyni, fóru í heimsókn til GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Þeir þurftu að lúta í gras fyrir topp liðið deildarinnar GOG 39-32 á útivelli. Handbolti 17. desember 2022 18:01
Víðir komst ekki norður og KA heldur áfram í 8-liða úrslit Coca-Cola bikarsins Veðrið er að setja strik í reikninginn fyrir landsmenn í dag og er handboltinn ekki undanþeginn því. Víðir úr Garði átti að fara norður til að keppa við KA í 16 liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. Þeir komust ekki og því þurfti að gefa leikinn. Handbolti 17. desember 2022 17:37
Aron Pálmarsson í eldlínunni í danska handboltanum í dag Íslendingaliðin Álaborg, Ribe-Esbjerg og Lemvig Thyboron stóðu í ströngu í dag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en Aron Pálmarson lagði heldur betur lóð á vogaskálarnar fyrir sína menn í Álaborg. Aron skoraði sjö mörk og Ribe-Esbjerg og Lemvig-Thyboron áttust við í Íslendingaslag. Handbolti 17. desember 2022 16:15