„Kannski höfum við haldið að við séum orðnir of góðir?“ Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2024 22:01 Viggó Kristjánsson ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í Köln. VÍSIR/VILHELM Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson segist loksins hafa séð „íslenska geðveiki“ í strákunum okkar í gærkvöld þegar þeir mættu Þýskalandi á EM í handbolta. Ljóst er að Ísland þarf á sams konar eða betri leik að halda á morgun þegar liðið mætir Frakklandi klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þjóðverjar enduðu á að vinna leikinn í gær afar naumlega, eftir afskaplega vafasama lokasókn sína, og eflaust tók það einhvern tíma fyrir leikmenn Íslands að jafna sig. „Það er mjög svekkjandi að ná ekki að klára þetta í gær því við spiluðum heilt yfir vel í sextíu mínútur. Það er okkur sjálfum að kenna að ná ekki í eitt stig eða tvö. Það er ágætt þegar þetta liggur í manns eigin höndum. Ef ég tala fyrir sjálfan mig… ef ég hefði bara nýtt þessi tvö víti sem ég klikkaði á í gær þá hefðum við fengið stig eða jafnvel tvö. Ég verð bara að taka ábyrgð á því. Það er betra að lifa með því en að við hefðum spilað illa,“ segir Viggó. Viggó Kristjánsson vill að sjálfsögðu að vítanýtingin skáni hjá íslenska liðinu, og var óánægður með sjálfan sig á vítalínunni í gær.VÍSIR/VILHELM „Augljóslega eitthvað vandamál“ Viggó var spurður frekar út í slæma vítanýtingu Íslands, sem er sú versta á mótinu, og hvað útskýrði hana. „Það er erfitt að segja. Ég held að heilt yfir séu Ómar, ég og Bjarki góðar vítaskyttur. En ég held að þetta sé ekki fyrsti leikurinn þar sem við klúðrum fjórum vítum, þannig að það er augljóslega eitthvað vandamál. En hvað er hægt að gera? Ég veit það ekki. Við þurfum kannski að fara með enn svalari haus í vítin, og vera enn kærulausari. Ég held að það gæti virkað vel,“ segir Viggó. Klippa: Viggó vill meiri íslenska geðveiki Fannst hann sjá „íslenska geðveiki“ Íslenska liðið er enn stigalaust eftir tvo leiki af fimm sem gilda í milliriðlinum. „Mér fannst við fá kjaftshögg gegn Ungverjum, ekki spurning, en mér fannst ég sjá alvöru metnað og anda hjá liðinu í gær. Ég held að það sé eitthvað sem við höfum saknað sem lið. Ég er ánægður með að við sýndum það í gær, alvöru baráttuvilja, og svo voru líka bara framfaraskref á okkar leik. Ef við höldum því áfram þá er ég bara bjartsýnn á þá þrjá leiki sem eftir eru í milliriðlinum,“ segir Viggó. En hvað skýrir muninn á liðinu í gær miðað við fyrstu leikina þrjá, þar sem liðið var talsvert frá sínu besta? „Kannski höfum við haldið að við séum orðnir of góðir, ég veit það ekki. Við fórum inn í leikinn í gær sem smá „underdog“ og það virðist oft hjálpa okkur. En við vitum allir að við erum frábærir handboltamenn, engin spurning. Þetta var samt í fyrsta sinn sem mér fannst ég sjá svona „íslenska geðveiki“, og ég held að við vitum allir að ef að íslenska landsliðið á að ná árangri þá þarf hún að vera til staðar. Loksins kom það í gær.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Ljóst er að Ísland þarf á sams konar eða betri leik að halda á morgun þegar liðið mætir Frakklandi klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þjóðverjar enduðu á að vinna leikinn í gær afar naumlega, eftir afskaplega vafasama lokasókn sína, og eflaust tók það einhvern tíma fyrir leikmenn Íslands að jafna sig. „Það er mjög svekkjandi að ná ekki að klára þetta í gær því við spiluðum heilt yfir vel í sextíu mínútur. Það er okkur sjálfum að kenna að ná ekki í eitt stig eða tvö. Það er ágætt þegar þetta liggur í manns eigin höndum. Ef ég tala fyrir sjálfan mig… ef ég hefði bara nýtt þessi tvö víti sem ég klikkaði á í gær þá hefðum við fengið stig eða jafnvel tvö. Ég verð bara að taka ábyrgð á því. Það er betra að lifa með því en að við hefðum spilað illa,“ segir Viggó. Viggó Kristjánsson vill að sjálfsögðu að vítanýtingin skáni hjá íslenska liðinu, og var óánægður með sjálfan sig á vítalínunni í gær.VÍSIR/VILHELM „Augljóslega eitthvað vandamál“ Viggó var spurður frekar út í slæma vítanýtingu Íslands, sem er sú versta á mótinu, og hvað útskýrði hana. „Það er erfitt að segja. Ég held að heilt yfir séu Ómar, ég og Bjarki góðar vítaskyttur. En ég held að þetta sé ekki fyrsti leikurinn þar sem við klúðrum fjórum vítum, þannig að það er augljóslega eitthvað vandamál. En hvað er hægt að gera? Ég veit það ekki. Við þurfum kannski að fara með enn svalari haus í vítin, og vera enn kærulausari. Ég held að það gæti virkað vel,“ segir Viggó. Klippa: Viggó vill meiri íslenska geðveiki Fannst hann sjá „íslenska geðveiki“ Íslenska liðið er enn stigalaust eftir tvo leiki af fimm sem gilda í milliriðlinum. „Mér fannst við fá kjaftshögg gegn Ungverjum, ekki spurning, en mér fannst ég sjá alvöru metnað og anda hjá liðinu í gær. Ég held að það sé eitthvað sem við höfum saknað sem lið. Ég er ánægður með að við sýndum það í gær, alvöru baráttuvilja, og svo voru líka bara framfaraskref á okkar leik. Ef við höldum því áfram þá er ég bara bjartsýnn á þá þrjá leiki sem eftir eru í milliriðlinum,“ segir Viggó. En hvað skýrir muninn á liðinu í gær miðað við fyrstu leikina þrjá, þar sem liðið var talsvert frá sínu besta? „Kannski höfum við haldið að við séum orðnir of góðir, ég veit það ekki. Við fórum inn í leikinn í gær sem smá „underdog“ og það virðist oft hjálpa okkur. En við vitum allir að við erum frábærir handboltamenn, engin spurning. Þetta var samt í fyrsta sinn sem mér fannst ég sjá svona „íslenska geðveiki“, og ég held að við vitum allir að ef að íslenska landsliðið á að ná árangri þá þarf hún að vera til staðar. Loksins kom það í gær.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira