„Kannski höfum við haldið að við séum orðnir of góðir?“ Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2024 22:01 Viggó Kristjánsson ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í Köln. VÍSIR/VILHELM Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson segist loksins hafa séð „íslenska geðveiki“ í strákunum okkar í gærkvöld þegar þeir mættu Þýskalandi á EM í handbolta. Ljóst er að Ísland þarf á sams konar eða betri leik að halda á morgun þegar liðið mætir Frakklandi klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þjóðverjar enduðu á að vinna leikinn í gær afar naumlega, eftir afskaplega vafasama lokasókn sína, og eflaust tók það einhvern tíma fyrir leikmenn Íslands að jafna sig. „Það er mjög svekkjandi að ná ekki að klára þetta í gær því við spiluðum heilt yfir vel í sextíu mínútur. Það er okkur sjálfum að kenna að ná ekki í eitt stig eða tvö. Það er ágætt þegar þetta liggur í manns eigin höndum. Ef ég tala fyrir sjálfan mig… ef ég hefði bara nýtt þessi tvö víti sem ég klikkaði á í gær þá hefðum við fengið stig eða jafnvel tvö. Ég verð bara að taka ábyrgð á því. Það er betra að lifa með því en að við hefðum spilað illa,“ segir Viggó. Viggó Kristjánsson vill að sjálfsögðu að vítanýtingin skáni hjá íslenska liðinu, og var óánægður með sjálfan sig á vítalínunni í gær.VÍSIR/VILHELM „Augljóslega eitthvað vandamál“ Viggó var spurður frekar út í slæma vítanýtingu Íslands, sem er sú versta á mótinu, og hvað útskýrði hana. „Það er erfitt að segja. Ég held að heilt yfir séu Ómar, ég og Bjarki góðar vítaskyttur. En ég held að þetta sé ekki fyrsti leikurinn þar sem við klúðrum fjórum vítum, þannig að það er augljóslega eitthvað vandamál. En hvað er hægt að gera? Ég veit það ekki. Við þurfum kannski að fara með enn svalari haus í vítin, og vera enn kærulausari. Ég held að það gæti virkað vel,“ segir Viggó. Klippa: Viggó vill meiri íslenska geðveiki Fannst hann sjá „íslenska geðveiki“ Íslenska liðið er enn stigalaust eftir tvo leiki af fimm sem gilda í milliriðlinum. „Mér fannst við fá kjaftshögg gegn Ungverjum, ekki spurning, en mér fannst ég sjá alvöru metnað og anda hjá liðinu í gær. Ég held að það sé eitthvað sem við höfum saknað sem lið. Ég er ánægður með að við sýndum það í gær, alvöru baráttuvilja, og svo voru líka bara framfaraskref á okkar leik. Ef við höldum því áfram þá er ég bara bjartsýnn á þá þrjá leiki sem eftir eru í milliriðlinum,“ segir Viggó. En hvað skýrir muninn á liðinu í gær miðað við fyrstu leikina þrjá, þar sem liðið var talsvert frá sínu besta? „Kannski höfum við haldið að við séum orðnir of góðir, ég veit það ekki. Við fórum inn í leikinn í gær sem smá „underdog“ og það virðist oft hjálpa okkur. En við vitum allir að við erum frábærir handboltamenn, engin spurning. Þetta var samt í fyrsta sinn sem mér fannst ég sjá svona „íslenska geðveiki“, og ég held að við vitum allir að ef að íslenska landsliðið á að ná árangri þá þarf hún að vera til staðar. Loksins kom það í gær.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Ljóst er að Ísland þarf á sams konar eða betri leik að halda á morgun þegar liðið mætir Frakklandi klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þjóðverjar enduðu á að vinna leikinn í gær afar naumlega, eftir afskaplega vafasama lokasókn sína, og eflaust tók það einhvern tíma fyrir leikmenn Íslands að jafna sig. „Það er mjög svekkjandi að ná ekki að klára þetta í gær því við spiluðum heilt yfir vel í sextíu mínútur. Það er okkur sjálfum að kenna að ná ekki í eitt stig eða tvö. Það er ágætt þegar þetta liggur í manns eigin höndum. Ef ég tala fyrir sjálfan mig… ef ég hefði bara nýtt þessi tvö víti sem ég klikkaði á í gær þá hefðum við fengið stig eða jafnvel tvö. Ég verð bara að taka ábyrgð á því. Það er betra að lifa með því en að við hefðum spilað illa,“ segir Viggó. Viggó Kristjánsson vill að sjálfsögðu að vítanýtingin skáni hjá íslenska liðinu, og var óánægður með sjálfan sig á vítalínunni í gær.VÍSIR/VILHELM „Augljóslega eitthvað vandamál“ Viggó var spurður frekar út í slæma vítanýtingu Íslands, sem er sú versta á mótinu, og hvað útskýrði hana. „Það er erfitt að segja. Ég held að heilt yfir séu Ómar, ég og Bjarki góðar vítaskyttur. En ég held að þetta sé ekki fyrsti leikurinn þar sem við klúðrum fjórum vítum, þannig að það er augljóslega eitthvað vandamál. En hvað er hægt að gera? Ég veit það ekki. Við þurfum kannski að fara með enn svalari haus í vítin, og vera enn kærulausari. Ég held að það gæti virkað vel,“ segir Viggó. Klippa: Viggó vill meiri íslenska geðveiki Fannst hann sjá „íslenska geðveiki“ Íslenska liðið er enn stigalaust eftir tvo leiki af fimm sem gilda í milliriðlinum. „Mér fannst við fá kjaftshögg gegn Ungverjum, ekki spurning, en mér fannst ég sjá alvöru metnað og anda hjá liðinu í gær. Ég held að það sé eitthvað sem við höfum saknað sem lið. Ég er ánægður með að við sýndum það í gær, alvöru baráttuvilja, og svo voru líka bara framfaraskref á okkar leik. Ef við höldum því áfram þá er ég bara bjartsýnn á þá þrjá leiki sem eftir eru í milliriðlinum,“ segir Viggó. En hvað skýrir muninn á liðinu í gær miðað við fyrstu leikina þrjá, þar sem liðið var talsvert frá sínu besta? „Kannski höfum við haldið að við séum orðnir of góðir, ég veit það ekki. Við fórum inn í leikinn í gær sem smá „underdog“ og það virðist oft hjálpa okkur. En við vitum allir að við erum frábærir handboltamenn, engin spurning. Þetta var samt í fyrsta sinn sem mér fannst ég sjá svona „íslenska geðveiki“, og ég held að við vitum allir að ef að íslenska landsliðið á að ná árangri þá þarf hún að vera til staðar. Loksins kom það í gær.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn