„Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 10:00 Janus Daði Smárason fékk að spila meira og stóð sig mjög vel. Vísir/Vilhelm Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. „Þetta var langbesta frammistaða liðsins í þessu móti og bara lengi. Mér finnst við geta gengið mjög stoltir frá þessum leik þótt að við höfum ekki unnið,“ sagði Rúnar Sigtryggsson í samtali við Aron Guðmundsson. „Þetta er kannski það sem allir, sem eru að fylgjast með, voru að búast við að sjá frá landsliðinu. Það er alveg klárt mál að fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur þá er brekka. Mér fannst við standast þetta mjög vel,“ sagði Rúnar. Fyllir mann bjartsýni „Það eru enn þá þrír leikir eftir og þetta fyllir mann bjartsýni,“ sagði Rúnar en hvað fannst honum vera jákvæðast við leik íslenska liðsins í gær? „Ef við byrjum bara á Viktori Gísla (Hallgrímssyni) í markinu þá var hann jafnoki Wolfs í markinu hinum megin. Frábært að sjá hann halda markvörslu upp á næstum 35 prósent í svona mikilvægum leik,“ sagði Rúnar. „Vörnin var góð og mér fannst gaman að fylgjast með einvígi Ýmis (Gíslasonar) og Juris Knorr. Þeir spila í sama liði og það var greinilegt að Juri Knorr vissu hvaða gæðablóð Ýmir er. Hann var svolítið hræddur við hann,“ sagði Rúnar. „Einnig þegar Elvar (Örn Jónsson) spilaði á móti Kai Häfner þá komst hann lítið áfram. Vörnin var góð og það var mikill andi í þessu,“ sagði Rúnar. Janus þurfti meiri spilatíma „Ég held að Janus Daði (Smárason) hafi þurft að fá meiri spilatíma og hann fékk hann í þessum leik. Hann sýndi alveg að hann er traustsins verður. Þessi þættir standa upp úr,“ sagði Rúnar. „Það var gaman að sjá það þótt að það hafi ekki allt gengið upp, að menn voru að skjóta á markið utan af velli. Það voru ógnanir úr flestum stöðum þótt kannski allt hafi ekki gengið upp,“ sagði Rúnar en greindi hann einhverja áherslubreytingu á uppleggi liðsins í sókninni. Viljugri og ákveðnari „Við vorum minna að reyna að fara í gegnumbrotin og vorum frekar að búa til stöðuna einn á móti einum eða að skjóta fram hjá mönnunum eða sækja í glufurnar. Við vorum viljugri og ákveðnari í að sækja á markið. Það var mjög gott,“ sagði Rúnar. „Boltinn gekk vel og boltinn gengur vel út í hornin. Því miður erum við ekki að skora úr þessum færum. Við erum að spila yfir tíu sinnum í leiknum vel upp á hornamennina og við fáum bara út úr því fimm mörk. Það vegur mjög þungt,“ sagði Rúnar. Það má heyra hér fyrir ofan allt sem Rúnar hafði að segja sem og umræðu Einars Jónssonar og Bjartan Frtizsonar um frammistöðu íslenska liðsins. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
„Þetta var langbesta frammistaða liðsins í þessu móti og bara lengi. Mér finnst við geta gengið mjög stoltir frá þessum leik þótt að við höfum ekki unnið,“ sagði Rúnar Sigtryggsson í samtali við Aron Guðmundsson. „Þetta er kannski það sem allir, sem eru að fylgjast með, voru að búast við að sjá frá landsliðinu. Það er alveg klárt mál að fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur þá er brekka. Mér fannst við standast þetta mjög vel,“ sagði Rúnar. Fyllir mann bjartsýni „Það eru enn þá þrír leikir eftir og þetta fyllir mann bjartsýni,“ sagði Rúnar en hvað fannst honum vera jákvæðast við leik íslenska liðsins í gær? „Ef við byrjum bara á Viktori Gísla (Hallgrímssyni) í markinu þá var hann jafnoki Wolfs í markinu hinum megin. Frábært að sjá hann halda markvörslu upp á næstum 35 prósent í svona mikilvægum leik,“ sagði Rúnar. „Vörnin var góð og mér fannst gaman að fylgjast með einvígi Ýmis (Gíslasonar) og Juris Knorr. Þeir spila í sama liði og það var greinilegt að Juri Knorr vissu hvaða gæðablóð Ýmir er. Hann var svolítið hræddur við hann,“ sagði Rúnar. „Einnig þegar Elvar (Örn Jónsson) spilaði á móti Kai Häfner þá komst hann lítið áfram. Vörnin var góð og það var mikill andi í þessu,“ sagði Rúnar. Janus þurfti meiri spilatíma „Ég held að Janus Daði (Smárason) hafi þurft að fá meiri spilatíma og hann fékk hann í þessum leik. Hann sýndi alveg að hann er traustsins verður. Þessi þættir standa upp úr,“ sagði Rúnar. „Það var gaman að sjá það þótt að það hafi ekki allt gengið upp, að menn voru að skjóta á markið utan af velli. Það voru ógnanir úr flestum stöðum þótt kannski allt hafi ekki gengið upp,“ sagði Rúnar en greindi hann einhverja áherslubreytingu á uppleggi liðsins í sókninni. Viljugri og ákveðnari „Við vorum minna að reyna að fara í gegnumbrotin og vorum frekar að búa til stöðuna einn á móti einum eða að skjóta fram hjá mönnunum eða sækja í glufurnar. Við vorum viljugri og ákveðnari í að sækja á markið. Það var mjög gott,“ sagði Rúnar. „Boltinn gekk vel og boltinn gengur vel út í hornin. Því miður erum við ekki að skora úr þessum færum. Við erum að spila yfir tíu sinnum í leiknum vel upp á hornamennina og við fáum bara út úr því fimm mörk. Það vegur mjög þungt,“ sagði Rúnar. Það má heyra hér fyrir ofan allt sem Rúnar hafði að segja sem og umræðu Einars Jónssonar og Bjartan Frtizsonar um frammistöðu íslenska liðsins. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira