Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Idol seinkað vegna lands­leiksins á föstu­dag

Idol þátturinn á föstudag verður á dagskrá á nýjum tíma, klukkan 21:00 en ástæðan er leikur karlalandsliðsins í handbolta. Áhorfendur þurfa því ekki að velja milli þess að horfa á Idol eða landsleikinn.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta lið er mun betra en Suður-Kórea“

„Riðillinn leggst bara vel í mig. Það er gott að vera kominn hingað og það fer vel um okkur á hótelinu og núna erum við að fara halda okkar fyrsta video fund,“ segir Guðmundur Guðmundsson eftir æfingu landsliðsins í Scandinavium höllinni í Gautaborg í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Norðmenn snéru taflinu við og Danir völtuðu yfir Túnis

Seinustu leikjum riðlakeppninnar á HM í handbolta lauk í kvöld þegar fjórir leikir fóru fram á sama tíma. Norðmenn unnu góðan endurkomusigur gegn Hollendingum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti F-riðils, 27-26, og Danir fara með fjögur stig í milliriðil eftir öruggan 13 marka sigur gegn Túnis, 34-21.

Handbolti
Fréttamynd

Lærisveinar Arons nældu í sæti í milliriðli

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í bareinska landsliðinu í handbolta nældu sér í sæti í milliriðli heimsmeistaramótsins í handbolta er liðið vann nauman tveggja marka sigur gegn Belgíu í lokaumferð H-riðils í kvöld, 30-28. 

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur haltraði af æfingu

Ólafur Andrés Guðmundsson verður væntanlega ekki með Íslandi gegn Grænhöfðaeyjum en hann varð fyrir meiðslum í leiknum gegn Suður-Kóreu.

Handbolti
Fréttamynd

Frakkland áfram með fullt hús stiga

Fyrstu fjórir leikir dagsins á HM í handbolta eru nú búnir. Frakkland vann Slóveníu og er komið áfram í milliriðil með fullt hús stiga. Þá er Brasilía komin áfram í milliriðil.

Handbolti