Segir að nú sé komið að Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. apríl 2024 23:00 Mbappé er nú búinn að skora 8 mörk í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni. Xavier Laine/Getty Images Rio Ferdinand, fyrrverandi varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, telur að nú sé tími Kylian Mbappé í Meistaradeild Evrópu kominn. Lið Mbappé, París Saint-Germain, tryggði sér fyrr í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. PSG lagði Barcelona 4-1 á útivelli í ótrúlegum leik eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli 3-2. Liðið er nú komið í undanúrslit þar sem Borussia Dortmund bíður. Mbappé skoraði tvívegis í kvöld og hefði getað skorað eitt eða ef til vill tvö til viðbótar ef ekki hefði verið fyrir Marc-André ter Stegen í marki Börsunga. Ferdinand, sem vann Meistaradeildina einu sinni á sínum ferli en fór tvívegis til viðbótar í úrslit til þess eins að tapa gegn Barcelona, starfar í dag sem sérfræðingur fyrir hina ýmsu miðla á Bretlandi. Hann var meðal þeirra sem fjallaði um sigur PSG í kvöld og telur varnarmaðurinn fyrrverandi að tími Mbappé sé kominn. „Ég tel að sumt fólk virðist einfaldlega hafa fengið blessun að ofan og þegar það gerist þá sé þeirra tími kominn. Mér líður þannig nú með Mbappé.. „Annað markið hans, boltinn fellur ekki svona fyrir neinn annan en hann fellur svona fyrir Mbappé af því hann er þessi leikmaður. Það kemur augnablik í undanúrslitunum þar sem Mbappé mun taka yfir.“ „Ég held að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi séu einu leikmennirnir með fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann er í þeim gæðaflokki,“ sagði Rio að endingu. Only Cristiano Ronaldo (23 in 39 games) has scored more away goals in the knockout rounds of the Champions League than Kylian Mbappé (15).The Frenchman has done it in 12 games. pic.twitter.com/BJkUTfiOrp— Squawka (@Squawka) April 16, 2024 Núverandi tímabil gæti verið síðasti séns Mbappé til að vinna Meistaradeildina með PSG þar sem það virðist allt benda til þess að hann gangi í raðir Real Madríd í sumar. Hann hefur einu sinni áður komist í úrslit en það var árið 2020 þegar PSG tapaði 1-0 gegn Bayern München í úrslitum. Alls hefur hinn 25 ára gamli Mbappé skorað 48 mörk og gefið 26 stoðsendingar í 71 Meistaradeildarleik til þessa á ferlinum. Reikna má með að hann brjóti 50 marka múrinn áður en tímabilinu lýkur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira
PSG lagði Barcelona 4-1 á útivelli í ótrúlegum leik eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli 3-2. Liðið er nú komið í undanúrslit þar sem Borussia Dortmund bíður. Mbappé skoraði tvívegis í kvöld og hefði getað skorað eitt eða ef til vill tvö til viðbótar ef ekki hefði verið fyrir Marc-André ter Stegen í marki Börsunga. Ferdinand, sem vann Meistaradeildina einu sinni á sínum ferli en fór tvívegis til viðbótar í úrslit til þess eins að tapa gegn Barcelona, starfar í dag sem sérfræðingur fyrir hina ýmsu miðla á Bretlandi. Hann var meðal þeirra sem fjallaði um sigur PSG í kvöld og telur varnarmaðurinn fyrrverandi að tími Mbappé sé kominn. „Ég tel að sumt fólk virðist einfaldlega hafa fengið blessun að ofan og þegar það gerist þá sé þeirra tími kominn. Mér líður þannig nú með Mbappé.. „Annað markið hans, boltinn fellur ekki svona fyrir neinn annan en hann fellur svona fyrir Mbappé af því hann er þessi leikmaður. Það kemur augnablik í undanúrslitunum þar sem Mbappé mun taka yfir.“ „Ég held að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi séu einu leikmennirnir með fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann er í þeim gæðaflokki,“ sagði Rio að endingu. Only Cristiano Ronaldo (23 in 39 games) has scored more away goals in the knockout rounds of the Champions League than Kylian Mbappé (15).The Frenchman has done it in 12 games. pic.twitter.com/BJkUTfiOrp— Squawka (@Squawka) April 16, 2024 Núverandi tímabil gæti verið síðasti séns Mbappé til að vinna Meistaradeildina með PSG þar sem það virðist allt benda til þess að hann gangi í raðir Real Madríd í sumar. Hann hefur einu sinni áður komist í úrslit en það var árið 2020 þegar PSG tapaði 1-0 gegn Bayern München í úrslitum. Alls hefur hinn 25 ára gamli Mbappé skorað 48 mörk og gefið 26 stoðsendingar í 71 Meistaradeildarleik til þessa á ferlinum. Reikna má með að hann brjóti 50 marka múrinn áður en tímabilinu lýkur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira