HM í handbolta 2031 fer fram á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 12:34 Gísli Þorgeir Kristjánsson er ungur enn og gæti spilað á HM í heimavelli árið 2031. Vísir/Vilhelm Alþjóða handknattleikssambandið hefur ákveðið að heimsmeistaramót karla í handbolta eftir sjö ár fari fram á Norðurlöndunum. Það verða Noregur, Danmörk og Ísland sem halda heimsmeistaramótið 2031 saman. Það er ekki búið að ákveða hvernig leikirnir munu skiptast á milli landanna eða í hvaða borgum verður spilað. Þetta var gefið út á heimasíðu Alþjóða handboltasambandsins í dag. Hér á Íslandi eiga leikirnir hins vegar að fara fram í nýju Þjóðahöllinni sem á að byggja við hlið Laugardalshallarinnar. Íslensk stjórnvöld hafa lofað því að byggingu hennar ljúki á næstu árum. HM 2029 fer fram í Frakkland og Þýskalandi. Við sama tilefni var ákveðið að HM kvenna 2029 fari fram á Spáni og HM kvenna 2031 fari fram í Tékklandi og Póllandi. Danir og Norðmenn munu halda HM á næsta ári í samstarfi með Króatíu en síðan skipta þeir Króatíu út fyrir Ísland til að halda HM sex árum síðar. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var á staðnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Hér eru þau með Dr Hassan Moustafa forseta Alþjóða handboltasambandsins og fulltrúum Dana og Norðmanna.IHF Þetta er í annað skiptið sem Ísland heldur HM í handbolta karla en mótið fór fram á Íslandi árið 1995 eins og frægt er. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var á staðnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingkonu Viðreisnar. „Þetta samstarf mun ekki aðeins lyfta handboltanum á Íslandi heldur einnig sýna það og sanna að smærri þjóðir geti haldið stórmót í gegnum sterkt alþjóðlegt samstarf,“ sagði Guðmundur við heimasíðu IHF. Það er líklegast að Ísland verði í sama hlutverki og Danir eru á HM á næsta ári. Þar fara fram tveir riðlar og einn milliriðill. Norðmenn eru með tvo riðla á HM 2025 og einn milliriðll en Króatar eru með fjóra riðla og tvo milliriðla. Átta liða úrslitin skiptast á milli Króata og Norðmanna alveg eins og undanúrslitin. Úrslitaleikurinn fer fram í Noregi. View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball) HM karla í handbolta 2031 HM karla í handbolta 2023 Reykjavík HSÍ Handbolti Noregur Danmörk Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Það verða Noregur, Danmörk og Ísland sem halda heimsmeistaramótið 2031 saman. Það er ekki búið að ákveða hvernig leikirnir munu skiptast á milli landanna eða í hvaða borgum verður spilað. Þetta var gefið út á heimasíðu Alþjóða handboltasambandsins í dag. Hér á Íslandi eiga leikirnir hins vegar að fara fram í nýju Þjóðahöllinni sem á að byggja við hlið Laugardalshallarinnar. Íslensk stjórnvöld hafa lofað því að byggingu hennar ljúki á næstu árum. HM 2029 fer fram í Frakkland og Þýskalandi. Við sama tilefni var ákveðið að HM kvenna 2029 fari fram á Spáni og HM kvenna 2031 fari fram í Tékklandi og Póllandi. Danir og Norðmenn munu halda HM á næsta ári í samstarfi með Króatíu en síðan skipta þeir Króatíu út fyrir Ísland til að halda HM sex árum síðar. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var á staðnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Hér eru þau með Dr Hassan Moustafa forseta Alþjóða handboltasambandsins og fulltrúum Dana og Norðmanna.IHF Þetta er í annað skiptið sem Ísland heldur HM í handbolta karla en mótið fór fram á Íslandi árið 1995 eins og frægt er. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var á staðnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingkonu Viðreisnar. „Þetta samstarf mun ekki aðeins lyfta handboltanum á Íslandi heldur einnig sýna það og sanna að smærri þjóðir geti haldið stórmót í gegnum sterkt alþjóðlegt samstarf,“ sagði Guðmundur við heimasíðu IHF. Það er líklegast að Ísland verði í sama hlutverki og Danir eru á HM á næsta ári. Þar fara fram tveir riðlar og einn milliriðill. Norðmenn eru með tvo riðla á HM 2025 og einn milliriðll en Króatar eru með fjóra riðla og tvo milliriðla. Átta liða úrslitin skiptast á milli Króata og Norðmanna alveg eins og undanúrslitin. Úrslitaleikurinn fer fram í Noregi. View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball)
HM karla í handbolta 2031 HM karla í handbolta 2023 Reykjavík HSÍ Handbolti Noregur Danmörk Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira