„Mættum klárir og ætluðum að svara fyrir laugardaginn“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 16. apríl 2024 22:16 Gunnar Magnússon gat leyft sér að fagna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var gríðarlega sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir tóku á móti Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Afturelding var með yfirhöndina frá fyrstu mínútu og unnu að lokum ellefu marka sigur 35-24 sem tryggði liðinu sæti í undanúrslitum. „Ég er ótrúlega ánægður með strákana, við mættum klárir og ætluðum að svara fyrir laugardaginn. Við vorum ósáttir með frammistöðuna þar og það sást eftir tvær, þrjár mínútur að við voru klárir, náðum tökum á leiknum og vorum með undirtökin allan leikinn, við spiluðum frábærlega“ Stjarnan vann síðasta leik liðanna og aðspurður hvað þeir hefðu bætt á milli leikja var Gunnar fljótur að svara og sagðist hafa bætt allt saman. „Allt saman, auðvitað hugarfarið mest. Við nýttum breiddina vel og héldum uppi orkustiginu. Svo erum við fyrir framan okkar fólk og með þessa stemmningu í húsinu, þá er allt hægt. “ Afturelding mætir Val í næsta leik og ætlar Afturelding að nýta heimaleikjaréttinn. „Það verður gaman að glíma við Val. Við eigum heimaleikjaréttinn, við erum í öðru sæti og við verðum að nýta okkur hann og nýta þessa gryfju hérna í Mosó, það verður kjaftfullt hús. Við fáum núna smá tíma til að undirbúa okkur og við mætum klárir og kannski reynslunni ríkari frá því í fyrra. Við duttum út í undanúrslitunum í fyrra og okkur langar meira núna. “ Gunnar er spenntur fyrir einvíginu og býst við algjörri veislu. „Þeir eru með frábært lið og þegar þú ert kominn í undanúrslit þá eru bara góð lið eftir. Þetta verður hörku einvígi. Valur eru frábært lið og við líka. Þetta verður algjör veisla. “ Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með strákana, við mættum klárir og ætluðum að svara fyrir laugardaginn. Við vorum ósáttir með frammistöðuna þar og það sást eftir tvær, þrjár mínútur að við voru klárir, náðum tökum á leiknum og vorum með undirtökin allan leikinn, við spiluðum frábærlega“ Stjarnan vann síðasta leik liðanna og aðspurður hvað þeir hefðu bætt á milli leikja var Gunnar fljótur að svara og sagðist hafa bætt allt saman. „Allt saman, auðvitað hugarfarið mest. Við nýttum breiddina vel og héldum uppi orkustiginu. Svo erum við fyrir framan okkar fólk og með þessa stemmningu í húsinu, þá er allt hægt. “ Afturelding mætir Val í næsta leik og ætlar Afturelding að nýta heimaleikjaréttinn. „Það verður gaman að glíma við Val. Við eigum heimaleikjaréttinn, við erum í öðru sæti og við verðum að nýta okkur hann og nýta þessa gryfju hérna í Mosó, það verður kjaftfullt hús. Við fáum núna smá tíma til að undirbúa okkur og við mætum klárir og kannski reynslunni ríkari frá því í fyrra. Við duttum út í undanúrslitunum í fyrra og okkur langar meira núna. “ Gunnar er spenntur fyrir einvíginu og býst við algjörri veislu. „Þeir eru með frábært lið og þegar þú ert kominn í undanúrslit þá eru bara góð lið eftir. Þetta verður hörku einvígi. Valur eru frábært lið og við líka. Þetta verður algjör veisla. “
Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira