Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Skytturnar skoruðu fimm

Arsenal átti ekki í teljandi vandræðum með C-deildarlið Bolton Wanderers í enska deildarbikar karla í knattspyrnu. Lokatölur á Emirates-leikvanginum 5-1.

Enski boltinn
Fréttamynd

Óttast ekki bikar­þynnku: „Al­vöru sigur­vegarar finna sér hvatningu“

Ný­krýndir bikar­­­meistarar KA mæta svo til pressu­lausir til leiks í Bestu deildina í dag. Á heima­velli gegn HK-liði sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Með ekkert sér­stakt til að keppa að í deildinni óttast Hall­grímur Jónas­­­son, þjálfari KA-manna, ekki bikar­þynnku eftir fagnaðar­læti síðustu daga í kjöl­far sigursins sögu­­lega. Fögnuð þar sem leik­­­menn fengu fullt leyfi frá þjálfaranum til að sleppa af sér beislinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mbappé úr leik næstu vikurnar

Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé mun ekki geta látið ljós sitt skína með Evrópumeisturum Real Madrid næstu þrjár vikurnar, vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

„And­litið á mér var af­myndað“

„Ég er bara mjög feginn að ekki fór verr, þó að ég finni til. Það er góð tilfinning að finna að allt sé aftur á réttum stað, annað en síðustu daga. Andlitið á mér var afmyndað,“ segir Viðar Ari Jónsson sem margbrotnaði í andliti í leik í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Til í að taka skóna af hillunni fyrir Barcelona

Neyðarfundir hafa verið haldnir í Katalóníu í dag vegna alvarlegra meiðsla markvarðar Barcelona, Marc-André ter Stegen. Pólverjinn Wojciech Szczesny er sagður tilbúinn að taka skóna af hillunni til að leika fyrir félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Madrídingar á tæpasta vaði

Real Madrid vann 3-2 heimasigur á Deportivo Alaves í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn hefði getað verið liðinu þægilegri.

Fótbolti
Fréttamynd

Naumur sigur dugði City

Englandsmeistarar Manchester City komust í fjórðu umferð enska deildabikarsins í kvöld með naumum 2-1 sigri á B-deildarliði Watford á Etihad-vellinum í Manchester.

Enski boltinn
Fréttamynd

Freyr og Kortrijk segja belgíska blaðið ljúga

Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson segir ekkert hæft í frétt belgíska blaðsins Het Laatste Nieuws um að hann hafi logið til um veikindi og ferðast til Bretlands að ræða um möguleika á nýju starfi.

Fótbolti