Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Aron Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2025 16:57 Lovísa Thompson er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Nú dregur nær fyrsta leik Íslands á HM kvenna í handbolta. Lovísa Thompson mun þar taka þátt á sínu fyrsta stórmóti en leiðin fram að því hefur verið þyrnum stráð og einsetur hún sér að njóta hvers dags. Ísland hefur leika á HM, sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi þetta árið, þann 26. nóvember næstkomandi gegn Þýskalandi en auk þessara liða eru landslið Serbíu og Úrúgvæ í riðli Íslands. Segja má að vegferð landsliðskonunnar Lovísu Thompson fram að hennar fyrsta stórmóti hafi ekki verið eins og gengur og gerist hjá hinu hefðbundna landsliðsfólki. Vissulega hefur hún skarað fram úr, unnið titla og gert sig gildandi sem lykilleikmaður í sínum liðum en erfiðleikar hafa einnig plagað hana. Krefjandi meiðsli en einnig andlegt streð þar sem að hún fann ekki gleðina í handboltanum og tók sér pásu frá handboltaiðkun. Eftir sigursælt tímabil hér heima og í Evrópu með kvennaliði Vals á síðasta tímabili er Lovísa nú 26 ára gömul, á leiðinni á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu, stærra gerist það varla. „Maður þarf bara að njóta hvers einasta dags og fara ekki fram úr sér. Ekki vera með of háar væntingar, vera rólegur og njóta þess sem maður er að gera því þetta er rosalega stórt og ótrúlega gaman fyrir alla handboltamenn að fá að taka þátt í svona verkefni sama hvernig það verður. Ég er mjög spennt en líka með ekki of háar væntingar fyrir sjálfa mig aðallega. Ég vona bara að það gangi vel, að liðinu gangi vel og að þetta verði allt ljómandi gott.“ Var þetta draumur sem þú varst búin að gefa upp á bátinn? „Já bæði og. Tvö ár af meiðslum og þá er maður mjög langt niðri. Síðasta ár gekk vel en byrjaði hægt, svo kemst maður á góðan stað. Á þessu tímabili er búið að ganga ágætlega og ég er að finna minn fyrri styrk. Þetta breytist svo hratt, maður getur ekki tekið þessu sem sjálfsögðum hlut og þess vegna þarf bara að taka einn dag fyrir í einu, njóta þess hvar maður er. Það er mottóið í þessu öllu saman.“ Og það að hafa gengið í gegnum þetta allt saman fær mann til að njóta meira eða hvað? „Algjörlega en maður þarf svolítið að minna sig á það. Maður á það til að detta í sama gamla farið að svekkja sig og pirra á hinu og þessu sem maður hefur ekki stjórn á. En í dag, með meiri þroska og reynslu, öllu sem því fylgir að verða eldri horfir maður bara öðrum augum á þetta, reynir að einblína á það jákvæða og njóta.“ Annað kvöld mætast Ísland og Færeyjar í Þórshöfn í æfingarleik fyrir HM. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM 2026 í fótbolta Valur Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
Ísland hefur leika á HM, sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi þetta árið, þann 26. nóvember næstkomandi gegn Þýskalandi en auk þessara liða eru landslið Serbíu og Úrúgvæ í riðli Íslands. Segja má að vegferð landsliðskonunnar Lovísu Thompson fram að hennar fyrsta stórmóti hafi ekki verið eins og gengur og gerist hjá hinu hefðbundna landsliðsfólki. Vissulega hefur hún skarað fram úr, unnið titla og gert sig gildandi sem lykilleikmaður í sínum liðum en erfiðleikar hafa einnig plagað hana. Krefjandi meiðsli en einnig andlegt streð þar sem að hún fann ekki gleðina í handboltanum og tók sér pásu frá handboltaiðkun. Eftir sigursælt tímabil hér heima og í Evrópu með kvennaliði Vals á síðasta tímabili er Lovísa nú 26 ára gömul, á leiðinni á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu, stærra gerist það varla. „Maður þarf bara að njóta hvers einasta dags og fara ekki fram úr sér. Ekki vera með of háar væntingar, vera rólegur og njóta þess sem maður er að gera því þetta er rosalega stórt og ótrúlega gaman fyrir alla handboltamenn að fá að taka þátt í svona verkefni sama hvernig það verður. Ég er mjög spennt en líka með ekki of háar væntingar fyrir sjálfa mig aðallega. Ég vona bara að það gangi vel, að liðinu gangi vel og að þetta verði allt ljómandi gott.“ Var þetta draumur sem þú varst búin að gefa upp á bátinn? „Já bæði og. Tvö ár af meiðslum og þá er maður mjög langt niðri. Síðasta ár gekk vel en byrjaði hægt, svo kemst maður á góðan stað. Á þessu tímabili er búið að ganga ágætlega og ég er að finna minn fyrri styrk. Þetta breytist svo hratt, maður getur ekki tekið þessu sem sjálfsögðum hlut og þess vegna þarf bara að taka einn dag fyrir í einu, njóta þess hvar maður er. Það er mottóið í þessu öllu saman.“ Og það að hafa gengið í gegnum þetta allt saman fær mann til að njóta meira eða hvað? „Algjörlega en maður þarf svolítið að minna sig á það. Maður á það til að detta í sama gamla farið að svekkja sig og pirra á hinu og þessu sem maður hefur ekki stjórn á. En í dag, með meiri þroska og reynslu, öllu sem því fylgir að verða eldri horfir maður bara öðrum augum á þetta, reynir að einblína á það jákvæða og njóta.“ Annað kvöld mætast Ísland og Færeyjar í Þórshöfn í æfingarleik fyrir HM. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HM 2026 í fótbolta Valur Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira