Enski boltinn

Haítí búið að hringja í leik­mann Sunderland fyrir HM

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Wilson Isidor hefur skorað fjögur mörk í ellefu leikjum fyrir Sunderland á þessu tímabili. 
Wilson Isidor hefur skorað fjögur mörk í ellefu leikjum fyrir Sunderland á þessu tímabili.  Clive Mason/Getty Images

Haítí er á leiðinni á heimsmeistaramót í fótbolta í fyrsta sinn á næsta ári og knattspyrnusambandið þar í landi er nú þegar farið að gera tilraunir til að bæta í vopnabúrið.

Síðan haítíska landsliðið tryggði sér sæti á HM um síðustu helgi hafa margir velt fyrir sér möguleikum til að bæta liðið, með leikmönnum sem eiga ættir að rekja til Haítí og hafa ekki fengið tækifæri með landsliði þeirrar þjóðar þar sem þeir fæddust. Svipað og smáa eyríkið Curacao hefur gert með góðum árangri.

Odsonne Édouard, framherji Lens í frönsku úrvalsdeildinni og Jean-Ricner Bellegarde, miðjumaður Wolverhampton Wanderers eru á lista hjá Haítí. 

Wilson Isidor, leikmaður Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, er einnig meðal þeirra og hefur nú greint frá því að knattspyrnusambandið sé búið að hafa samband við hann. 

„Ég á mér draum um að spila á HM en það er enn bara draumur. Ég hef tvo valmöguleika, Frakkland og Haítí, en ég hef ekki tekið ákvörðun ennþá“ sagði Isidor við L‘Equipe.

Hann hefur aldrei spilað fyrir A-landslið Frakklands á leiki að baki fyrir u17, u18, u19 og u20 ára landsliðin frá 2017-19.

Á þessu tímabili hefur hann verið skorað 4 mörk í 11 leikjum með nýliðum Sunderland, sem hafa komið skemmtilega á óvart og sitja í 4. sætinu.

Isidor verður í eldlínunni þegar Sunderland heimsækir Fulham í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan þrjú á morgun, í beinni útsendingu á Sýn Sport 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×