Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Alfreð skoraði fyrir Lyngby og Hákon fyrir FCK

Alfreð Finnbogason heldur áfram að skora mikilvæg mörk fyrir Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, en hann skoraði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Horsens í dag. Þá skoraði Hákon Arnar Haraldsson fyrra mark FCK í 2-1 sigri gegn Viborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Napoli valtaði yfir Torino og titillinn blasir við

Það virðist vera fátt sem getur komið í veg fyrir það að Napoli tryggi sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnuí fyrsta skipti síðan árið 1990. Liðið er með 21 stigs forskot eftir afar sannfærandi 4-0 sigur gegn Torino í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Enginn spilað meira en Bruno Fernandes

Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, verður seint sagður latur knattspyrnumaður. Enginn leikmaður í bestu fimm deildum Evrópu hefur spilað meira en Portúgalinn á þessari leiktíð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dort­mund á toppinn eftir stór­sigur

Borussia Dortmund tyllti sér tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þökk sé 6-1 sigri á Köln. Þýskalandsmeistarar Bayern München þurfa sigur gegn Bayer Leverkusen á morgun til að ná toppsætinu að nýju.

Fótbolti
Fréttamynd

E­ver­ton náði í stig á Brúnni

Chelsea hafði unnið þrjá leiki í röð áður en Everton mætti á Brúnna í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-2 þar sem gestirnir jöfnuðu metin í blálokin.

Enski boltinn
Fréttamynd

Willum Þór og Orri Steinn hetjurnar

Willum Þór Willumsson kom inn af bekk Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Utrecht. Orri Steinn Óskarsson er þá kominn á blað fyrir Sønderjyske í dönsku B-deildinni. 

Fótbolti
Fréttamynd

Pep spenntur að taka á móti „goðsögninni“ Vincent Kompany

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, kveðst spenntur fyrir því að taka á móti „einni mestu goðsögn sem hann hefur þjálfað“ þegar lærisveinar Vincents Kompany í Burnley mæta á Etihad völlinn í átta liða úrslitum FA-bikarsins síðar í dag.

Fótbolti