Sú breyting kemur þó af góðu. Sophia Smith og NFL leikmaðurinn Michael Wilson sögðu frá því að samfélagsmiðlum að þau væru búin að gifta sig.
Sophia átti mjög gott ár í fyrra en hún varð fjórða í kjörinu um Gullknöttinn, Ballon d'Or Féminin, bestu knattspyrnukonu heims. Hún varð þar efst meðal bandarískra kvenna.
Sophia og Michael hafa verið par lengi en þau kynntust þegar þau voru bæði við nám við Stanford háskóla. Sophia var valin í NWSL deildina árið 2020 en Michael var valinn í NFL deildina 2023. Þau eru bæði 24 ára.
Sophia skrifaði undir brúðkaupsmyndina „The Wilsons“ og breytti einnig nafni sínu á samfélagsmiðlum sínum í Sophia Wilson.
Sophia hefur skorað 24 mörk í 58 landsleikjum fyrir Bandaríkin og skoraði áður 21 mark í 25 leikjum fyrir tuttugu ára landsliðið.
Hún hefur spilað allan atvinnumannaferil sinn með Portland Thorns og var með 12 mörk í 19 leikjum á síðasta tímabili. Hún var bandarískur meistari með liðinu 2022 og hafði einnig orðið háskólameistari með Stanford árið 2019.
24. og síðasta mark hennar kom einmitt á móti Íslandi í leik þjóðanna 24. október síðastliðinn. Það var væntanlega síðasta landsliðsmark hennar sem Sophia Smith því hér eftir verður hún Sophia Wilson.