Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2025 07:02 Það er einfaldlega beðið eftir því að Marcus Rashford skipti um félag. Ash Donelon/Getty Images Félagaskiptaglugginn er opinn til 3. febrúar næstkomandi. Eftir það geta knattspyrnulið Evrópu ekki lengur fest kaup á leikmönnum. Nokkur stór nöfn gætu skipt um félag fyrir gluggalok og hér að neðan má sjá nokkur þeirra. Stærsta nafnið á listanum er án efa Marcus Rashford, framherji Manchester United. Það virðist næsta öruggt að hann eigi ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu. Nýjustu fregnir herma að hann og Rúben Amorim, þjálfari liðsins, talist ekki við. Rashford sjálfur er sagður vilja fara til Barcelona og til í að taka á sig launalækkun til að komast þangað. Hann hefur einnig verið orðaður við Borussia Dortmund en óvíst er hvort þýska félagið geti borgað háan launapakka framherjans. Þá er Casemiro, liðsfélagi Rashford í Manchester, orðaður við brottför. Roma er sagt áhugasamt. Patrick Dorgu, vinstri vængbakvörður Lecce, er sagður á leið til Rauðu djöflanna og þá er liðið sagt vilja fá táninginn Mathys Tel á láni frá Bayern München. Hann er einnig sagður á óskalista Chelsea og Tottenham Hotspur. Man United er einnig sagt renna hýru auga til Christopher Nkunku, framherja Chelsea. Hann hefur lítið sem ekkert komið við sögu í deildinni hjá Chelsea og er Man Utd tilbúið að fá hann á láni. Hvort það heilli leikmanninn eða Chelsea er óvíst. Lundúnaliðið er svo sagt hafa áhuga á Alejandro Garnacho, vængmanni Rauðu djöflanna. Nkunku er meðal þeirra sem eru orðaðir frá Chelsea fyrir lok gluggans. Ben Chilwell gæti einnig farið í von um að spila eitthvað af viti. Líklega væri um lán að ræða þar sem vinstri bakvörðurinn er á einkar háum launum. Aston Villa er sagt hafa áhuga á tveimur leikmönnum bláliða. Um er að ræða varnarmanninn Axel Disasi og framherjann João Félix. Líklega væri um lán að ræða þar sem hvorugur hefur verið í stórri rullu hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Það gæti nóg gerst hjá Villa fyrir lok gluggans því Mikel Arteta er sagður vera í leit að framherja og hefur Arsenal boðið í Ollie Watkins, framherja Villa. Þjálfari liðsins, Unai Emery, vill ekki missa einn af sínum bestu mönnum en Sky Sports greinir frá því að Arsenal myndi líklega hækka boð sitt í leikmanninn. Sky greinir einnig frá að Villa sé að selja framherjann Jhon Durán til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr sem er staðsett í Sádi-Arabíu. Kaupverðið nemur rúmlega 11 milljörðum króna. Graham Potter, nýráðinn þjálfari West Ham United, vill ólmur fá Evan Ferguson í sínar raðir en Ferguson lék undir hans stjórn hjá Brighton & Hove Albion á sínum tíma. Ferguson var metinn á 100 milljónir punda fyrir ekki svo löngu en gæti nú fengist á láni. Þá eru nokkur lið í Þýskalandi sögð hafa áhuga á þessum írska framherja. Þá er talið að hinn 32 ára gamli Neymar sé að snúa heim til Brasilíu. Eftir skelfilega dvöl í Sádi-Arabíu ætlar hann að halda heim á leið og semja við uppeldisfélagið. Það er nóg eftir af glugganum og ljóst að nokkur stór nöfn munu færa sig um set. Fótbolti Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Stærsta nafnið á listanum er án efa Marcus Rashford, framherji Manchester United. Það virðist næsta öruggt að hann eigi ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu. Nýjustu fregnir herma að hann og Rúben Amorim, þjálfari liðsins, talist ekki við. Rashford sjálfur er sagður vilja fara til Barcelona og til í að taka á sig launalækkun til að komast þangað. Hann hefur einnig verið orðaður við Borussia Dortmund en óvíst er hvort þýska félagið geti borgað háan launapakka framherjans. Þá er Casemiro, liðsfélagi Rashford í Manchester, orðaður við brottför. Roma er sagt áhugasamt. Patrick Dorgu, vinstri vængbakvörður Lecce, er sagður á leið til Rauðu djöflanna og þá er liðið sagt vilja fá táninginn Mathys Tel á láni frá Bayern München. Hann er einnig sagður á óskalista Chelsea og Tottenham Hotspur. Man United er einnig sagt renna hýru auga til Christopher Nkunku, framherja Chelsea. Hann hefur lítið sem ekkert komið við sögu í deildinni hjá Chelsea og er Man Utd tilbúið að fá hann á láni. Hvort það heilli leikmanninn eða Chelsea er óvíst. Lundúnaliðið er svo sagt hafa áhuga á Alejandro Garnacho, vængmanni Rauðu djöflanna. Nkunku er meðal þeirra sem eru orðaðir frá Chelsea fyrir lok gluggans. Ben Chilwell gæti einnig farið í von um að spila eitthvað af viti. Líklega væri um lán að ræða þar sem vinstri bakvörðurinn er á einkar háum launum. Aston Villa er sagt hafa áhuga á tveimur leikmönnum bláliða. Um er að ræða varnarmanninn Axel Disasi og framherjann João Félix. Líklega væri um lán að ræða þar sem hvorugur hefur verið í stórri rullu hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Það gæti nóg gerst hjá Villa fyrir lok gluggans því Mikel Arteta er sagður vera í leit að framherja og hefur Arsenal boðið í Ollie Watkins, framherja Villa. Þjálfari liðsins, Unai Emery, vill ekki missa einn af sínum bestu mönnum en Sky Sports greinir frá því að Arsenal myndi líklega hækka boð sitt í leikmanninn. Sky greinir einnig frá að Villa sé að selja framherjann Jhon Durán til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr sem er staðsett í Sádi-Arabíu. Kaupverðið nemur rúmlega 11 milljörðum króna. Graham Potter, nýráðinn þjálfari West Ham United, vill ólmur fá Evan Ferguson í sínar raðir en Ferguson lék undir hans stjórn hjá Brighton & Hove Albion á sínum tíma. Ferguson var metinn á 100 milljónir punda fyrir ekki svo löngu en gæti nú fengist á láni. Þá eru nokkur lið í Þýskalandi sögð hafa áhuga á þessum írska framherja. Þá er talið að hinn 32 ára gamli Neymar sé að snúa heim til Brasilíu. Eftir skelfilega dvöl í Sádi-Arabíu ætlar hann að halda heim á leið og semja við uppeldisfélagið. Það er nóg eftir af glugganum og ljóst að nokkur stór nöfn munu færa sig um set.
Fótbolti Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn