Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2025 07:02 Það er einfaldlega beðið eftir því að Marcus Rashford skipti um félag. Ash Donelon/Getty Images Félagaskiptaglugginn er opinn til 3. febrúar næstkomandi. Eftir það geta knattspyrnulið Evrópu ekki lengur fest kaup á leikmönnum. Nokkur stór nöfn gætu skipt um félag fyrir gluggalok og hér að neðan má sjá nokkur þeirra. Stærsta nafnið á listanum er án efa Marcus Rashford, framherji Manchester United. Það virðist næsta öruggt að hann eigi ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu. Nýjustu fregnir herma að hann og Rúben Amorim, þjálfari liðsins, talist ekki við. Rashford sjálfur er sagður vilja fara til Barcelona og til í að taka á sig launalækkun til að komast þangað. Hann hefur einnig verið orðaður við Borussia Dortmund en óvíst er hvort þýska félagið geti borgað háan launapakka framherjans. Þá er Casemiro, liðsfélagi Rashford í Manchester, orðaður við brottför. Roma er sagt áhugasamt. Patrick Dorgu, vinstri vængbakvörður Lecce, er sagður á leið til Rauðu djöflanna og þá er liðið sagt vilja fá táninginn Mathys Tel á láni frá Bayern München. Hann er einnig sagður á óskalista Chelsea og Tottenham Hotspur. Man United er einnig sagt renna hýru auga til Christopher Nkunku, framherja Chelsea. Hann hefur lítið sem ekkert komið við sögu í deildinni hjá Chelsea og er Man Utd tilbúið að fá hann á láni. Hvort það heilli leikmanninn eða Chelsea er óvíst. Lundúnaliðið er svo sagt hafa áhuga á Alejandro Garnacho, vængmanni Rauðu djöflanna. Nkunku er meðal þeirra sem eru orðaðir frá Chelsea fyrir lok gluggans. Ben Chilwell gæti einnig farið í von um að spila eitthvað af viti. Líklega væri um lán að ræða þar sem vinstri bakvörðurinn er á einkar háum launum. Aston Villa er sagt hafa áhuga á tveimur leikmönnum bláliða. Um er að ræða varnarmanninn Axel Disasi og framherjann João Félix. Líklega væri um lán að ræða þar sem hvorugur hefur verið í stórri rullu hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Það gæti nóg gerst hjá Villa fyrir lok gluggans því Mikel Arteta er sagður vera í leit að framherja og hefur Arsenal boðið í Ollie Watkins, framherja Villa. Þjálfari liðsins, Unai Emery, vill ekki missa einn af sínum bestu mönnum en Sky Sports greinir frá því að Arsenal myndi líklega hækka boð sitt í leikmanninn. Sky greinir einnig frá að Villa sé að selja framherjann Jhon Durán til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr sem er staðsett í Sádi-Arabíu. Kaupverðið nemur rúmlega 11 milljörðum króna. Graham Potter, nýráðinn þjálfari West Ham United, vill ólmur fá Evan Ferguson í sínar raðir en Ferguson lék undir hans stjórn hjá Brighton & Hove Albion á sínum tíma. Ferguson var metinn á 100 milljónir punda fyrir ekki svo löngu en gæti nú fengist á láni. Þá eru nokkur lið í Þýskalandi sögð hafa áhuga á þessum írska framherja. Þá er talið að hinn 32 ára gamli Neymar sé að snúa heim til Brasilíu. Eftir skelfilega dvöl í Sádi-Arabíu ætlar hann að halda heim á leið og semja við uppeldisfélagið. Það er nóg eftir af glugganum og ljóst að nokkur stór nöfn munu færa sig um set. Fótbolti Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Stærsta nafnið á listanum er án efa Marcus Rashford, framherji Manchester United. Það virðist næsta öruggt að hann eigi ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu. Nýjustu fregnir herma að hann og Rúben Amorim, þjálfari liðsins, talist ekki við. Rashford sjálfur er sagður vilja fara til Barcelona og til í að taka á sig launalækkun til að komast þangað. Hann hefur einnig verið orðaður við Borussia Dortmund en óvíst er hvort þýska félagið geti borgað háan launapakka framherjans. Þá er Casemiro, liðsfélagi Rashford í Manchester, orðaður við brottför. Roma er sagt áhugasamt. Patrick Dorgu, vinstri vængbakvörður Lecce, er sagður á leið til Rauðu djöflanna og þá er liðið sagt vilja fá táninginn Mathys Tel á láni frá Bayern München. Hann er einnig sagður á óskalista Chelsea og Tottenham Hotspur. Man United er einnig sagt renna hýru auga til Christopher Nkunku, framherja Chelsea. Hann hefur lítið sem ekkert komið við sögu í deildinni hjá Chelsea og er Man Utd tilbúið að fá hann á láni. Hvort það heilli leikmanninn eða Chelsea er óvíst. Lundúnaliðið er svo sagt hafa áhuga á Alejandro Garnacho, vængmanni Rauðu djöflanna. Nkunku er meðal þeirra sem eru orðaðir frá Chelsea fyrir lok gluggans. Ben Chilwell gæti einnig farið í von um að spila eitthvað af viti. Líklega væri um lán að ræða þar sem vinstri bakvörðurinn er á einkar háum launum. Aston Villa er sagt hafa áhuga á tveimur leikmönnum bláliða. Um er að ræða varnarmanninn Axel Disasi og framherjann João Félix. Líklega væri um lán að ræða þar sem hvorugur hefur verið í stórri rullu hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Það gæti nóg gerst hjá Villa fyrir lok gluggans því Mikel Arteta er sagður vera í leit að framherja og hefur Arsenal boðið í Ollie Watkins, framherja Villa. Þjálfari liðsins, Unai Emery, vill ekki missa einn af sínum bestu mönnum en Sky Sports greinir frá því að Arsenal myndi líklega hækka boð sitt í leikmanninn. Sky greinir einnig frá að Villa sé að selja framherjann Jhon Durán til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr sem er staðsett í Sádi-Arabíu. Kaupverðið nemur rúmlega 11 milljörðum króna. Graham Potter, nýráðinn þjálfari West Ham United, vill ólmur fá Evan Ferguson í sínar raðir en Ferguson lék undir hans stjórn hjá Brighton & Hove Albion á sínum tíma. Ferguson var metinn á 100 milljónir punda fyrir ekki svo löngu en gæti nú fengist á láni. Þá eru nokkur lið í Þýskalandi sögð hafa áhuga á þessum írska framherja. Þá er talið að hinn 32 ára gamli Neymar sé að snúa heim til Brasilíu. Eftir skelfilega dvöl í Sádi-Arabíu ætlar hann að halda heim á leið og semja við uppeldisfélagið. Það er nóg eftir af glugganum og ljóst að nokkur stór nöfn munu færa sig um set.
Fótbolti Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira