Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2025 23:15 Það var létt yfir Arne Slot í heimalandinu í kvöld, enda engin pressa á Liverpool fyrir lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Getty Stjórinn Arne Slot nýtur þeirra forréttinda að geta veitt öllum helstu stjörnum Liverpool hvíld annað kvöld, í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, og ætlar að nýta sér það. Liverpool mætir PSV Eindhoven í Hollandi á morgun, þegar allir 18 leikirnir í lokaumferð Meistaradeildarinnar verða spilaðir á sama tíma (klukkan 20 að íslenskum tíma). Aðeins Barcelona gæti náð Liverpool að stigum og því gæti Liverpool í versta falli endað í 2. sæti deildarkeppninnar. Efstu átta liðin í deildarkeppninni fara beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin. Þar að auki hefur þegar verið ákveðið að nokkru leyti hvernig leið hvers liðs verður í úrslitaleikinn, og munu liðin í 1.-2. sæti til að mynda mæta einhverju liðanna sem enda í 15.-18. sæti. Þetta veit Slot og þess vegna eru menn eins og Mohamed Salah, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og fleiri ekki að fara að spila neitt á morgun. Alisson Becker, Ibrahima Konate, Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai og Luis Diaz eru ekki heldur í 21 manna leikmannahópi Liverpool á morgun, né heldur Joe Gomez sem sneri aftur til æfinga eftir meiðsli í dag. Diogo Jota og Curtis Jones eru meiddir. Tók sinn tíma að skilja nýja fyrirkomulagið Í leikmannahópi Liverpool eru því mörg minna þekkt nöfn en hópinn skipa: Kelleher, Jaros, Davies, Bradley, Mabaya, Quansah, Nallo, Robertson, Tsimikas, Norris, Endo, McConnell, Morton, Nyoni, Elliott, Morrison, Nunez, Chiesa, Gakpo, Danns, Kone-Doherty. „Það hefur tekið sinn tíma fyrir mig að skilja nýja fyrirkomulagið en ég er núna hundrað prósent viss um að það skipti ekki máli hvort við endum í fyrsta eða öðru sæti, því það er öruggt að við mætum liði úr 15., 16., 17. eða 18. sæti og svo er dregið,“ sagði Slot á blaðamannafundi í kvöld. „Við getum ekki sogast niður í 3. sæti. Það hefur því engin áhrif á töfluna en við munum reyna að vinna. Eins og vitur maður sagði eitt sinn við mig þá græðum við aldrei á að tapa leik,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Liverpool mætir PSV Eindhoven í Hollandi á morgun, þegar allir 18 leikirnir í lokaumferð Meistaradeildarinnar verða spilaðir á sama tíma (klukkan 20 að íslenskum tíma). Aðeins Barcelona gæti náð Liverpool að stigum og því gæti Liverpool í versta falli endað í 2. sæti deildarkeppninnar. Efstu átta liðin í deildarkeppninni fara beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin. Þar að auki hefur þegar verið ákveðið að nokkru leyti hvernig leið hvers liðs verður í úrslitaleikinn, og munu liðin í 1.-2. sæti til að mynda mæta einhverju liðanna sem enda í 15.-18. sæti. Þetta veit Slot og þess vegna eru menn eins og Mohamed Salah, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og fleiri ekki að fara að spila neitt á morgun. Alisson Becker, Ibrahima Konate, Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai og Luis Diaz eru ekki heldur í 21 manna leikmannahópi Liverpool á morgun, né heldur Joe Gomez sem sneri aftur til æfinga eftir meiðsli í dag. Diogo Jota og Curtis Jones eru meiddir. Tók sinn tíma að skilja nýja fyrirkomulagið Í leikmannahópi Liverpool eru því mörg minna þekkt nöfn en hópinn skipa: Kelleher, Jaros, Davies, Bradley, Mabaya, Quansah, Nallo, Robertson, Tsimikas, Norris, Endo, McConnell, Morton, Nyoni, Elliott, Morrison, Nunez, Chiesa, Gakpo, Danns, Kone-Doherty. „Það hefur tekið sinn tíma fyrir mig að skilja nýja fyrirkomulagið en ég er núna hundrað prósent viss um að það skipti ekki máli hvort við endum í fyrsta eða öðru sæti, því það er öruggt að við mætum liði úr 15., 16., 17. eða 18. sæti og svo er dregið,“ sagði Slot á blaðamannafundi í kvöld. „Við getum ekki sogast niður í 3. sæti. Það hefur því engin áhrif á töfluna en við munum reyna að vinna. Eins og vitur maður sagði eitt sinn við mig þá græðum við aldrei á að tapa leik,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira