Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Ancelotti ekki á því að yngja upp

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, telur að félagið eigi að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda reynsluboltunum Luka Modric, Toni Kroos og Karim Benzema áfram hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland búinn að hrista af sér meiðslin

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir Erling Braut Haaland vera orðinn leikfæran eftir að hafa misst af sannfærandi sigri gegn Liverpool í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla. 

Fótbolti
Fréttamynd

Aftur gerði Dagný Nýja-Sjálandi grikk

Dagný Brynjarsdóttir skoraði mark íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið gerði 1-1 jafntefli í vináttulandsleik gegn Nýja-Sjálandi sem spilaður var í Atsu í Tyrklandi í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Eriksen verður í hóp á morgun

Christian Eriksen verður í leikmannahópi Manchester United þegar liðið mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í hádeginu á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrír lykilleikmenn Liverpool nálgast endurkomu

Liverpool fær topplið ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla, Arsenal, í heimsókn á Anfield á páskadag. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ræddi við blaðamenn í morgun og færði þar jákvæð tíðindi að meiddum leikmönnum liðsins. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Haltu kjafti, þú ert ömurlegur“

Vincius Jr. skoraði eitt mark fyrir Real Madrid þegar liðið vann 4-0 stórsigur á Barcelona á Nou Camp í fyrrakvöld. Hann lenti í útistöðum við Gavi í leiknum og lét Spánverjann unga heyra það svo um munaði.

Fótbolti
Fréttamynd

Talið að Lampard taki tímabundið við

Frank Lampard verður innan tíðar kynntur til leiks sem nýr knattspyrnustjóri karlaliðs Chelsea. Fótboltablaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að Lampard hafi samið við Chelsea um að stýra liðinu út yfirstandandi keppnistímabil. 

Fótbolti