Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 23:05 Aron Elís Þrándarson, fyrirliði Víkinga, ræðir við dómarann Rohit Saggi í leiknum á móti Panathinaikos í kvöld. Getty/Ville Vuorinen Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Grikkirnir björguðu andlitinu með því að skora úr vítinu og það munar miklu fyrir Víkingsliðið að fara suður til Grikklands með eitt mark í forskot í staðinn fyrir að vera tveimur mörkum yfir. Það eru ekki aðeins Víkingar eða Íslendingar sem voru ósáttir við vítaspyrnudóminn. Don Hutchison, sem var að lýsa leiknum á TNT Sports, skildi ekkert í dómnum. Eurosport fjallaði um viðbrögðin í myndverinu. „Þú getur ekki dæmt hendi á þetta,“ sagði Hutchison. „Það er ekki hægt.“ „Ég veit að fólk segir að höndin hans eigi ekki að vera þarna en miðvörðurinn var að skalla boltann í hann af mjög stuttu færi. Þetta getur ekki verið víti,“ sagði Hutchison. „Þú verður að taka það til greina að liðsfélaginn var að skalla boltann í höndina,“ sagði Hutchison. Norski dómarinn Rohit Saggi fór í fyrstu ekki í réttan skjá til að skoða atvikið. Það þurfti að kalla til hans og láta hann fara í réttan skjá. James Horncastle hafði mjög gaman af því. „Ó hann fékk ekki rétta VAR þarna. Hann fór í rangan skjá. Það þurfti að leiðbeina honum að réttum skjá. Það er alltaf slæm byrjun fyrir dómara,“ sagði Horncastle. Sérfræðingar TNT Sports komust þó fljótlega að því að dómarinn var ekki að dæma á hendi heldur fann hann annað brot rétt á eftir og dæmdi vítið á það. Það má lesa meira um samtalið í settinu með því að smella hér. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Grikkirnir björguðu andlitinu með því að skora úr vítinu og það munar miklu fyrir Víkingsliðið að fara suður til Grikklands með eitt mark í forskot í staðinn fyrir að vera tveimur mörkum yfir. Það eru ekki aðeins Víkingar eða Íslendingar sem voru ósáttir við vítaspyrnudóminn. Don Hutchison, sem var að lýsa leiknum á TNT Sports, skildi ekkert í dómnum. Eurosport fjallaði um viðbrögðin í myndverinu. „Þú getur ekki dæmt hendi á þetta,“ sagði Hutchison. „Það er ekki hægt.“ „Ég veit að fólk segir að höndin hans eigi ekki að vera þarna en miðvörðurinn var að skalla boltann í hann af mjög stuttu færi. Þetta getur ekki verið víti,“ sagði Hutchison. „Þú verður að taka það til greina að liðsfélaginn var að skalla boltann í höndina,“ sagði Hutchison. Norski dómarinn Rohit Saggi fór í fyrstu ekki í réttan skjá til að skoða atvikið. Það þurfti að kalla til hans og láta hann fara í réttan skjá. James Horncastle hafði mjög gaman af því. „Ó hann fékk ekki rétta VAR þarna. Hann fór í rangan skjá. Það þurfti að leiðbeina honum að réttum skjá. Það er alltaf slæm byrjun fyrir dómara,“ sagði Horncastle. Sérfræðingar TNT Sports komust þó fljótlega að því að dómarinn var ekki að dæma á hendi heldur fann hann annað brot rétt á eftir og dæmdi vítið á það. Það má lesa meira um samtalið í settinu með því að smella hér.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira