Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Valur Páll Eiríksson skrifar 14. febrúar 2025 17:15 Guðlaugur Victor spilaði meðal annars í Bandaríkjunum og hefur farið víða um Evrópu. Hann er aðeins þreyttur á flutningum. Andrew Katsampes/ISI Photos/Getty Images Guðlaugur Victor Pálsson kann vel við sig í sjávarbænum Plymouth á suðvesturhorni Englands. Hann er ekki farinn að huga mikið að næstu skrefum en er ekki á heimleið í bráð. Guðlaugur samdi við Plymouth Argyle síðasta sumar og býr við sjávarsíðuna í því sem hann kallar sjálfur „Mónakó Englands“. „Þetta er mjög fallegur staður þegar himininn er blár og sólin skín. Ég kalla þetta Mónakó Englands. Þetta er rosa fínt og fallegur hluti Englands. Lífið er mjög fínt hérna,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við íþróttadeild. Hann er því fluttur til Englands í annað sinn, eftir að hafa verið á mála hjá Liverpool sem ungur maður frá 2009 til 2012. Síðan þá hefur Guðlaugur spilað í níu löndum, að Englandi meðtöldu. Hann er kominn með gott af flakki í bili og vonast til að vera til loka samnings síns í Plymouth, sem nær til sumarsins 2026. „Ég er orðinn mjög þreyttur á því. Ég get alveg viðurkennt það. Ég segi alltaf: Hér ætla ég að vera í þrjú ár og ætla að vera allan samningstímann. Svo gerist lífið og kemur eitthvað upp. Enda er ég núna að verða gamall í þessum fótboltaheimi og endirinn er nær manni. Svo ég kannski hætti að flytja í nánustu framtíð,“ segir Guðlaugur Victor. En er hann þá farinn að huga að flutningum heim eða eitthvað slíkt? „Nei, svo sem ekki. Líkaminn er góður, mér líður vel. Auðvitað eru hugsanir manns öðruvísi núna en þær voru fyrir nokkrum árum af því að maður er að verða 34 ára. En ég á 18 mánuði eftir af samningnum hér. Hver veit hvort ég verði hér út samninginn en eins og ég segi held ég að þetta sé bara einn dagur í einu og sjá hvernig hlutirnir þróast,“ segir Guðlaugur Victor. Guðlaugur var tekinn tali á dögunum en um hálftíma langt viðtalið má heyra í spilaranum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Guðlaugur samdi við Plymouth Argyle síðasta sumar og býr við sjávarsíðuna í því sem hann kallar sjálfur „Mónakó Englands“. „Þetta er mjög fallegur staður þegar himininn er blár og sólin skín. Ég kalla þetta Mónakó Englands. Þetta er rosa fínt og fallegur hluti Englands. Lífið er mjög fínt hérna,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við íþróttadeild. Hann er því fluttur til Englands í annað sinn, eftir að hafa verið á mála hjá Liverpool sem ungur maður frá 2009 til 2012. Síðan þá hefur Guðlaugur spilað í níu löndum, að Englandi meðtöldu. Hann er kominn með gott af flakki í bili og vonast til að vera til loka samnings síns í Plymouth, sem nær til sumarsins 2026. „Ég er orðinn mjög þreyttur á því. Ég get alveg viðurkennt það. Ég segi alltaf: Hér ætla ég að vera í þrjú ár og ætla að vera allan samningstímann. Svo gerist lífið og kemur eitthvað upp. Enda er ég núna að verða gamall í þessum fótboltaheimi og endirinn er nær manni. Svo ég kannski hætti að flytja í nánustu framtíð,“ segir Guðlaugur Victor. En er hann þá farinn að huga að flutningum heim eða eitthvað slíkt? „Nei, svo sem ekki. Líkaminn er góður, mér líður vel. Auðvitað eru hugsanir manns öðruvísi núna en þær voru fyrir nokkrum árum af því að maður er að verða 34 ára. En ég á 18 mánuði eftir af samningnum hér. Hver veit hvort ég verði hér út samninginn en eins og ég segi held ég að þetta sé bara einn dagur í einu og sjá hvernig hlutirnir þróast,“ segir Guðlaugur Victor. Guðlaugur var tekinn tali á dögunum en um hálftíma langt viðtalið má heyra í spilaranum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira