Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2025 13:30 Arne Slot sagði eitthvað ósæmilegt við Michael Oliver og uppskar rautt spjald. Getty/Carl Recine Öfugt við það sem fullyrt var á vef ensku úrvalsdeildarinnar í gær þá er ekki ljóst hvort og þá hve langt leikbann Arne Slot, stjóri Liverpool, fær eftir rauða spjaldið sem hann fékk að loknum grannaslagnum við Everton á miðvikudagskvöld. Slot var einn af þeim sem fengu að líta rauða spjaldið eftir lætin sem urðu að loknu 2-2 jafntefli Everton og Liverpool, í síðasta grannaslagnum á Goodison Park. Upp úr sauð eftir að Abdoulaye Doucouré, leikmaður Everton, fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og var Curtis Jones fyrstur á vettvang til að eiga við Doucouré. Báðir fengu þeir að líta rauða spjaldið. Slot fékk svo beint rautt spjald eftir að hafa tekið í hönd dómarans Michael Oliver og látið einhver orð falla. Röng frétt á heimasíðu deildarinnar Mannleg mistök eru sögð ástæða þess að á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar var í gær fullyrt að Slot væri kominn í tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli í garð Olivers. Rautt spjald á knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni hefur nefnilega ekki sjálfkrafa í för með sér bann. Enska knattspyrnusambandið þarf fyrst að leggja fram kæru, í síðasta lagi á mánudaginn. Liverpool hefur svo þrjá virka daga til að bregðast við kærunni og knattspyrnusambandið þrjá daga til viðbótar til að taka sína ákvörðun. ESPN segir í sinni grein að því sé ljóst að nær öruggt sé að Slot stýri Liverpool gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa næsta miðvikudag. Jones verður aftur á móti sjálfkrafa í banni gegn Wolves, rétt eins og Doucouré gegn Crystal Palace á morgun. Myndi vilja hafa hagað sér öðruvísi Slot var fullur eftirsjár þegar hann ræddi um hegðun sína á blaðamannafundi í dag. „Núna er ákveðið ferli í gangi og ég verð að virða það. Tilfinningarnar tóku yfir hjá mér. Ef að ég gæti farið til baka og gert hlutina öðruvísi þá myndi ég svo sannarlega vilja það og vonandi geri ég þetta öðruvísi næst,“ sagði Slot. „Ég held að það sem gerðist hafi verið það að fimm mínútna uppbótartíminn varð að átta mínútum. Það gerðist margt. Ég hefði átt að haga mér öðruvísi eftir leikinn en það eru tilfinningar í þessari íþrótt og stundum taka menn rangar ákvarðanir. Það gerði ég svo sannarlega,“ sagði Slot. Moyes skilningsríkur Kollegi hans hjá Everton, David Moyes, sýndi hegðun Slot fullan skilning: „Þetta var tilfinningaríkt kvöld fyrir alla. Ég vorkenni aðeins Slot því svona er þetta. Þegar ég var ungur stjóri var ég alltaf að lenda í svona hitaaugnablikum. Þetta sýnir að honum er annt um félagið og að hann berst fyrir sína leikmenn,“ sagði Moyes. Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Slot var einn af þeim sem fengu að líta rauða spjaldið eftir lætin sem urðu að loknu 2-2 jafntefli Everton og Liverpool, í síðasta grannaslagnum á Goodison Park. Upp úr sauð eftir að Abdoulaye Doucouré, leikmaður Everton, fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og var Curtis Jones fyrstur á vettvang til að eiga við Doucouré. Báðir fengu þeir að líta rauða spjaldið. Slot fékk svo beint rautt spjald eftir að hafa tekið í hönd dómarans Michael Oliver og látið einhver orð falla. Röng frétt á heimasíðu deildarinnar Mannleg mistök eru sögð ástæða þess að á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar var í gær fullyrt að Slot væri kominn í tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli í garð Olivers. Rautt spjald á knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni hefur nefnilega ekki sjálfkrafa í för með sér bann. Enska knattspyrnusambandið þarf fyrst að leggja fram kæru, í síðasta lagi á mánudaginn. Liverpool hefur svo þrjá virka daga til að bregðast við kærunni og knattspyrnusambandið þrjá daga til viðbótar til að taka sína ákvörðun. ESPN segir í sinni grein að því sé ljóst að nær öruggt sé að Slot stýri Liverpool gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa næsta miðvikudag. Jones verður aftur á móti sjálfkrafa í banni gegn Wolves, rétt eins og Doucouré gegn Crystal Palace á morgun. Myndi vilja hafa hagað sér öðruvísi Slot var fullur eftirsjár þegar hann ræddi um hegðun sína á blaðamannafundi í dag. „Núna er ákveðið ferli í gangi og ég verð að virða það. Tilfinningarnar tóku yfir hjá mér. Ef að ég gæti farið til baka og gert hlutina öðruvísi þá myndi ég svo sannarlega vilja það og vonandi geri ég þetta öðruvísi næst,“ sagði Slot. „Ég held að það sem gerðist hafi verið það að fimm mínútna uppbótartíminn varð að átta mínútum. Það gerðist margt. Ég hefði átt að haga mér öðruvísi eftir leikinn en það eru tilfinningar í þessari íþrótt og stundum taka menn rangar ákvarðanir. Það gerði ég svo sannarlega,“ sagði Slot. Moyes skilningsríkur Kollegi hans hjá Everton, David Moyes, sýndi hegðun Slot fullan skilning: „Þetta var tilfinningaríkt kvöld fyrir alla. Ég vorkenni aðeins Slot því svona er þetta. Þegar ég var ungur stjóri var ég alltaf að lenda í svona hitaaugnablikum. Þetta sýnir að honum er annt um félagið og að hann berst fyrir sína leikmenn,“ sagði Moyes.
Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira