Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Dólgurinn sem drottnaði yfir ítalska boltanum

Stjórnmálamaður, fasteignamógull, spillingargosi, bunga bunga dólgurinn, skemmtikraftur á skemmtiferðarskipum, lifandi vaxmynd og svo mætti áfram telja. Já, Silvio Berlusconi var margt og mikið. En stór hópur fólks, ekki síst þeir sem ólust upp á gullaldarskeiði ítalska boltans, tengir hann fyrst og síðast við AC Milan sem hann átti í rúm þrjátíu ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Vinícius fetar í fót­spor Ron­aldo

Brasilíski framherjinn Vinícius Júnior mun feta í fótspor Cristiano Ronaldo á komandi tímabili í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Vini Jr., eins og hann er kallaður, mun nefnilega klæðast treyju númer 7 hjá stórveldinu Real Madríd.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé mun ekki fram­lengja í París

Kylian Mbappé, stórstjarna Frakklandsmeistara París Saint-Germain, hefur tilkynnt félaginu að hann muni ekki framlengja samning sinn sem rennur út sumarið 2024. Ákvörðunin gæti leitt til þess að PSG ákveði að selja leikmanninn í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir FH vilja fram­herja Lyng­by

Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: ÍBV - Breiðablik 0-3 | Breiðablik gerði góða ferð til Eyja

Breiðablik náði í öll stigin sem í boði voru fyrr í dag í Vestmannaeyjum í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Leikurinn var jafn en það voru gæði í sóknarmönnum Blika sem gerðu útslagið. Birta Georgsdóttir gerði tvö mörk og Katrín Ásbjörnsdóttir eitt til að innsigla sigurinn undir lok leiks en staðan var 0-2 í hálfleik.. Eyjakonur geta verið svekktar að hafa ekki náð að skora því tækifærin komu til þeirra.

Fótbolti
Fréttamynd

Berg­huis í bann fyrir að bregðast illa við ras­isma

Steven Berghuis, miðjumaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun byrja næsta tímabil í þriggja leikja banni. Hann veittist að stuðningsmanni FC Twente eftir leik liðanna í lokaumferð nýafstaðins tímabils. Gerði hann það þar sem stuðningsmaðurinn var með kynþáttaníð í garð samherja hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Ancelotti stefnir Everton fyrir vanefndir

Carlo Ancelotti, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og núverandi knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur stefnt enska úrvalsdeildarfélaginu vegna vanefnda á almennum viðskiptasamningum og fyrirkomulagi þeirra.

Fótbolti
Fréttamynd

Neyddust til að sýna á sér píkuna á HM

Nilla Fischer, fyrrverandi landsliðskona Svíþjóðar, segir frá því í ævisögu sinni að á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi 2011 hafi leikmenn, að kröfu FIFA, bókstaflega þurft að sýna að þær væru með kynfæri konu en ekki karls, vegna gruns um svindl.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola kveður eftir tvö ár

Pep Guardiola vildi lítið tjá sig um framtíð sína eftir að hafa klárað að vinna þrennuna með Manchester City um helgina, með sigri gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tárin flæddu hjá Ranieri eftir nýtt ævintýri

Hinn 71 árs gamli Claudio Ranieri hélt áfram að skapa ævintýri sem knattspyrnustjóri í gær þegar hann stýrði liði Cagliari upp í ítölsku A-deildina, eftir að hafa tekið við liðinu í 14. sæti B-deildarinnar. Cagliari tekur sæti Spezia sem tapaði úrslitaleik við Hellas Verona.

Fótbolti
Fréttamynd

Hákon Arnar og Mikael meðal fimm bestu

Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson voru meðal þeirra fimm leikmanna sem danski miðillinn Tipsbladet valdi sem fimm bestu sóknarþenkjandi miðjumenn dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Fótbolti