Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Rændur í miðjum flutningum

Kim Min-jae, miðvörður Bayern München í Þýskalandi, varð fyrir þeirri óskemmtilegri reynslu að vera rændur skömmu eftir að hann gekk í raðir Bayern. Aðeins var einum hlut rænt en sá hlutur var víst mikið notaður á heimili Kim.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona gæti umspilið fyrir EM litið út

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið í umspil um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskaland. Vinna þarf tvo umspilsleiki til að verða ein af þjóðunum 24 sem tekur þátt í mótinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Edda fylgir Nik í Kópa­voginn

Edda Garðarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þar mun hún aðstoða Nik Chamberlain sem tók nýverið við starfi aðalþjálfara liðsins en þau unnu saman hjá Þrótti Reykjavík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dönsku strákarnir á toppinn

Danmörk lagði Wales 2-1 í I-riðli undankeppni EM U-21 árs landsliða drengja í kvöld. Það þýðir að bæði Danmörk og Wales eru með átta stig en Ísland er í 3. sæti með sex.

Fótbolti
Fréttamynd

Men­dy stefnir Man City

Benjamin Mendy, leikmaður Lorient í Frakklandi, ætlar í mál við fyrrum vinnuveitanda sinn, Manchester City. eftir að félagið hætti að borga honum laun eftir að leikmaðurinn var kærður fyrir fjölda nauðgana árið 2021. Mendy var sýknaður í öllum ákæruliðum fyrr á þessu ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Dagur um Ronaldo: „Hann ýtti mér eitt­hvað“

„Við vorum helvíti þéttir. Auðvitað fengu þeir einhverja sénsa í endann en frammistaðan, sérstaklega varnarleikurinn, er eitthvað sem við getum byggt á,“ sagði Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður Íslands, eftir 2-0 tapið gegn Portúgal í lokaleik undankeppni EM í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þurfum að halda í það sem við erum góðir í“

„Mér fannst þetta mjög fínt, vörðumst vel og vorum þéttir,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson, varnarmaður Íslands, um 2-0 tap liðsins gegn Portúgal ytra í lokaleik undankeppni EM 2024. Þrátt fyrir tap sagði Guðlaugur Victor að það væru nokkrir ljósir punktar í frammistöðu kvöldsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein­kunnir Ís­lands gegn Portúgal: Hákon Rafn fram­úr­skarandi þrátt fyrir mis­tök í markinu

Ísland tapaði síðasta leik sínum í undankeppni EM 2024 gegn Portúgal ytra, 2-0. Heilt yfir átti íslenska liðið fínan leik og spilaði mun betur en í síðasta leik gegn Slóvakíu. Tveir menn enduðu jafnir með hæstu einkunn, Hákon Rafn og Arnór Sigurðsson. Báðir áttu þeir frábæran leik, en lækkuðu aðeins í einkunn eftir mistök sem leiddu að marki. 

Fótbolti