Íslenski boltinn

Ræddu lætin í Krikanum: „Það er hel­vítis hundur í Heimi“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dean Martin og Heimir Guðjónsson nudduðu saman höfðum.
Dean Martin og Heimir Guðjónsson nudduðu saman höfðum. sýn sport

Sérfræðingar Stúkunnar höfðu gaman að látunum á hliðarlínunni í leik FH og ÍA í Bestu deild karla í gær. Ólafur Kristjánsson efast þó um að þau hafi haft mikil áhrif á gang mála inni á vellinum.

Þegar skammt var til hálfleiks í viðureigninni í Kaplakrika í gær voru þeir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, og Dean Martin, aðstoðarþjálfari ÍA, reknir af velli fyrir að kýtast á hliðarlínunni.

„Ég hafði ógeðslega gaman að þessu. Ég verð bara að viðurkenna það. Ég elska þetta. Það er helvítis hundur í Heimi,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Stúkunni í gær. Hann telur líklegt að Heimir hafi ákveðið að hleypa öllu í bál og brand til að kveikja í FH-liðinu sem var í erfiðri stöðu.

„Heimir er líka 0-2 undir. Það kom smá glott á hann þarna. Það er einhver leikþáttur í gangi. En Deano, að fara í þetta, að kveikja í þessu, það eru mistökin. Ekki að dómarinn hafi hent rauðu spjaldi,“ sagði Albert en FH skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og tryggði sér sigurinn.

Ólafur Kristjánsson er efins um að gangur leiksins hafi breyst vegna uppákomunnar á hliðarlínunni.

„Lárus Orri [Sigurðsson, þjálfari ÍA] að það hafi einhver leikþáttur farið í gang og haft áhrif á leikinn. Við getum valið að segja að við þetta rauða spjald hafi leikurinn snúist við. Þetta voru tveir menn utan vallar sem fengu rautt spjald. Inni á vellinum voru sömu þátttakendur voru fram að rauða spjaldinu. Við getum gefið þessu mikla þýðingu; þegar Heimir og Deano fengu rautt varð FH betra,“ sagði Ólafur.

„Ég hef þjálfað oft á móti Heimi, spilaði með honum og þekki hann mjög vel. Hann er rólegur og yfirvegaður en það eru grensur og honum hefur fundist eitthvað hinum megin á bekknum að vera að ögra sér og hann svarar því. Bæði hann og Dean Martin gera hluti sem þú mátt ekki gera og er refsað fyrir hvað, hvort sem okkur líkar það vel eða illa. En vendipunkturinn var inni á vellinum, ekki þarna fyrir utan. Það getur vel verið að þetta hafi haft einhver áhrif en það voru fullt af hlutum sem áttu eftir að gerast og voru búnir að gerast. En ég hafði gaman að þessu.“

Klippa: Stúkan - umræða um lætin í Kaplakrika

Umræðuna um lætin í Kaplakrika má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Dóri verður að hætta þessu væli“

Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er orðinn þreyttur á því sem honum finnast vera tíðar afsakanir Halldórs Árnasonar, þjálfara Breiðabliks, í viðtölum eftir leiki.

„Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“

„Þegar þessi skrípaleikur fer af stað hérna á fertugustu mínútu hefðum við átt að vera búnir að klára leikinn“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-2 tap gegn FH. Skagamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust tveimur mörkum yfir, en svo hófst það sem Lárus kallar „skrípaleik.“

„Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“

Sigurður Bjartur Hallsson framherji FH var maður leiksins á Kaplakrikavelli, skoraði tvö mörk og tryggði sínum mönnum stigin þrjú gegn ÍA í Bestu deild karla. Hann var glaður en þreyttur eftir átökin í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×