Vettel sneggstur á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull reyndist sneggstur á lokaæfingu keppnisliða á Nurburgring brautinni í dag. Mark Webber á samskonar bíl varð annar og Fernando Alonso á Ferrari þriðji. Vettel varð 0.133 úr sekúndu á undan Webber á æfingunni og 0.222 á undan Alonso. Formúla 1 23. júlí 2011 10:12
Webber sneggstur á seinni æfingunni Mark Webber á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Nürburgring brautinni í Þýskalandi í dag. Hann varð 0.168 á undan Fernando Alonso á Ferrari, en Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji. Alonso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Formúla 1 22. júlí 2011 14:09
Alonso á Ferrari á undan Red Bull ökumönnunum á Nürburgring brautinni Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Nürburgring brautinni í Þýskalandi í dag. Um helgina fer fram tíunda umferð meistaramótsins og heimamaðurinn Sebastian Vettel stefnir á sigur, en hann er með 80 stiga forskot í stigamóti ökumanna. Sex þýskir ökumenn verða á heimavelli í keppninni á sunnudaginn og Vettel þeirra á meðal. Formúla 1 22. júlí 2011 10:08
Meistarinn Vettel vill vinna á heimavelli Formúlu 1 meistarinn Sebastain Vettel hjá Red Bull er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á í þýska kappakstrinum Nürburgring brautinni í Þýskalandi um helgina, en tvær æfingar fara fram í dag á brautinni. Vettel er með 80 stiga forskot á liðsfélaga sinn Mark Webber. Formúla 1 22. júlí 2011 08:40
Ferrari stjórinn vill berjast án þess að skoða stigastöðuna Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari segir að frammistaða liðs síns hafi verið ótrúleg í breska kappakstrinum í gær, en Fernando Alonso vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á árinu og Ferrari að sama skapi. Formúla 1 11. júlí 2011 16:34
Button óheppinn á heimavelli Bretinn Jenson Button hjá McLaren var frekar óheppinn í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Hann féll úr leik eftir að þjónustuliðinu hans mistókst að festa ró sem festir hægra framdekkið við framhjólabúnað bílsins í þjónustuhléi. Button ók af stað, en varð að stöðva þar sem dekkið var við það að detta undan. Formúla 1 11. júlí 2011 11:57
Hamilton: Einn besti breski kappakstur allra tíma Lewis Hamilton hjá McLaren var í hörkubaráttu um verðlaunasæti um tíma í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Undir lokin barðist hann við Felipe Massa á Ferrari um fjórða sætið allt til loka og munaði aðeins 0.024 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Var harður slagur á milli þeirra í síðustu beygjunni í síðasta hringnum og Hamilton hafði betur. Formúla 1 11. júlí 2011 11:14
Yfirmaður Red Bull hissa á að Webber hunsaði liðsskipanir Mark Webber sinnti ekki liðsskipunum Red Bull liðsins í Silverstone kappakstrinum í dag, þegar hann fékk nokkrum sinnum fyrirmæli um að sækja ekki að Sebastian Vettel. Þeir voru í slag um annað sætið á eftir Fernando Alonso og Webber lét ekki segjast. Formúla 1 10. júlí 2011 19:19
Alonso vann á sextíu ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari Sigur Fernando Alonso á Silverstone brautinni í dag var kærkominn fyrir Ferrari liðið sem hafði ekki unnið mót á árinu, en fyrir 60 árum vann Ferrari fyrsta sigurinn í Formúlu 1 á Silverstone. Þá vann Jose Froilan Gonzalez á Ferrari, en Alonso keyrði einmitt keppnisbíl hans í sýningarakstri í morgun nokkru áður en kappaksturinn hófst. Formúla 1 10. júlí 2011 18:51
Fernando Alonso sigraði Silverstone-kappaksturinn Fernando Alonso, ökuþór hjá Ferrari, vann í dag frábæran sigur í breska kappakstrinum í Silverstone eftir spennandi keppni. Sebastian Vettel varð í öðru sæti og Mark Webber í því þriðja en þeir tveir aka báðir fyrir Red Bull liðið. Formúla 1 10. júlí 2011 14:19
Nýliði í góðri stöðu á ráslínu á heimavelli Skoski ökumaðurinn Paul di Resta á Force India keppnisbíl verður sjötti á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone í dag. Nýliðinn hjá Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær, en Force India liðið er eitt átta Formúlu 1 liða sem eru á heimavelli í dag. Formúla 1 10. júlí 2011 10:11
Webber mun sækja til sigurs og segir karp um reglur leiðinlegt Mark Webber er fremstur á ráslínu í breska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á morgun. Hann telur að ruglingur með túlkun á reglum um útbúnað bílanna þessa mótshelgina á Silverstone ekki vera gott mál gagnvart áhorfendum. Formúla 1 9. júlí 2011 18:16
Webber fljótastur í tímatökunni á Silverstone Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Bretlandi á sunnudag. Hann náði besta tíma í tímatökum í dag og varð á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Fernando Alonso náði þriðja sæti á Ferrari og Felipe Massa á samskonar bíl því fjórða. Formúla 1 9. júlí 2011 13:32
Vettel rétt á undan Alonso á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull varð 0.063 úr sekúndu á undan Fernando Alonso á Ferrari á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í morgun. Brautin var þurr, en keppendur æfðu í tvígang á blautri braut í gær og þá náði Mark Webber á Red Bull besta tíma á fyrri æfingunni, en Felipe Massa á Ferrari á þeirri síðari um daginn. Formúla 1 9. júlí 2011 10:24
Massa stal senunni á Silverstone Felipe Massa á Ferrari náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í Bretlandi á blautri braut. Rigndi mikið á æfingunni. Massa náði besta tíma í blálokin, eftir að nokkrir ökumenn höfðu skipst á efsta sætinu á lokasprettinum á æfingunni. Formúla 1 8. júlí 2011 13:44
Webber á undan Schumacher á Silverstone Mark Webber hjá Red Bull var fljótastur á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í Bretlandi í dag, en keppt verður á brautinni á sunnudaginn. Michael Schumacher á Mercedes var næst fljótastur og Rubens Barrichello á Williams þriðji. Sergio Perez á Sauber var með fjórða besta tíma, en hann er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári. Bleyta var á Silverstone brautinni og Webber náði besta tímanum undir lok æfingarinnar, þegar hlutar brautarinnar höfðu þornað. Formúla 1 8. júlí 2011 09:51
Alonso: Erfitt að brúa bilið í Vettel Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari stefnir á sigur í einstökum mótum á árinu, en telur að vandasamt fyrir ökumenn að skáka Sebastian Vettel ökumanni Red Bull í stigamótinu, nema Vettel geri mistök. Vettel er með 77 stiga forskot á Jenson Button hjá McLaren í stigamóti ökumanna, en Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu, 99 stigum á eftir Vettel. Formúlu 1 mót er á Silverstone um helgina og fyrstu tvær æfingarnar á föstudag. Formúla 1 8. júlí 2011 09:01
Silverstone breytt fyrir tæpa 5.2 miljarða Silverstone brautarstæðinu í Bretlandi hefur verið breytt fyrir 28 miljónir sterlingspunda á milli ára, eða fyrir 5.196 milljarða íslenskra króna. Búið er að reisa ný mannvirki fyrir aðstöðu keppnisliða, sem verður notuð í fyrsta skipti af Formúlu 1 liðum í breska kappakstrinum um helgina. Formúla 1 6. júlí 2011 15:52
Nýliðinn Ricciardo þakklátur fyrir ökumannssæti hjá Hispania Nýliði í keppni í Formúlu 1 stýrir bíl hjá Formúlu 1 liðið Hispania á Silverstone brautinni í Bretlandi um helgina. Þetta er Ástralinn Daniel Ricciardo, sem hefur verið varaökumaður Torro Rosso. Formúla 1 6. júlí 2011 14:23
Mansell hrifinn af frammistöðu Vettel og lét ekki beinbrot stöðva sig Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn og Bretinn Nigel Mansell er hrifinn af frammistöðu Sebastian Vettel og hvernig hann hefur náð tökum á nýjum dekkjum í Formúlu 1. Sjálfur varð Mansell meistari 1992 og lét ekki brotin bein í fæti stöðva sig frá takmarki sínu í titilslagnum á sínum tima. Mansell verður meðal dómara á breska kappakstrinum um næstu helgi. Formúla 1 5. júlí 2011 15:10
Williams vann fyrsta og 100 sigurinn á Silverstone Williams liðið er á heimavelli á Silverstone brautinni eins og önnur Formúlu 1 lið, sem eru staðsett í Bretlandi. Níunda umferðin í Formúlu 1 verður á brautinni um helgina. Williams liðið vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 1979 og þann 100 í röðinni árið 1997. Formúla 1 5. júlí 2011 13:59
Williams liðið samdi við Renault um samstarf 2012 og 2013 Formúlu 1 lið Williams hefur samið við Renault um að útvega liðinu vélar frá og með næsta keppnistímabili, en meistaralið Red Bull notar Renault vélar, rétt eins og Renault liðið sjálft og Lotus. Williams vann marga titla með Renault á árum áður og keppir í breska kappakstrinum um næstu helgi á Silverstone. Formúla 1 4. júlí 2011 17:27
Button dreymir um að sigra á Silverstone brautinni Jenson Button hjá McLaren er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastian Vettel á Red Bull. Button, sem er breskur verður á heimavelli á Silverstone brautinni um næstu helgi, rétt eins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton. Formúla 1 4. júlí 2011 16:38
Vettel stefnir á toppárangur á Silverstone Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel varð 24 ára í gær, en hann er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á Silverstone brautinni i Englandi um næstu helgi með Red Bull liðinu ásamt Mark Webber. Formúla 1 4. júlí 2011 15:36
Mercedes mætir með nýjungar á Silverstone Formúlu 1 lið keppa á Silverstone um næstu helgi í níundu umferð heimsmeistaramótsins í Formúlu 1. Mercedes liðið er meðal þeirra liða sem verða á heimavelli. Bæði bílar og vélar liðsins eru framleiddar í Englandi, þó Mercedes merkið sé þýskt. Höfuðstöðvar Formúlu 1 liðs Mercedes eru í Brackley og vélarnar settar seman í Brixworth. Formúla 1 4. júlí 2011 14:32
Vettel og Red Bull í sterkri stöðu í stigamóti ökumanna og bílasmiða Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel muni halda áfram að stefna á sigur í einstökum mótum, fremur en spá í stöðuna í titilslagnum. Jafnvel þó hann sé kominn með 77 stiga forskot á næstu tvo menn í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra á árinu. Vettel vann sjötta sigurinn Í Valencia í gær. Formúla 1 27. júní 2011 13:23
Vettel naut sín vel Í Valencia Sebastian Vettel vann sjötta sigur sinn í Formúlu 1 á árinu í Valencia á Spáni í dag á Red Bull keppnisbíl. Vettel var meira og minna í forystu í mótinu og er kominn með 77 stiga forskot á næsta ökumann í stigakeppni ökumanna. Formúla 1 26. júní 2011 18:13
Vettel kom fyrstur í mark Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur tekið afgerandi forystu í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í evrópska kappakstrinum sem fór fram í Valencia á Spáni. Formúla 1 26. júní 2011 13:59
Vettel: Góður dagur fyrir liðið Sebastian Vettel tryggði sér fremsta stað á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Valencia á morgun í dag í tímatökum. Þetta er í sjöunda skipti sem Vettel verður fremstur á ráslínu á þessu ári, en hann er efstur í stigamóti ökumanna eftir sjö mót. Formúla 1 25. júní 2011 17:46
Vettel fremstur á ráslínu í sjöunda skipti á árinu Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökum á Valencia brautinni á Spáni í dag. Hann varð 0.188 úr sekúndu á undan liðsfélaga sínum Mark Webber, en Lewis Hamilton varð þriðji á McLaren. Formúla 1 25. júní 2011 13:54