Torro Rosso skiptir um keppnisökumenn fyrir næsta ár 14. desember 2011 18:45 Daniel Ricciardo og Jean Eric Vergne verða ökumenn Torro Rosso á næsta ári. MYND: Andrew Hone/Getty Images Torro Rosso liðið ítalska hefur ákveðið að skipta um keppnisökumenn fyrir næsta keppnistímabil. Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo verða ökumenn liðsins í stað Sebastian Buemi og Jamie Alguersuari. Vergne verður nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1, en Ricciardo ók með HRT liðinu á þessu keppnistímabili, eftir að hafa tekið sæti Narain Karthikeyan. Torro Rosso liðið hefur verið starfrækt frá árinu 2006, en báðir ökumennirnir sem aka með liðinu á næsta ári hafa verið undir handleiðslu Red Bull síðustu ár, sem hefur stutt við þá með ráði og dáð á ferli þeirra. Red Bull fyrirtækið austurríska á bæði Formúlu 1 lið Red Bull og Torro Rosso. Franz Tost, yfirmaður Torro Rosso liðsins kvaðst ánægður að liðið hafi tekið ákvörðun snemma um hvaða ökumenn aka með liðinu á næsta ári. Ricciardo er 22 ára og fæddur í Ástralíu og ók á föstudagsæfingum með Torro Rosso á þessu ári, áður en hann fékk sætið hjá HRT liðinu í stað Karthikeyan. „Þetta er stórmál fyrir mig og nokkuð sem ég hef viljað frá því ég var að keyra fyrir Torro Rosso á föstudagsmorgun á mótshelgum á fyrri hluta tímabilsins. Ég er enn hoppandi glaður af spenningi vegna þessara frétta", sagði Ricciardo í fréttatilkynningu frá Torro Rosso. Ricciardo ók í sjö mótum með HRT liðinu og kvaðst hafa lært mikið af því. Vergne er franskur og ók á þremur föstudagsæfingum með Torro Rosso undir lok keppnistímabilsins. Hann er 21 árs og varð meistari í Formúlu 3 í Bretlandi í fyrra. „Fyrst og fremst verð ég að þakka Red Bull fyrir allan stuðningin til þessa og fyrir að trúa því að ég sé tilbúinn að takast á við það verkefni að keppa í Formúlu 1. Jólin komu snemma í ár!" sagði Vergne. Auk þess að aka á föstudagsæfingunum, þá ók Vergne þrjá daga á æfingum ungra ökumanna í Abú Dabí eftir að keppnistímabilinu í Formúlu 1 lauk á bíl frá Red Bull liðinu og náði besta tíma dagsins alla æfingadagana. „Mér finnst ég tilbúinn að taka skrefið, jafnvel þó ég viti að það er mikill munur á æfingum og því að keppa," sagði Vergne og kvaðst hafa notið þessa að vinna með Torro Rosso á árinu og bíður þess spenntur að sitja á ráslínunni í Melbourne í Ástralíu í mars. Formúla Íþróttir Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Torro Rosso liðið ítalska hefur ákveðið að skipta um keppnisökumenn fyrir næsta keppnistímabil. Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo verða ökumenn liðsins í stað Sebastian Buemi og Jamie Alguersuari. Vergne verður nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1, en Ricciardo ók með HRT liðinu á þessu keppnistímabili, eftir að hafa tekið sæti Narain Karthikeyan. Torro Rosso liðið hefur verið starfrækt frá árinu 2006, en báðir ökumennirnir sem aka með liðinu á næsta ári hafa verið undir handleiðslu Red Bull síðustu ár, sem hefur stutt við þá með ráði og dáð á ferli þeirra. Red Bull fyrirtækið austurríska á bæði Formúlu 1 lið Red Bull og Torro Rosso. Franz Tost, yfirmaður Torro Rosso liðsins kvaðst ánægður að liðið hafi tekið ákvörðun snemma um hvaða ökumenn aka með liðinu á næsta ári. Ricciardo er 22 ára og fæddur í Ástralíu og ók á föstudagsæfingum með Torro Rosso á þessu ári, áður en hann fékk sætið hjá HRT liðinu í stað Karthikeyan. „Þetta er stórmál fyrir mig og nokkuð sem ég hef viljað frá því ég var að keyra fyrir Torro Rosso á föstudagsmorgun á mótshelgum á fyrri hluta tímabilsins. Ég er enn hoppandi glaður af spenningi vegna þessara frétta", sagði Ricciardo í fréttatilkynningu frá Torro Rosso. Ricciardo ók í sjö mótum með HRT liðinu og kvaðst hafa lært mikið af því. Vergne er franskur og ók á þremur föstudagsæfingum með Torro Rosso undir lok keppnistímabilsins. Hann er 21 árs og varð meistari í Formúlu 3 í Bretlandi í fyrra. „Fyrst og fremst verð ég að þakka Red Bull fyrir allan stuðningin til þessa og fyrir að trúa því að ég sé tilbúinn að takast á við það verkefni að keppa í Formúlu 1. Jólin komu snemma í ár!" sagði Vergne. Auk þess að aka á föstudagsæfingunum, þá ók Vergne þrjá daga á æfingum ungra ökumanna í Abú Dabí eftir að keppnistímabilinu í Formúlu 1 lauk á bíl frá Red Bull liðinu og náði besta tíma dagsins alla æfingadagana. „Mér finnst ég tilbúinn að taka skrefið, jafnvel þó ég viti að það er mikill munur á æfingum og því að keppa," sagði Vergne og kvaðst hafa notið þessa að vinna með Torro Rosso á árinu og bíður þess spenntur að sitja á ráslínunni í Melbourne í Ástralíu í mars.
Formúla Íþróttir Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira