Vettel tók á móti heimsmeistarabikarnum 10. desember 2011 00:01 Jean Todt, forseti FIA afhendir Sebastian Vettel heimsmeistarabikarinn, en Jenson Button og Mark Webber tóku einnig á móti verðlaunum á verðlaunaafhendingu FIA. MYND: FIA Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Fornúlu 1 á sérstakri verðlaunahátíð FIA, alþjóðabílasambandsins sem fór fram í Nýju Delí í Indlandi í gærkvöldi. Jean Todt forseti FIA afhenti Vettel bikarinn, en Vettel tryggði sér meistaratitilinn í Formúlu 1 annað árið í röð á þessu keppnistímabili með Red Bull liðinu. „Það er frábært að vera hérna í Indlandi á hátíð FIA og taka á móti bikarnum í annað skiptið. Ég hef haft bikarinn í húsinu mínu allt árið og vildi ekki skila honum, þannig að þetta skiptir mig miklu máli", sagði Vettel á afhendingunni, samkvæmt frétt á autosport.com. „Það er erfitt að lýsa því með orðum hvernig er að vinna á ný. Liðið hélt einbeitingu og gerði fá mistök og ég vil þakka því fyrir áhrifamikið framlag. Ég vil líka þakka Renault sem lagði svo hart að sér", sagði Vettel, en Renault vélar voru um borð í keppnisbílum Red Bull í mótum ársins. Vettel vann ellefu Formúlu 1 mót á keppnistímabilinu og hlaut samtals 392 stig í stigamóti ökumanna. Jenson Button hjá McLaren liðinu varð annar með 270 stig og Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull varð þriðji með 258 stig. Bæði Button og Webber tóku á móti verðlaunum fyrir árangur sinn á verðlaunaafhendingu FIA eins og Vettel. Christian Horner tók á móti heimsmeistarabikar bílasmiða, en Red Bull liðið sem hann er yfirmaður hjá vann meistaratitilinn í ár, rétt eins og í fyrra. Formúla Íþróttir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Fornúlu 1 á sérstakri verðlaunahátíð FIA, alþjóðabílasambandsins sem fór fram í Nýju Delí í Indlandi í gærkvöldi. Jean Todt forseti FIA afhenti Vettel bikarinn, en Vettel tryggði sér meistaratitilinn í Formúlu 1 annað árið í röð á þessu keppnistímabili með Red Bull liðinu. „Það er frábært að vera hérna í Indlandi á hátíð FIA og taka á móti bikarnum í annað skiptið. Ég hef haft bikarinn í húsinu mínu allt árið og vildi ekki skila honum, þannig að þetta skiptir mig miklu máli", sagði Vettel á afhendingunni, samkvæmt frétt á autosport.com. „Það er erfitt að lýsa því með orðum hvernig er að vinna á ný. Liðið hélt einbeitingu og gerði fá mistök og ég vil þakka því fyrir áhrifamikið framlag. Ég vil líka þakka Renault sem lagði svo hart að sér", sagði Vettel, en Renault vélar voru um borð í keppnisbílum Red Bull í mótum ársins. Vettel vann ellefu Formúlu 1 mót á keppnistímabilinu og hlaut samtals 392 stig í stigamóti ökumanna. Jenson Button hjá McLaren liðinu varð annar með 270 stig og Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull varð þriðji með 258 stig. Bæði Button og Webber tóku á móti verðlaunum fyrir árangur sinn á verðlaunaafhendingu FIA eins og Vettel. Christian Horner tók á móti heimsmeistarabikar bílasmiða, en Red Bull liðið sem hann er yfirmaður hjá vann meistaratitilinn í ár, rétt eins og í fyrra.
Formúla Íþróttir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira