Webber: Alltaf gaman að vinna 27. nóvember 2011 22:02 Mark Webber fagnar sigrinum i Brasilíu í dag. AP MYND: Victor R. Caivano Mark Webber hjá Red Bull liðinu vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu þegar hann kom fyrstur í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Webber sagði sigurinn mikilvægan fyrir sig, en mótið í Brasilíu var það síðasta á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Baráttan um fyrsta sætið í mótinu á Jose Carlos Pace brautinni í dag var á milli Webber og Sebastian Vettel, liðsfélaga hans hjá Red Bull. Vettel leiddi mótið, eftir að hafa ræst af stað af fremsta stað á ráslínu. En eitthvað vandamál kom upp í gírkassanum í bíl Vettel í mótinu og Webber nýtti sóknarfærið og fór framúr Vettel í 29 hring af 71, sem keppendur óku í mótinu. Webber varð ekki ógnað eftir þetta og Vettel hélt öðru sætinu til loka og kom í endamark á undan Jenson Button hjá McLaren. Button tryggði sér annað sætið í stigamóti ökumanna með árangri sínum í dag, á eftir Vettel sem var þegar búinn að tryggja sér titil ökumanna. Webber lauk tímabilinu í þriðja sæti í stigamóti ökumanna. Um árangurinn sinn í kappakstrinum í dag sagði Webber: „Tilfinningin er góð, það er alltaf gaman að vinna. Slagurinn við Vettel var ekki harður, af því hann lenti í vandræðum, en ég var á góðum hraða og leið vel í bílnum. Það var fínn endir á árinu", sagði Webber. „Ef ég horfði yfir árið þá var þetta ekki besta tímabilið mitt, en ekki það versta heldur. Árið byrjaði ekki vel og ég gat ekki nýtt mér ólán annarra, eða komist í stöðu til að vinna mót, en maður tekur sigrunum þegar færi gefst." „Þetta var því mjög mikilvægur sigur fyrir mig í dag og liðið lýkur tímabilinu í sigurvímu. Ég hafði verulega gaman af síðustu hringjunum. Þetta er frábær braut fyrir liðið og við höfum unnið þrjá sigra í röð hérna", sagði Webber." Formúla Íþróttir Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull liðinu vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu þegar hann kom fyrstur í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Webber sagði sigurinn mikilvægan fyrir sig, en mótið í Brasilíu var það síðasta á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Baráttan um fyrsta sætið í mótinu á Jose Carlos Pace brautinni í dag var á milli Webber og Sebastian Vettel, liðsfélaga hans hjá Red Bull. Vettel leiddi mótið, eftir að hafa ræst af stað af fremsta stað á ráslínu. En eitthvað vandamál kom upp í gírkassanum í bíl Vettel í mótinu og Webber nýtti sóknarfærið og fór framúr Vettel í 29 hring af 71, sem keppendur óku í mótinu. Webber varð ekki ógnað eftir þetta og Vettel hélt öðru sætinu til loka og kom í endamark á undan Jenson Button hjá McLaren. Button tryggði sér annað sætið í stigamóti ökumanna með árangri sínum í dag, á eftir Vettel sem var þegar búinn að tryggja sér titil ökumanna. Webber lauk tímabilinu í þriðja sæti í stigamóti ökumanna. Um árangurinn sinn í kappakstrinum í dag sagði Webber: „Tilfinningin er góð, það er alltaf gaman að vinna. Slagurinn við Vettel var ekki harður, af því hann lenti í vandræðum, en ég var á góðum hraða og leið vel í bílnum. Það var fínn endir á árinu", sagði Webber. „Ef ég horfði yfir árið þá var þetta ekki besta tímabilið mitt, en ekki það versta heldur. Árið byrjaði ekki vel og ég gat ekki nýtt mér ólán annarra, eða komist í stöðu til að vinna mót, en maður tekur sigrunum þegar færi gefst." „Þetta var því mjög mikilvægur sigur fyrir mig í dag og liðið lýkur tímabilinu í sigurvímu. Ég hafði verulega gaman af síðustu hringjunum. Þetta er frábær braut fyrir liðið og við höfum unnið þrjá sigra í röð hérna", sagði Webber."
Formúla Íþróttir Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira