Vettel: Við áttum stórkostlegt tímabil 12. desember 2011 18:15 Sebastian Vettel og Adrian Newey, tæknistjóri Red Bull glaðir í bragði þegar Red Bull liðið fagnaði árangri sínum í Milton Keynes á laugardag. MYND: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Formúlu 1 í Indlandi á föstudagskvöld. Hann mætti síðan með Red Bull liðinu á sérstaka uppákomu í Milton Keynes í Bretlandi á laugardag til að fagna árangri sínum og liðsins, sem vann meistaratitil bílasmiða annað árið í röð á keppnistímabilinu. Vettel vann ellefu mót á árinu og vann meistaratitil ökumanna annað árið í röð og segir keppnistímabilið hafa verið stórkostlegt. „Við áttum stórkostlegt tímabil. Það tekur tíma að átta sig á því hvað sérstakt það var. Það hefur verið magnað. Þetta er tímabil sem við munum minnast og alltaf vera stoltir af", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag og sagði að Adrian Newey, tæknistjóri liðsins og samstarfsmenn hans væru nú þegar að vinna í keppnisbíl næsta árs. „Svona tímabil gerast ekki á hverju ári, en við erum þegar farnir að huga að næsta ári. Newey og strákarnir eru að vinna hörðum höndum að bíl næsta árs. Þeir verða aðeins öðruvísi, ekki bylting en reglurnar hafa breyst nokkuð á ný, þannig að við verðum að aðlagast og í augnablikinu erum við að vinna af því af krafti að fullkomna bílinn." „Í upphafi næsta árs setjum við hann saman, förum á braut og sjáum hvernig hann virkar. Vonandi verður hann nokkuð áreiðanlegur frá byrjun, en það mikilvægasta er að hann sé hraðskreiður. Það er auðveldara að gera hraðskreiðan bíl áreiðanlegan, en áreiðanlegan bíl hraðskreiðan." Auk þess að vinna ellefu Formúlu 1 mót á árinu þá Vettel sló met hvað varðar árangur í tímatöku á sama keppnistímabili á þessu ári. Hann var fimmtán sinnum fljótastur í tímatöku og sló met sem hann hafði átt ásamt Nigel Mansell. „Faglega séð hafa tvö síðustu ár verið árangursrík, en við þurfum að horfa fram veginn. Það skortir ekki hvötina og við þurfum ekki að spyrja okkur hvað við erum að gera, af því við höfum afrekað mikið. Það væri dapurlegt að segja að þetta hafi verið hápunktur lífs míns á 24 aldursári og nú eigi allt eftir að versna! Jafnvel þó ég dragi mig í hlé, þá mun ég vakna á morgnana og hugsa að besti dagurinn minn sé enn framundan", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Formúlu 1 í Indlandi á föstudagskvöld. Hann mætti síðan með Red Bull liðinu á sérstaka uppákomu í Milton Keynes í Bretlandi á laugardag til að fagna árangri sínum og liðsins, sem vann meistaratitil bílasmiða annað árið í röð á keppnistímabilinu. Vettel vann ellefu mót á árinu og vann meistaratitil ökumanna annað árið í röð og segir keppnistímabilið hafa verið stórkostlegt. „Við áttum stórkostlegt tímabil. Það tekur tíma að átta sig á því hvað sérstakt það var. Það hefur verið magnað. Þetta er tímabil sem við munum minnast og alltaf vera stoltir af", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag og sagði að Adrian Newey, tæknistjóri liðsins og samstarfsmenn hans væru nú þegar að vinna í keppnisbíl næsta árs. „Svona tímabil gerast ekki á hverju ári, en við erum þegar farnir að huga að næsta ári. Newey og strákarnir eru að vinna hörðum höndum að bíl næsta árs. Þeir verða aðeins öðruvísi, ekki bylting en reglurnar hafa breyst nokkuð á ný, þannig að við verðum að aðlagast og í augnablikinu erum við að vinna af því af krafti að fullkomna bílinn." „Í upphafi næsta árs setjum við hann saman, förum á braut og sjáum hvernig hann virkar. Vonandi verður hann nokkuð áreiðanlegur frá byrjun, en það mikilvægasta er að hann sé hraðskreiður. Það er auðveldara að gera hraðskreiðan bíl áreiðanlegan, en áreiðanlegan bíl hraðskreiðan." Auk þess að vinna ellefu Formúlu 1 mót á árinu þá Vettel sló met hvað varðar árangur í tímatöku á sama keppnistímabili á þessu ári. Hann var fimmtán sinnum fljótastur í tímatöku og sló met sem hann hafði átt ásamt Nigel Mansell. „Faglega séð hafa tvö síðustu ár verið árangursrík, en við þurfum að horfa fram veginn. Það skortir ekki hvötina og við þurfum ekki að spyrja okkur hvað við erum að gera, af því við höfum afrekað mikið. Það væri dapurlegt að segja að þetta hafi verið hápunktur lífs míns á 24 aldursári og nú eigi allt eftir að versna! Jafnvel þó ég dragi mig í hlé, þá mun ég vakna á morgnana og hugsa að besti dagurinn minn sé enn framundan", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti