Flóttamenn

Flóttamenn

Fréttir af málefnum flóttamanna.

Fréttamynd

Tæplega þrjú hundruð flóttamenn um borð í Ocean Viking

Á síðustu dögum hefur björgunarskipið Ocean Viking bjargað 295 einstaklingum á Miðjarðarhafi í tveimur björgunaraðgerðum, þar af 132 fylgdarlausum börnum. Skipið er gert út af hálfu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í samvinnu við samtökin SOS Mediterranee. Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við verkefnið með tveimur sendifulltrúum en einnig með fjárframlagi, meðal annars frá utanríkisráðuneytinu.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Aldrei fleiri sótt um hæli

Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Aukum þátt­töku­rétt í at­vinnu­lífinu

Erfitt hefur verið fyrir marga að horfa upp á stríð brjótast út í Evrópu. Fréttirnar rista misdjúpt í sálarlífi fólks en algengt er og eðlilegt að einstaklingar finni fyrir tilhneigingu til að vilja hjálpa til í hræðilegu ástandi sem þessu.

Skoðun
Fréttamynd

Reykjavík hefur opinn faðm

Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur.

Skoðun
Fréttamynd

Leigj­enda­sam­tökin lýsa yfir neyðar­á­standi á leigu­markaðnum

Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum, ennfremur hvetja samtökin stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn. Mikilvægt er að það verði gert til að verja stríđshrjáð flóttafólk, leigjendur og þá sem þurfa að búa sér heimili á leigumarkaði fyrir óheftu okri og fyrirsjáanlegum hækkunum á húsaleigu verði ekkert að gert.

Skoðun
Fréttamynd

Opnum stríðs­hrjáðu flótta­fólki hlýjan faðm

Nú þegar hafa á annað hundrað flóttamenn frá Úkraínu óskað eftir hæli hérlendis frá því að innrásin hófst og þeim fjölgar enn dag frá degi. Þess er vænst að tekið verði á móti allt að 2.000 manns frá Úkraínu á næstu vikum. Sumir dveljast hér tímabundið en aðrir setjast að lengur og snúa jafnvel aldrei aftur heim. Miklu skiptir að þetta fólk mæti hér hlýju, skilningi og fjölþættri aðstoð.

Skoðun
Fréttamynd

Telja Úkraínumenn geta haldið aftur af Rússum við Kænugarð

Þó þeir hafi sótt lítillega fram í dag er sókn Rússa að Kænugarði talin vera strand, ef svo má að orði komast. Hugveitan Institute for the Study of War segir auknar líkur á því að Úkraínumenn geti varist sókn Rússa að höfuðborginni, áður en þeim tekst að umkringja hana.

Erlent
Fréttamynd

Vændi - fram­boð og eftir­spurn

Það var frétt á RÚV um helgina þar sem kom fram að glæpasamtök sem stunda mansal sætu um úkraínskar konur á flótta til að ræna þeim og selja þær í vændi.

Skoðun
Fréttamynd

Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins

Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Þegar neyðin er stærst er mannúðin mest

Þessa dagana fyllumst við öll máttleysi og vanmátt þegar við sjáum hinar skelfilegu hörmungar sem dynja yfir í Úkraínu. Það er okkur eðlislægt að finna til með fólki í neyð. Í huga okkar koma upp spurningar eins og “hvað ef þetta væri ég?” og “hvað get ég gert?”. Fyrir okkur sem hafa unnið við mannúðarstörf í áratugi, þá þekkjum við vel þessar spurningar, því þær eru drifkrafturinn fyrir því erfiða starfi sem á sér stað í kjölfar mikilla hörmunga.

Skoðun
Fréttamynd

Landa­mæri Ís­lands gal­opin fyrir Úkraínu­mönnum

Allt frá nokkrum hundruðum til þúsunda Úkraínumanna gætu fengið skjól á Íslandi eftir að neyðarákvæði útlendingalaga var virkjað í gærkvöldi. Formaður flóttamannanefndar segir ljóst að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki ein við að taka á móti þessum fjölda en er ánægður með undirtektirnar.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúningur hafinn fyrir móttöku flóttafólks

Flóttamannanefnd fundaði nú síðdegis og lauk löngum fundi nú á fimmta tímanum. Formaður nefndarinnar segir alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni taka á móti flóttafólki frá Úkraínu eins og önnur Evrópuríki hafa verið að gera. 

Innlent
Fréttamynd

Er­lendum ríkis­borgurum meinað að flýja Úkraínu

Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega af afrískum uppruna, hafa lent í miklum vandræðum við að flýja Úkraínu. Margir þeirra segja að þeim hafi verið vísað úr lestum og þeim meinaður aðgangur að almenningssamgöngum á leið úr landinu.

Erlent
Fréttamynd

Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu

Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu.

Heimsmarkmiðin