Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 4. nóvember 2022 11:55 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun verndarkerfisins en á sama tíma auðvelda fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma til Íslands að vinna. Stöð 2/Egill Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. Lögregla fór víða um Reykjavík í vikunni í leit að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi með flugvél um morguninn. Þrettán úr hópnum fundust ekki og að lokum voru fimmtán sendir úr landi. Á meðal þeirra var Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, sem hefur dvalið á Íslandi í meira en eitt og hálft ár. Myndband þar sem honum er lyft úr hjólastól sínum til að vera fluttur á brott hefur vakið nokkra hneykslan á samfélagsmiðlum og mikla gagnrýni í garð stjórnvalda. Alltaf viðkvæm mál að sögn Jóns Jón var spurður í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þar ítrekaði hann að brottvísanirnir hafi verið samkvæmt lögum og reglum. „Þetta eru alltaf mjög viðkvæm mál, þessar brottvísanir og hér verðum við að hafa það í huga að þetta er allt fólk sem að hefur hlotið málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum. Fyrir margt löngu komnar niðurstöður í því að þeirra umsókn um dvöl hér er hafnað, bæði af Útlendingastofnun og síðan af Kærunefnd útlendingamála,“ sagði Jón en horfa má á viðtal við hann í spilaranum hér að neðan. Legið hafi fyrir í lengri tíma að þessir einstaklingar hafi þurft að yfirgefa landið. Á meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er brottvísun tveggja íraskra nemenda Fjölbrautaskólans við Ármúla sem voru hluti þess hóps sem fluttur var úr landi í vikunni. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum. Skólastjóri Fjölbrautarskólans sagði framkomu stjórnvalda við nemendurna skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Aðspurður um þetta tiltekna mál sagðist Jón ekki hafa sett sig inn í einstaka aðgerðir lögreglu. Hann segist þó geta fullyrt að lögregla taki tillit til viðkvæmrar stöðu einstaklingana. „Þetta er ekki auðvelt hlutverk fyrir lögreglu að þurfa að standa í þessu. En þegar fólk neitar að fara þrátt fyrir niðurstöður að þá auðvitað veit það að það kemur að því að það þurfi að sækja það. Ég minni á það í þessu tilfelli stóð til að flytja 28 manns úr landi en þrettán fundust ekki. Fólk er líka að stunda það að fara í felur og reyna að forðast það að vera flutt í burtu.“ Þú tekur fram að þrettán fundust ekki. Eru þetta aðferðirnar sem á að nota? Að lögregla fari út um borg og bí, leiti fólk uppi og sendi það úr landi með valdi? „Er eitthvað annað í boði? Við erum að framfylgja lögum og þeim reglum sem um þetta gilda. Lögreglan hefur auðvitað það verkefni að framkvæma þessar brottvísanir ef fólk fer ekki í góðri samvinnu við stofnanir okkar. Þá er auðvitað einu úrræðin að það þarf að leita fólk uppi, finna það og fylgja þá eftir þessari niðurstöðu sem fengin er í þeirra málum.“ Kallaði eftir frekari skýringum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa kallað eftir frekari skýringum á framkvæmdinni hjá dómsmálaráðherra á ríkistjórnarfundinum í morgun. Hún segir lögreglumenn starfa lögum samkvæmt. Lög um útlendinga hafi verið samþykkt árið 2016 á Alþingi í breiðri samstöðu. Framkvæmdin sé þó iðulega gagnrýnd sem þurfi að skoða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. 3. nóvember 2022 14:56 Átján brottvísanir barna á þessu ári Útlendingastofnun hefur tekið átján ákvarðanir um brottvísun barna til Grikklands það sem af er ári. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest allar ákvarðanirnar. Kallað hefur verið á lögreglu í sextán tilfellum. 25. október 2022 17:46 Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Harma að hafa komið í veg fyrir myndatökur af brottvísuninni Isavia harmar að hafa hindrað störf fjölmiðla þegar lögreglan flutti hælisleitendur af landi brott í leiguflugvél til Grikklands. 3. nóvember 2022 17:30 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Lögregla fór víða um Reykjavík í vikunni í leit að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi með flugvél um morguninn. Þrettán úr hópnum fundust ekki og að lokum voru fimmtán sendir úr landi. Á meðal þeirra var Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, sem hefur dvalið á Íslandi í meira en eitt og hálft ár. Myndband þar sem honum er lyft úr hjólastól sínum til að vera fluttur á brott hefur vakið nokkra hneykslan á samfélagsmiðlum og mikla gagnrýni í garð stjórnvalda. Alltaf viðkvæm mál að sögn Jóns Jón var spurður í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þar ítrekaði hann að brottvísanirnir hafi verið samkvæmt lögum og reglum. „Þetta eru alltaf mjög viðkvæm mál, þessar brottvísanir og hér verðum við að hafa það í huga að þetta er allt fólk sem að hefur hlotið málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum. Fyrir margt löngu komnar niðurstöður í því að þeirra umsókn um dvöl hér er hafnað, bæði af Útlendingastofnun og síðan af Kærunefnd útlendingamála,“ sagði Jón en horfa má á viðtal við hann í spilaranum hér að neðan. Legið hafi fyrir í lengri tíma að þessir einstaklingar hafi þurft að yfirgefa landið. Á meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er brottvísun tveggja íraskra nemenda Fjölbrautaskólans við Ármúla sem voru hluti þess hóps sem fluttur var úr landi í vikunni. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum. Skólastjóri Fjölbrautarskólans sagði framkomu stjórnvalda við nemendurna skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Aðspurður um þetta tiltekna mál sagðist Jón ekki hafa sett sig inn í einstaka aðgerðir lögreglu. Hann segist þó geta fullyrt að lögregla taki tillit til viðkvæmrar stöðu einstaklingana. „Þetta er ekki auðvelt hlutverk fyrir lögreglu að þurfa að standa í þessu. En þegar fólk neitar að fara þrátt fyrir niðurstöður að þá auðvitað veit það að það kemur að því að það þurfi að sækja það. Ég minni á það í þessu tilfelli stóð til að flytja 28 manns úr landi en þrettán fundust ekki. Fólk er líka að stunda það að fara í felur og reyna að forðast það að vera flutt í burtu.“ Þú tekur fram að þrettán fundust ekki. Eru þetta aðferðirnar sem á að nota? Að lögregla fari út um borg og bí, leiti fólk uppi og sendi það úr landi með valdi? „Er eitthvað annað í boði? Við erum að framfylgja lögum og þeim reglum sem um þetta gilda. Lögreglan hefur auðvitað það verkefni að framkvæma þessar brottvísanir ef fólk fer ekki í góðri samvinnu við stofnanir okkar. Þá er auðvitað einu úrræðin að það þarf að leita fólk uppi, finna það og fylgja þá eftir þessari niðurstöðu sem fengin er í þeirra málum.“ Kallaði eftir frekari skýringum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa kallað eftir frekari skýringum á framkvæmdinni hjá dómsmálaráðherra á ríkistjórnarfundinum í morgun. Hún segir lögreglumenn starfa lögum samkvæmt. Lög um útlendinga hafi verið samþykkt árið 2016 á Alþingi í breiðri samstöðu. Framkvæmdin sé þó iðulega gagnrýnd sem þurfi að skoða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. 3. nóvember 2022 14:56 Átján brottvísanir barna á þessu ári Útlendingastofnun hefur tekið átján ákvarðanir um brottvísun barna til Grikklands það sem af er ári. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest allar ákvarðanirnar. Kallað hefur verið á lögreglu í sextán tilfellum. 25. október 2022 17:46 Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Harma að hafa komið í veg fyrir myndatökur af brottvísuninni Isavia harmar að hafa hindrað störf fjölmiðla þegar lögreglan flutti hælisleitendur af landi brott í leiguflugvél til Grikklands. 3. nóvember 2022 17:30 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. 3. nóvember 2022 14:56
Átján brottvísanir barna á þessu ári Útlendingastofnun hefur tekið átján ákvarðanir um brottvísun barna til Grikklands það sem af er ári. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest allar ákvarðanirnar. Kallað hefur verið á lögreglu í sextán tilfellum. 25. október 2022 17:46
Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50
Harma að hafa komið í veg fyrir myndatökur af brottvísuninni Isavia harmar að hafa hindrað störf fjölmiðla þegar lögreglan flutti hælisleitendur af landi brott í leiguflugvél til Grikklands. 3. nóvember 2022 17:30