„Mörgum spurningum ósvarað“ um brottflutning hælisleitenda Snorri Másson skrifar 3. nóvember 2022 11:54 Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna hefur kallað dómsmálaráðherra á fund allsherjar- og menntamálanefndar. Þingmaður Vinstri grænna segir mörgum spurningum ósvarað um brottflutning hælisleitenda sem ríkislögreglustjóri framkvæmdi í gærkvöldi og morgun. Til stóð að flytja 28 manns úr landi en 13 einstaklingar fundust ekki þegar þeirra var leitað. Fimmtán fóru með flugvél úr landi í morgun, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak. Stoðdeild ríkislögreglustjóra fór víða um Reykjavík í gærkvöld og sótti hælisleitendur sem síðan voru fluttir úr landi með flugvél í morgunsárið. Margir þeirra njóta þegar verndar í öðrum löndum og hafa fengið endanlega synjun hér. Á meðal þeirra 15 sem var sóttur á slíkum forsendum var hinn fatlaði Hussein Hussein frá Írak, en á myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum sést þegar hann er tekinn úr hjólastól sínum og færður inn í bifreið. Hussein var því næst fluttur úr landi í umræddri flugvél en hjólastóll hans var að sögn ríkislögreglustjóra sendur með honum á áfangastað. Kært til Mannréttindadómstóls Evrópu Lögmaður Hussein, Claudia Wilson, hefur kært framferði yfirvalda til Mannréttindadómstóls Evrópu. Til stóð að réttarhöld færu fram í máli hans 18. nóvember þar sem hann fór þess á leit að fá efnislega meðferð síns máls hér á landi. „Þetta var náttúrulega gert fyrirvaralaust. Ég fékk að vita um þetta bara seinnipart dags í gær og frá þeim tíma hafði ég verið að reyna að tala við þau og hitta þau og beiðni um að hitta þau var hafnað,“ segir Claudia. Hún segir að heilsu skjólstæðings síns hafi hrakað talsvert að undanförnu og að nú liggi ekki annað fyrir en að hann hafi verið fluttur úr landi í því ástandi. Gæta þurfi hagsmuna fólks í viðkvæmri stöðu Fréttirnar af brottflutningi Hussein vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum í gærkvöld. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna var á meðal þeirra sem brugðust við og óskaði eftir að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mætti á fund allsherjarnefndar til að skýra málið. Jón komst ekki vegna skamms fyrirvara. „Mér finnst bara mörgum óspurningum svarað sem við erum að kalla eftir. Það er auðvitað þannig að hér fá ekki allir vernd og það er sárt og það er erfitt þegar fólki er brottvísað. En þannig eru nú bara lög og reglur og við erum að vinna eftir þeim. Fólk hefur hér ákveðin tækifæri til að leita réttar síns og ákveðnar leiðir sem það getur farið, en þegar þær eru tæmdar og fólk fær ekki vernd, þá þarf það að fara. Ég held að það sé málið með langflesta sem átti við þar í gær. Ég þekki ekki einstök mál en veit það þó að þarna voru engin börn. Við þurfum að fá svör við því hvort þetta fólk hafi átt rétt á að mál þeirra yrði til endurskoðunar núna 18. nóvember. Af hverju lá þá á að það færi? Það eru spurningarnar sem mig langar að fá svör við,“ segir Jódís í samtali við fréttastofu. Jódís segir þó að stefna VG sé skýr, að sérstaklega eigi að gæta hagsmuna fólks í viðkvæmri stöðu, svo sem fatlaðs fólks eða hinsegin fólks, og að hér vakni spurningar um það hvort það hafi verið gert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði á svipuðum nótum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þær upplýsingar sem ég hef er að þau sem fóru þarna í nótt séu manneskjur sem hafi þegar fullreynt öll úrræði í okkar kerfi en ég að sjálfsögðu hef engar nánari upplýsingar um þessa einstaklinga. En það sem mér finnst mikilvægt er að við skoðum sérstaklega stöðu fólks sem er í svona viðkvæmri stöðu eins og þessi fatlaði maður sem þarna var nefndur,“ sagði Katrín. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mál Hussein Hussein Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Stoðdeild ríkislögreglustjóra fór víða um Reykjavík í gærkvöld og sótti hælisleitendur sem síðan voru fluttir úr landi með flugvél í morgunsárið. Margir þeirra njóta þegar verndar í öðrum löndum og hafa fengið endanlega synjun hér. Á meðal þeirra 15 sem var sóttur á slíkum forsendum var hinn fatlaði Hussein Hussein frá Írak, en á myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum sést þegar hann er tekinn úr hjólastól sínum og færður inn í bifreið. Hussein var því næst fluttur úr landi í umræddri flugvél en hjólastóll hans var að sögn ríkislögreglustjóra sendur með honum á áfangastað. Kært til Mannréttindadómstóls Evrópu Lögmaður Hussein, Claudia Wilson, hefur kært framferði yfirvalda til Mannréttindadómstóls Evrópu. Til stóð að réttarhöld færu fram í máli hans 18. nóvember þar sem hann fór þess á leit að fá efnislega meðferð síns máls hér á landi. „Þetta var náttúrulega gert fyrirvaralaust. Ég fékk að vita um þetta bara seinnipart dags í gær og frá þeim tíma hafði ég verið að reyna að tala við þau og hitta þau og beiðni um að hitta þau var hafnað,“ segir Claudia. Hún segir að heilsu skjólstæðings síns hafi hrakað talsvert að undanförnu og að nú liggi ekki annað fyrir en að hann hafi verið fluttur úr landi í því ástandi. Gæta þurfi hagsmuna fólks í viðkvæmri stöðu Fréttirnar af brottflutningi Hussein vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum í gærkvöld. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna var á meðal þeirra sem brugðust við og óskaði eftir að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mætti á fund allsherjarnefndar til að skýra málið. Jón komst ekki vegna skamms fyrirvara. „Mér finnst bara mörgum óspurningum svarað sem við erum að kalla eftir. Það er auðvitað þannig að hér fá ekki allir vernd og það er sárt og það er erfitt þegar fólki er brottvísað. En þannig eru nú bara lög og reglur og við erum að vinna eftir þeim. Fólk hefur hér ákveðin tækifæri til að leita réttar síns og ákveðnar leiðir sem það getur farið, en þegar þær eru tæmdar og fólk fær ekki vernd, þá þarf það að fara. Ég held að það sé málið með langflesta sem átti við þar í gær. Ég þekki ekki einstök mál en veit það þó að þarna voru engin börn. Við þurfum að fá svör við því hvort þetta fólk hafi átt rétt á að mál þeirra yrði til endurskoðunar núna 18. nóvember. Af hverju lá þá á að það færi? Það eru spurningarnar sem mig langar að fá svör við,“ segir Jódís í samtali við fréttastofu. Jódís segir þó að stefna VG sé skýr, að sérstaklega eigi að gæta hagsmuna fólks í viðkvæmri stöðu, svo sem fatlaðs fólks eða hinsegin fólks, og að hér vakni spurningar um það hvort það hafi verið gert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði á svipuðum nótum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þær upplýsingar sem ég hef er að þau sem fóru þarna í nótt séu manneskjur sem hafi þegar fullreynt öll úrræði í okkar kerfi en ég að sjálfsögðu hef engar nánari upplýsingar um þessa einstaklinga. En það sem mér finnst mikilvægt er að við skoðum sérstaklega stöðu fólks sem er í svona viðkvæmri stöðu eins og þessi fatlaði maður sem þarna var nefndur,“ sagði Katrín.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mál Hussein Hussein Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira