Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2022 09:19 Hópur farandfólks og innflytjenda frá Venesúela í Martha's Vineyard. AP/Ray Ewing Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts. Elizabeth Folcarelli, yfirmaður góðgerðarsamtaka og neyðarskýlis í Martha‘s Vineyard, sagði AP fréttaveitunni að 48 farandmenn og konur frá Venesúela hefðu mætt óvænt á skrifstofu hennar og með bæklinga sem vísuðu á samtök hennar. „Þeim var sagt að þeirra biðu störf og húsnæði,“ sagði Folcarelli. Hún sagði óvænta komu fólksins hafa tekið á fyrir hennar smáu starfsemi en samfélagið hafi komið saman og aðstoðað fólkið eftir bestu getu. Þau hafi fengið húsnæði, mat, læknisaðstoð og aðstoð varðandi hvaða valkosti þau standa frammi fyrir. DeSantis hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla vestanhafs en Washington Post segir frá því að á fjáröflun í síðustu viku hafi ríkisstjórinn gantast með það að ríkisþing Flórída hefði sett tólf milljónir dala í sjóð sem nota ætti til að flytja farandfólk og innflytjendur. Repúblikanar í Bandaríkjunum vilja með þessu mótmæla landamærastefnu Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. „Ég er með þessa peninga. Ég vil hjálpa. Kannski förum við til Texas og hjálpum. Kannski sendum við þau til Chicago, Hollywood, Martha‘s Vineyard. Hver veit?“ sagði DeSantis við fagnaðarlæti þeirra sem voru á fundinum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir kosingarnar 2024 en hefur ekki vijlað segja af eða á hingað til. Það hefur Donald Trump, fyrrverandi forseti, ekki gert heldur.AP/Luis Santana Eins og áður hafa ríkisstjórar Texas og Arizona ítrekað sent fólk með rútum til ríkja eins og Kaliforníu og New York. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, sendi frá sér tilkynningu í gær að ríkisstjórn Biden hefði hunsað það neyðarástand sem ríkt hafi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem hafi ógnað almenningi í Texas. Abbott hefur varið gífurlegu opinberu fjármagni í flutningana og það að gera innflytjendamál að pólitísku deilumáli fyrir komandi þingkosningar í nóvember. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur beðið dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvort fólksflutningar Repúblikana í pólitískum tilgangi brjóti ekki lög. „Að flytja fjölskyldur, og þar á meðal börn, milli ríkja á fölskum forsendum er forkastanlegt, en það er einnig mögulega ólöglegt,“ sagði Newsom í bréfi til ráðuneytisins, sem hann birti einnig á Twitter. Newsom sagði að einhverjir af þeim sem hefðu verið sendir til Martha‘s Vineyard hefðu staðið í þeirri trú að verið væri að senda þau til Boston og að þeim hefði verið sagt að þar myndu þau fá atvinnuleyfi. What @GovRonDeSantis and @GregAbbott_TX are doing isn t clever, it s cruel.I m formally requesting the DOJ begin an immediate investigation into these inhumane efforts to use kids as political pawns. pic.twitter.com/x2sBa06nSw— Gavin Newsom (@GavinNewsom) September 15, 2022 Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Fundu 46 lík í yfirgefnum flutningabíl í Texas Að minnsta kosti 46 lík fundust í yfirgefnum flutningabíl fyrir utan borgina San Antonio í Texas í gær. Svo virðist sem um hælisleitendur sé að ræða en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina. 28. júní 2022 07:11 Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að her Bandaríkjanna gæti skotið eldflaugum á Mexíkó. Þannig væri hægt að þurrka út fíkniefnaframleiðendur Mexíkó og verksmiðjur þeirra. 5. maí 2022 22:14 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Elizabeth Folcarelli, yfirmaður góðgerðarsamtaka og neyðarskýlis í Martha‘s Vineyard, sagði AP fréttaveitunni að 48 farandmenn og konur frá Venesúela hefðu mætt óvænt á skrifstofu hennar og með bæklinga sem vísuðu á samtök hennar. „Þeim var sagt að þeirra biðu störf og húsnæði,“ sagði Folcarelli. Hún sagði óvænta komu fólksins hafa tekið á fyrir hennar smáu starfsemi en samfélagið hafi komið saman og aðstoðað fólkið eftir bestu getu. Þau hafi fengið húsnæði, mat, læknisaðstoð og aðstoð varðandi hvaða valkosti þau standa frammi fyrir. DeSantis hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla vestanhafs en Washington Post segir frá því að á fjáröflun í síðustu viku hafi ríkisstjórinn gantast með það að ríkisþing Flórída hefði sett tólf milljónir dala í sjóð sem nota ætti til að flytja farandfólk og innflytjendur. Repúblikanar í Bandaríkjunum vilja með þessu mótmæla landamærastefnu Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. „Ég er með þessa peninga. Ég vil hjálpa. Kannski förum við til Texas og hjálpum. Kannski sendum við þau til Chicago, Hollywood, Martha‘s Vineyard. Hver veit?“ sagði DeSantis við fagnaðarlæti þeirra sem voru á fundinum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir kosingarnar 2024 en hefur ekki vijlað segja af eða á hingað til. Það hefur Donald Trump, fyrrverandi forseti, ekki gert heldur.AP/Luis Santana Eins og áður hafa ríkisstjórar Texas og Arizona ítrekað sent fólk með rútum til ríkja eins og Kaliforníu og New York. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, sendi frá sér tilkynningu í gær að ríkisstjórn Biden hefði hunsað það neyðarástand sem ríkt hafi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem hafi ógnað almenningi í Texas. Abbott hefur varið gífurlegu opinberu fjármagni í flutningana og það að gera innflytjendamál að pólitísku deilumáli fyrir komandi þingkosningar í nóvember. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur beðið dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvort fólksflutningar Repúblikana í pólitískum tilgangi brjóti ekki lög. „Að flytja fjölskyldur, og þar á meðal börn, milli ríkja á fölskum forsendum er forkastanlegt, en það er einnig mögulega ólöglegt,“ sagði Newsom í bréfi til ráðuneytisins, sem hann birti einnig á Twitter. Newsom sagði að einhverjir af þeim sem hefðu verið sendir til Martha‘s Vineyard hefðu staðið í þeirri trú að verið væri að senda þau til Boston og að þeim hefði verið sagt að þar myndu þau fá atvinnuleyfi. What @GovRonDeSantis and @GregAbbott_TX are doing isn t clever, it s cruel.I m formally requesting the DOJ begin an immediate investigation into these inhumane efforts to use kids as political pawns. pic.twitter.com/x2sBa06nSw— Gavin Newsom (@GavinNewsom) September 15, 2022
Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Fundu 46 lík í yfirgefnum flutningabíl í Texas Að minnsta kosti 46 lík fundust í yfirgefnum flutningabíl fyrir utan borgina San Antonio í Texas í gær. Svo virðist sem um hælisleitendur sé að ræða en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina. 28. júní 2022 07:11 Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að her Bandaríkjanna gæti skotið eldflaugum á Mexíkó. Þannig væri hægt að þurrka út fíkniefnaframleiðendur Mexíkó og verksmiðjur þeirra. 5. maí 2022 22:14 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Fundu 46 lík í yfirgefnum flutningabíl í Texas Að minnsta kosti 46 lík fundust í yfirgefnum flutningabíl fyrir utan borgina San Antonio í Texas í gær. Svo virðist sem um hælisleitendur sé að ræða en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina. 28. júní 2022 07:11
Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að her Bandaríkjanna gæti skotið eldflaugum á Mexíkó. Þannig væri hægt að þurrka út fíkniefnaframleiðendur Mexíkó og verksmiðjur þeirra. 5. maí 2022 22:14